Við þurfum drifkraft, hvatningu og hlýju María Másdóttir skrifar 11. maí 2016 16:21 Fyrir um 15 árum síðan ákvað ég að taka stórt skref og láta draum um mitt eigið fyrirtæki verða að veruleika. Ég var ein af þeim lánsömu konum fékk það einstaka tækifæri að taka þátt í Auður í krafti kvenna verkefninu og stofnaði fyrirtækið Blómahönnun eftir að hafa tekið þátt í Frumkvöðla Auði. Auður í krafti kvenna veitti mér þann innblástur og styrk sem til þurfti til að setja á stofn og reka eigin fyrirtæki. Það var ekki síst forsvarskona verkefnisins, Halla Tómasdóttir, sem hvatti mig áfram og styrkti í þeirri trú að láta drauminn rætast. Halla er nú í framboði til embættis forseta Íslands. Í mínum huga er hún fullkomin persóna til að gegna embætti forseta Íslands og vona ég innilega að Íslendir verði svo forsjálir og heppnir að Halla verði kosin forseti Íslands. Halla er jákvæð, einlæg, hreinskilin og með djúpan skilning á landi og þjóð jafnframt því að skynja umhverfi sitt bæði innanlands sem utan. Við Íslendingar, sem þjóð þurfum forseta sem hefur þessa kosti og hennar einlæga drifkraft sem hrífur og eflir okkur sem þjóð á jákvæðan máta. Halla mun styrkja og efla ímynd Íslands erlendis jafnframt því að standa með Íslendingum ef með þarf. Ég er fullviss að Halla mun kynna sér málefnin sem verða á vegi hennar sem forseti og leysa þau af einlægni, hreinskilni og mun á opinn og gegnsæjan hátt sameina okkur sem þjóð. Ég er af einlægni þakklát fyrir þá hvatningu sem Halla hefur veitt mér og fleirum, og ég er því afar þakklát fyrir að hún hafi ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands. Nái hún kjöri verða enn fleiri sem fá að njóta hennar hvatningar og jákvæðu nærveru, við þurfum á því að halda. Ég væri mjög stolt af því að fá Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir um 15 árum síðan ákvað ég að taka stórt skref og láta draum um mitt eigið fyrirtæki verða að veruleika. Ég var ein af þeim lánsömu konum fékk það einstaka tækifæri að taka þátt í Auður í krafti kvenna verkefninu og stofnaði fyrirtækið Blómahönnun eftir að hafa tekið þátt í Frumkvöðla Auði. Auður í krafti kvenna veitti mér þann innblástur og styrk sem til þurfti til að setja á stofn og reka eigin fyrirtæki. Það var ekki síst forsvarskona verkefnisins, Halla Tómasdóttir, sem hvatti mig áfram og styrkti í þeirri trú að láta drauminn rætast. Halla er nú í framboði til embættis forseta Íslands. Í mínum huga er hún fullkomin persóna til að gegna embætti forseta Íslands og vona ég innilega að Íslendir verði svo forsjálir og heppnir að Halla verði kosin forseti Íslands. Halla er jákvæð, einlæg, hreinskilin og með djúpan skilning á landi og þjóð jafnframt því að skynja umhverfi sitt bæði innanlands sem utan. Við Íslendingar, sem þjóð þurfum forseta sem hefur þessa kosti og hennar einlæga drifkraft sem hrífur og eflir okkur sem þjóð á jákvæðan máta. Halla mun styrkja og efla ímynd Íslands erlendis jafnframt því að standa með Íslendingum ef með þarf. Ég er fullviss að Halla mun kynna sér málefnin sem verða á vegi hennar sem forseti og leysa þau af einlægni, hreinskilni og mun á opinn og gegnsæjan hátt sameina okkur sem þjóð. Ég er af einlægni þakklát fyrir þá hvatningu sem Halla hefur veitt mér og fleirum, og ég er því afar þakklát fyrir að hún hafi ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands. Nái hún kjöri verða enn fleiri sem fá að njóta hennar hvatningar og jákvæðu nærveru, við þurfum á því að halda. Ég væri mjög stolt af því að fá Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar