Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 13:30 Dagur Sigurðsson gerði "Bad Boys" að Evrópumeisturum. vísir/afp Dagur Sigurðsson, þjálfari Evrópumeistara Þýskalands í handbolta, byggði hugmyndafræði og hugarfar liðsins upp á "Bad Boys"-liði Detroit Pistons sem vann NBA-deildina í körfubolta árin 1989 og 1990. Bad Boys-liðið er eitt það frægasta í sögu NBA-deildarinnar og eitt það allra óvinsælasta enda spilaði það gríðarlega fast. Stundum var spilamennska liðsins nær því að vera ofbeldi en körfubolti að margra mati. Á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í morgun var Dagur spurður hvað hann gerði rétt með þýska landsliðið sem stóð uppi sem Evrópumeistari í janúar þrátt fyrir mikil meiðsli. "Ég fór á fyrsta liðsfundinn og sagði nákvæmlega það sem mér fannst um liðið. Ég sagði að í liðinu væru góðir strákar þó sigurhefðin væri ekki mikil undanfarin ár. Mér fannst hugrakkir strákar í liðinu en þeir voru ekki sömu baráttuhundarnir og við þekkjum á Íslandi," sagði Dagur er hann sat pallborðsumræður á ráðstefnunni. "Ég leit í augun á þeim og sagði þeim söguna af Bad Boys-liðinu. Ég var með heimildamyndina og sýndi þeim. Ég sagði þeim að fara heim og horfa á hana. Svo vorum við með veggspöld af þeim í búningsklefanum."Bill Laimbeer var andlit Bad Boys-liðsins.vísir/gettyAllir verða að taka undir Dagur sagði að eftir upphaflegu ræðuna um Bad Boys talaði hann ekki oft um þessa hugmyndafræði aftur heldur leyfði leikmönnunum að melta pælinguna og nýta hana sjálfir innan liðsins. "Þetta kom einstaka sinnum upp en síðan voru það leikmennirnir sem héldu þessu á lofti. Þegar árangurinn náðist og menn fóru að vera stoltir af þessu fór það að leka út að við værum með Bad Boys sem fyrirmynd. Þetta er svona mitt stærsta afrek með liðið," sagði Dagur. "Maður þarf samt alltaf að hugsa um áhættuna sem maður tekur. Þarna kem ég inn í búningsklefann og segi hvað ég vil gera. Það þarf ekki nema 2-3 leikmenn sem kaupa ekki hvað þú segir til að grafa undan þér. Ef þú ert ekki með allt liðið gengur þetta ekki upp og í staðinn fara svona hlutir að vinna á móti þér." "Ég var heppinn þarna að vera með ungan og óreyndan hóp sem keypti þessa hugmyndafræði. Svo næstum tveimur árum seinna kemur í ljós að liðið var með sitt einkenni," sagði Dagur Sigurðsson. Íslenski handboltinn Handbolti NBA Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Halla með miða á alla leiki Íslands í Frakklandi "Ég fer allavega á Portúgalsleikinn,“ segir Halla Tómasdóttir um EM. 11. maí 2016 12:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari Evrópumeistara Þýskalands í handbolta, byggði hugmyndafræði og hugarfar liðsins upp á "Bad Boys"-liði Detroit Pistons sem vann NBA-deildina í körfubolta árin 1989 og 1990. Bad Boys-liðið er eitt það frægasta í sögu NBA-deildarinnar og eitt það allra óvinsælasta enda spilaði það gríðarlega fast. Stundum var spilamennska liðsins nær því að vera ofbeldi en körfubolti að margra mati. Á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í morgun var Dagur spurður hvað hann gerði rétt með þýska landsliðið sem stóð uppi sem Evrópumeistari í janúar þrátt fyrir mikil meiðsli. "Ég fór á fyrsta liðsfundinn og sagði nákvæmlega það sem mér fannst um liðið. Ég sagði að í liðinu væru góðir strákar þó sigurhefðin væri ekki mikil undanfarin ár. Mér fannst hugrakkir strákar í liðinu en þeir voru ekki sömu baráttuhundarnir og við þekkjum á Íslandi," sagði Dagur er hann sat pallborðsumræður á ráðstefnunni. "Ég leit í augun á þeim og sagði þeim söguna af Bad Boys-liðinu. Ég var með heimildamyndina og sýndi þeim. Ég sagði þeim að fara heim og horfa á hana. Svo vorum við með veggspöld af þeim í búningsklefanum."Bill Laimbeer var andlit Bad Boys-liðsins.vísir/gettyAllir verða að taka undir Dagur sagði að eftir upphaflegu ræðuna um Bad Boys talaði hann ekki oft um þessa hugmyndafræði aftur heldur leyfði leikmönnunum að melta pælinguna og nýta hana sjálfir innan liðsins. "Þetta kom einstaka sinnum upp en síðan voru það leikmennirnir sem héldu þessu á lofti. Þegar árangurinn náðist og menn fóru að vera stoltir af þessu fór það að leka út að við værum með Bad Boys sem fyrirmynd. Þetta er svona mitt stærsta afrek með liðið," sagði Dagur. "Maður þarf samt alltaf að hugsa um áhættuna sem maður tekur. Þarna kem ég inn í búningsklefann og segi hvað ég vil gera. Það þarf ekki nema 2-3 leikmenn sem kaupa ekki hvað þú segir til að grafa undan þér. Ef þú ert ekki með allt liðið gengur þetta ekki upp og í staðinn fara svona hlutir að vinna á móti þér." "Ég var heppinn þarna að vera með ungan og óreyndan hóp sem keypti þessa hugmyndafræði. Svo næstum tveimur árum seinna kemur í ljós að liðið var með sitt einkenni," sagði Dagur Sigurðsson.
Íslenski handboltinn Handbolti NBA Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Halla með miða á alla leiki Íslands í Frakklandi "Ég fer allavega á Portúgalsleikinn,“ segir Halla Tómasdóttir um EM. 11. maí 2016 12:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Halla með miða á alla leiki Íslands í Frakklandi "Ég fer allavega á Portúgalsleikinn,“ segir Halla Tómasdóttir um EM. 11. maí 2016 12:15
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45