Sport

UFC er ekki til sölu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lorenzo Feritta, stjórnarformaður og aðaleigandi UFC, ásamt Dana White, forseta UFC. Þeir hafa hagnast vel á sambandinu.
Lorenzo Feritta, stjórnarformaður og aðaleigandi UFC, ásamt Dana White, forseta UFC. Þeir hafa hagnast vel á sambandinu. vísir/getty
Í gær var á lofti hávær orðrómur um að Fertitta-bræðurnir, Lorenzo og Frank, ætluðu sér að selja UFC fyrir himinháa upphæð.

Nánar tiltekið fyrir eina 493 milljarða króna. Það yrði ansi góð ávöxtun á fjárfestingu enda keyptu þeir sambandið á 246 milljónir króna árið 2001.

Á síðustu 15 árum hefur UFC aftur á móti vaxið og dafnað og er ekkert lát á velgengni sambandsins.

Það var hinn talnaglöggi blaðamaður ESPN, Darren Rovell, sem fór fram með þessa frétt í gær en Dana White, forseti UFC, segir hana ekki vera rétta þó svo fleiri fjölmiðlar segi að viðræður séu í gangi.

„UFC er ekki til sölu. Þessi frétt er stormur í vatnsglasi. Darren Rovell er ekki aðdáandi staðreynda og staðreyndir hans gætu ekki verið fjarri sannleikanum,“ sagði White.

Samkvæmt heimildum Rovell þá eru Fertitta-bræðurnir í viðræðum við fjóra aðila um sölu á UFC. Þeir eiga meirihlutann í UFC en White á aðeins lítinn hluta í sambandinu.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×