Seint lærir Seðlabankinn skjóðan skrifar 11. maí 2016 11:30 Undanfarin misseri hafa hrein gjaldeyriskaup Seðlabankans á markaði stigmagnast. Árið 2014 námu slík kaup 111 milljörðum króna en í fyrra námu þau 272 milljörðum króna. Á þessu ári stefnir í að hrein kaup bankans á gjaldeyri fari nærri 400 milljörðum. Hreinn gjaldeyrisforði nam í lok mars tæplega 400 milljörðum og heildarforðinn var 735 milljarðar. Seðlabankinn, sem kynnir vaxtaákvörðun í dag, hefur haldið vöxtum hér á landi himinháum í samanburði við öll viðmiðunarlönd. Verðbólga hefur nú í mörg misseri verið svipuð og í nágrannalöndum Íslands, þegar notast er við sambærilegar forsendur, en samt eru stýrivextir Seðlabanka Íslands svo háir að raunvextir eru mörghundruð sinnum hærri en annars staðar. Þetta hefur eðlilega leitt til mikils innflæðis gjaldeyris til landsins í formi vaxtamunarviðskipta og styrkt krónuna frá því sem annars hefði verið. Sterk króna heldur verðbólgu í skefjum en hefur þann kostnað í för með sér að veikja útflutningsatvinnugreinar og stuðla að auknum innflutningi og þar með viðskiptahalla, sem til lengdar stuðlar að óstöðugri krónu. Mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans hafa einnig þau áhrif að auka mjög peningamagn í umferð og grafa þannig undan yfirlýstum þensluvörnum, sem bankinn segist stunda með hávaxtastefnu sinni. Á síðasta ári hækkaði Seðlabankinn stýrivexti sína um 1,25 prósentustig eða því sem næst fjórðung til að gera upptækar launahækkanir á almennum vinnumarkaði, sem færðu í mesta lagi 70 til 800 milljarða, að teknu tilliti til skatta, í vasa launþega og þannig út í hagkerfið með einum eða öðrum hætti. Þetta taldi bankinn nauðsynlegt til að viðhalda verðstöðugleika í landinu. Á sama tíma dældi bankinn sjálfur 272 milljörðum út í hagkerfið með kaupum á gjaldeyri, eða næstum fjórfaldri þeirri fjárhæð sem stafaði af kjarasamningum. Þeir peningar fóru að miklu leyti til fjárfestinga hér innanlands og ekki síst á fasteignamarkaði. Þetta hefur verið einn áhrifaþáttur þess að fasteignaverð hefur rokið upp hér á landi. Ólíkt því sem tíðkast í öðrum löndum er húsnæðiskostnaður tekinn inn hér á landi sem hluti þeirrar vísitölu sem mælir verðbólgu. Án húsnæðisliðarins hefur nær engin verðbólga mælst hér undanfarin misseri. Þannig kyndir Seðlabankinn sjálfur verðbólgubálið með þensluskapandi gjaldeyriskaupum og refsar almenningi og atvinnufyrirtækjum með hæstu raunvöxtum á byggðu bóli, sem aftur stuðla að frekara gjaldeyrisinnstreymi. Þetta er sami vítahringurinn og Seðlabankinn leiddi hagkerfið í fyrir hrun. Þá neyddust fyrirtæki og heimili til að taka gengistryggð lán því enginn löglegur rekstur gat staðið undir vaxtaokrinu sem Seðlabankinn leiddi hér á landi. Við munum hvernig það fór. Án stefnubreytingar endar með því að Seðlabankinn setur allt á hliðina hér á landi, aftur. Skjóðan Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Undanfarin misseri hafa hrein gjaldeyriskaup Seðlabankans á markaði stigmagnast. Árið 2014 námu slík kaup 111 milljörðum króna en í fyrra námu þau 272 milljörðum króna. Á þessu ári stefnir í að hrein kaup bankans á gjaldeyri fari nærri 400 milljörðum. Hreinn gjaldeyrisforði nam í lok mars tæplega 400 milljörðum og heildarforðinn var 735 milljarðar. Seðlabankinn, sem kynnir vaxtaákvörðun í dag, hefur haldið vöxtum hér á landi himinháum í samanburði við öll viðmiðunarlönd. Verðbólga hefur nú í mörg misseri verið svipuð og í nágrannalöndum Íslands, þegar notast er við sambærilegar forsendur, en samt eru stýrivextir Seðlabanka Íslands svo háir að raunvextir eru mörghundruð sinnum hærri en annars staðar. Þetta hefur eðlilega leitt til mikils innflæðis gjaldeyris til landsins í formi vaxtamunarviðskipta og styrkt krónuna frá því sem annars hefði verið. Sterk króna heldur verðbólgu í skefjum en hefur þann kostnað í för með sér að veikja útflutningsatvinnugreinar og stuðla að auknum innflutningi og þar með viðskiptahalla, sem til lengdar stuðlar að óstöðugri krónu. Mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans hafa einnig þau áhrif að auka mjög peningamagn í umferð og grafa þannig undan yfirlýstum þensluvörnum, sem bankinn segist stunda með hávaxtastefnu sinni. Á síðasta ári hækkaði Seðlabankinn stýrivexti sína um 1,25 prósentustig eða því sem næst fjórðung til að gera upptækar launahækkanir á almennum vinnumarkaði, sem færðu í mesta lagi 70 til 800 milljarða, að teknu tilliti til skatta, í vasa launþega og þannig út í hagkerfið með einum eða öðrum hætti. Þetta taldi bankinn nauðsynlegt til að viðhalda verðstöðugleika í landinu. Á sama tíma dældi bankinn sjálfur 272 milljörðum út í hagkerfið með kaupum á gjaldeyri, eða næstum fjórfaldri þeirri fjárhæð sem stafaði af kjarasamningum. Þeir peningar fóru að miklu leyti til fjárfestinga hér innanlands og ekki síst á fasteignamarkaði. Þetta hefur verið einn áhrifaþáttur þess að fasteignaverð hefur rokið upp hér á landi. Ólíkt því sem tíðkast í öðrum löndum er húsnæðiskostnaður tekinn inn hér á landi sem hluti þeirrar vísitölu sem mælir verðbólgu. Án húsnæðisliðarins hefur nær engin verðbólga mælst hér undanfarin misseri. Þannig kyndir Seðlabankinn sjálfur verðbólgubálið með þensluskapandi gjaldeyriskaupum og refsar almenningi og atvinnufyrirtækjum með hæstu raunvöxtum á byggðu bóli, sem aftur stuðla að frekara gjaldeyrisinnstreymi. Þetta er sami vítahringurinn og Seðlabankinn leiddi hagkerfið í fyrir hrun. Þá neyddust fyrirtæki og heimili til að taka gengistryggð lán því enginn löglegur rekstur gat staðið undir vaxtaokrinu sem Seðlabankinn leiddi hér á landi. Við munum hvernig það fór. Án stefnubreytingar endar með því að Seðlabankinn setur allt á hliðina hér á landi, aftur.
Skjóðan Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira