Ég trúi á framtíðina Halla Tómasdóttir skrifar 11. maí 2016 08:00 Mótmælin sem spruttu upp í kjölfar uppljóstrana í Panama-skjölunum snerust ekki eingöngu um lögfræðileg álitaefni og réttmætar skattgreiðslur, heldur voru Íslendingar að mótmæla siðferðilegri hegðun forystufólks og óska eftir umbreytingum í formi nýrra grunngilda í okkar samfélagi. Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands til að gera gagn og láta gott af mér leiða. Ég set á oddinn það verkefni sem blasir við, sem er að horfa til framtíðar og byggja samfélag okkar á: heiðarleika, réttlæti, jafnrétti og virðingu. Það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem þessi gildi eru í hávegum höfð. Ég veit að ég er ekki ein um það, því slembiúrtak þjóðarinnar valdi þessi gildi sem leiðarljós samfélagsins á Þjóðfundi árið 2009. Ég er stolt af því að hafa verið ein þeirra sem hrinti Þjóðfundinum í framkvæmd og mig langar að bretta upp ermar og halda þessu verkefni áfram. Þetta er langtímaverkefni sem krefst ekki aðeins víðtækrar umræðu í samfélaginu, heldur einnig leiðtoga á öllum sviðum sem sýna gott fordæmi bæði í orði og á borði. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða í ýmsum málum þó margt þurfi að bæta. Stærsta verkefnið er brostið traust, og það lögum við ekki með ósætti og ótta. Sameiginleg gildi og skýrar leikreglur leggja grunn að samfélagslegri sátt. Því er mikilvægt að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og skýra þar með leikreglur okkar samfélags. Sú staða sem nú er uppi í aðdraganda forsetakosninga sýnir svart á hvítu margt sem þarf að laga.Verði ekki háðar geðþótta forseta Stjórnarskrár þeirra lýðræðissamfélaga sem við Íslendingar berum okkur helst saman við kveða á um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Fyrir slíkum ákvæðum eru góðar og gildar ástæður enda hefur ítrekað komið í ljós að það getur reynst valdhöfum erfitt að þekkja sinn vitjunartíma. Þá er mikilvægt að breyta kosningafyrirkomulagi á þann veg að komið sé í veg fyrir að tiltölulega lítill hluti kjósenda geti staðið að baki kjörs forseta. Einnig mætti endurskoða tímaramma kosninga sem og kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda. Síðast en ekki síst tel ég nauðsynlegt að stjórnarskráin tryggi að veigamiklar ákvarðanir um lýðræðið verði ekki háðar geðþótta forseta. Þær aðstæður sem nú eru uppi í okkar samfélagi kalla á engan máta á ótta eða óöryggi. Lítum frekar á þær sem tækifæri til að ræða heiðarlega hvernig við getum innleitt þau grunngildi sem samstaða er um, hvernig við drögum lærdóm af reynslunni og skýrum leikreglur okkar í stjórnarskrá. Við Íslendingar stöndum á tímamótum og höfum nú tækifæri til að velja á milli fortíðar, meira af því sem verið hefur, eða framtíðar á grunni góðra gilda og skýrra leikreglna svo hér megi byggja upp traust á ný og sameina og sætta þjóðina. Ég býðst til að leiða það starf, því þannig samfélag vil ég. Lítil stúlka sem heimsótti kosningaskrifstofu mína fyrir skemmstu spurði mig um hlutverk forseta og lýsti svari mínu í framhaldi fyrir móður sinni með þessum orðum: Forseti hittir margt fólk og hvetur okkur til að haga okkur vel og vera góð við hvert annað. Þannig forseti vil ég vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mótmælin sem spruttu upp í kjölfar uppljóstrana í Panama-skjölunum snerust ekki eingöngu um lögfræðileg álitaefni og réttmætar skattgreiðslur, heldur voru Íslendingar að mótmæla siðferðilegri hegðun forystufólks og óska eftir umbreytingum í formi nýrra grunngilda í okkar samfélagi. Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands til að gera gagn og láta gott af mér leiða. Ég set á oddinn það verkefni sem blasir við, sem er að horfa til framtíðar og byggja samfélag okkar á: heiðarleika, réttlæti, jafnrétti og virðingu. Það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem þessi gildi eru í hávegum höfð. Ég veit að ég er ekki ein um það, því slembiúrtak þjóðarinnar valdi þessi gildi sem leiðarljós samfélagsins á Þjóðfundi árið 2009. Ég er stolt af því að hafa verið ein þeirra sem hrinti Þjóðfundinum í framkvæmd og mig langar að bretta upp ermar og halda þessu verkefni áfram. Þetta er langtímaverkefni sem krefst ekki aðeins víðtækrar umræðu í samfélaginu, heldur einnig leiðtoga á öllum sviðum sem sýna gott fordæmi bæði í orði og á borði. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða í ýmsum málum þó margt þurfi að bæta. Stærsta verkefnið er brostið traust, og það lögum við ekki með ósætti og ótta. Sameiginleg gildi og skýrar leikreglur leggja grunn að samfélagslegri sátt. Því er mikilvægt að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og skýra þar með leikreglur okkar samfélags. Sú staða sem nú er uppi í aðdraganda forsetakosninga sýnir svart á hvítu margt sem þarf að laga.Verði ekki háðar geðþótta forseta Stjórnarskrár þeirra lýðræðissamfélaga sem við Íslendingar berum okkur helst saman við kveða á um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Fyrir slíkum ákvæðum eru góðar og gildar ástæður enda hefur ítrekað komið í ljós að það getur reynst valdhöfum erfitt að þekkja sinn vitjunartíma. Þá er mikilvægt að breyta kosningafyrirkomulagi á þann veg að komið sé í veg fyrir að tiltölulega lítill hluti kjósenda geti staðið að baki kjörs forseta. Einnig mætti endurskoða tímaramma kosninga sem og kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda. Síðast en ekki síst tel ég nauðsynlegt að stjórnarskráin tryggi að veigamiklar ákvarðanir um lýðræðið verði ekki háðar geðþótta forseta. Þær aðstæður sem nú eru uppi í okkar samfélagi kalla á engan máta á ótta eða óöryggi. Lítum frekar á þær sem tækifæri til að ræða heiðarlega hvernig við getum innleitt þau grunngildi sem samstaða er um, hvernig við drögum lærdóm af reynslunni og skýrum leikreglur okkar í stjórnarskrá. Við Íslendingar stöndum á tímamótum og höfum nú tækifæri til að velja á milli fortíðar, meira af því sem verið hefur, eða framtíðar á grunni góðra gilda og skýrra leikreglna svo hér megi byggja upp traust á ný og sameina og sætta þjóðina. Ég býðst til að leiða það starf, því þannig samfélag vil ég. Lítil stúlka sem heimsótti kosningaskrifstofu mína fyrir skemmstu spurði mig um hlutverk forseta og lýsti svari mínu í framhaldi fyrir móður sinni með þessum orðum: Forseti hittir margt fólk og hvetur okkur til að haga okkur vel og vera góð við hvert annað. Þannig forseti vil ég vera.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun