Horfa ýmist til leiðtoga Kanada eða Rússlands Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 27. maí 2016 07:00 Halla Tómasdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sturla Jónsson mættust í fyrsta föstudagsviðtalinu með breyttu sniði. VÍSIR/Anton Brink Halla Tómasdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sturla Jónsson mættust í föstudagsviðtali Fréttablaðsins þessa vikuna. Það verður með breyttu sniði næstu þrjár vikurnar. Markmiðið er að kynnast betur því fólki sem er í kjöri til embættis forseta Íslands. Sturlu Jónsson þekkja margir sem vörubílstjóra sem hefur barist fyrir réttlátara samfélagi frá því fyrir efnahagshrun. Hann hefur boðið sig fram þrisvar sinnum til áhrifa. „Já en ekki í forsetaframboði. Ég hef aldrei farið í það áður. Ég byrjaði árið 2009, þá var allt að gerast hér í samfélaginu og mikið að ganga á. Ég álpast inn á fundi á stjórnmálasamtökum og fer að elta þá fundi til að reyna að ná tali af þessu fólki sem að stjórnar lífi okkar. Fá svör og annað slíkt, það endaði með því að ég var kominn í framboð fyrir flokk sem að hrundi á endanum, Frjálslynda flokkinn.Halla Tómasdóttir segist vilja vera fyrirliði í íslensku samfélagiVísir/Anton BrinkBræðurnir sem spiluðu bridds og íslenska þjóðinHalla Tómasdóttir er rekstrarhagfræðingur en starfar í dag við ráðgjöf og fræðslu. Hún kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, setti þar á fót stjórnendaskóla og símenntunardeild, auk þess að kenna við skólann. Hún leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna og var síðar annar stofnenda Auðar Capital. Halla var einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem hrinti í framkvæmd Þjóðfundinum árið 2009 þar sem grunngildi samfélagsins voru rædd. Halla segir sögu úr uppvextinum sem fylgir henni í framboð til embættis forseta Íslands. „Ég hef aldrei haft svo sem nein sérstök afskipti af stjórnmálum en ég hef alltaf látið samfélagið mig varða. Það kemur eiginlega frá pabba og bræðrum hans sem að misstu foreldra sína mjög ungir og voru sendir á sitt hvern staðinn til að alast upp. Þeir kynnast ekki fyrr en þeir eru fullorðnir og þá við briddsborðið. Þá sátu þeir þarna fjórir bræðurnir við briddsborðið heima öll mánudagskvöld. Ræddu hvert einasta samfélagsmál út frá fjórum ólíkum pólitískum vinklum vegna þess að þeir ólust upp á sitt hverju heimilinu. Þakið ætlaði stundum af húsinu og það var mikið tekist á. En alltaf var mætt aftur næsta mánudag vegna þess að það var eitthvað mikilvægara sem sameinaði þá. Að vera bræður, að tilheyra fjölskyldu." Halla notar þessa líkingu fyrir ástandið í íslensku samfélagi. „Við erum búin að takast á og rífast og vera mjög sundurleit og skipa okkur í lið svo lengi Það er eins og við höfum gleymt grunninum sem sameinar okkur,“ segir Halla og segist vilja vera fyrirliði í íslensku samfélagi sem sameinast um góð gildi. „ Þar sem við berum virðingu fyrir hvert fyrir öðru öðru. Ég fer svolítið í ræturnar, að það sé í lagi að tala saman, jafnvel stundum þannig að það sé hátt og þakið ætli af eins lengi og við að því loknu tökum utan um hvort annað og munum að það er eitthvað annað sem er dýpra og sameinar.“Forsetinn á að vera glaðurGuðni Th. Jóhannesson er sagnfræðingur að mennt og kláraði doktorspróf við Oxford á Englandi. Hann hefur búið erlendis í samtals átta ár, að mestu við nám en hann vann líka í Noregi við að smíða olíuborpalla. Guðni hefur ákveðna sýn og fastmótaðar hugmyndir um það hvernig á að gegna embætti forseta Íslands. Þegar hann fann fyrir miklum stuðningi fólks ákvað hann að láta slag standa. „Mér finnst að forseti Íslands eigi að standa utan fylkinga, utan stjórnmálaflokka. Hann eigi að sameina frekar en sundra. Hann eigi að vera bjartsýnn og horfa glaður fram á veg. Hann á ekki að hafa allt á hornum sér. En um leið á hann að standa með báða fætur á jörðinni. Hann á að vera stoltur af landi og þjóð en ekki drambsamur, leiða mál til lykta. Hjálpa okkur í því góða og mikla verkefni að búa hér til ögn betra samfélag í dag en það var í gær. Styðja góð mál, styðja þá sem minna mega sín. Styðja þá sem hingað koma, harðduglegt fólk sem vill láta gott af sér leiða. Vera aflvaki góðra breytinga,“ segir hann og segir ekki annað að gera en sjá hvað setur.Guðni Th. Jóhannesson mælist langefstur frambjóðenda í öllum skoðanakönnunum þessi dægrin. Vísir/Anton BrinkÞræddi fundi ungliðahreyfingaGuðni hefur alltaf haft brennandi áhuga á stjórnmálum. Á menntaskólaárunum gekk hann á milli funda misjafnra fylkinga. „Ég var dag eftir dag að fylgjast með umræðum. Þræddi ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Fór á fund uppi í Valhöll og sat meira að segja þann voðalega stjórnmálaskóla Alþýðuflokksins og mætti á fundi hjá Alþýðubandalaginu sem þá var og hét þar sem internationalinn var sunginn og mikið fjör. Svo fann ég bæði þá og alla tíð að ég vildi ekki vinna í ákveðnum stjórnmálaflokki. Ég vildi kynna mér málefnin, svo vildi ég skrifa um þau, rannsaka þau og þannig fann ég þessum áhuga farveg.“Vilja öll siðareglurSíðustu vikur hafa verið miklar umræður um siðareglur ríkisstjórnarinnar. Guðni, Sturla og Halla telja öll mikilvægt að setja siðareglur. Halla segir gagnsæi um störf og vinnureglur lykilatriði. „Ég hef farið fyrir því þar sem ég hef unnið í fyrirtækjum að slíkar reglur séu settar fyrir stjórnir og starfsemi fyrirtækja. Ég myndi sjálf telja að forseti ætti ekki sjálfur, hver sem hann eða hún er, að setja þessar reglur heldur fá til þess, til dæmis Siðfræðistofnun Háskóla íslands eða Festu miðstöð samfélagslegrar ábyrgðar í Háskólanum í Reykjavík, sem dæmi, til þess að að vinna í hópi að setningu þessara siðareglna. Þar myndi ég segja að lykilatriði sé gagnsæi um störf embættisins og vinnureglur í kringum þá hluti sem eru núna óljósir og verið að takast á um í stjórnarskrá. Þannig að fólk viti að hverju gengur og það sé ekki mikill geðþótti sem ræður för og varða það hvernig embættið fer fram.“Forsetinn á ekki að þvælast í einkaflugvélarSturlu finnst þetta ekki flókið. „Forsetinn á ekki að þvælast upp í einkaflugvélar hjá mönnum sem eru með milljarða í höndunum og fljúga með hann um allar trissur. Þetta er ekkert flóknara siðgæði en hjá okkur venjulega fólkinu. Hann á bara að fara eftir því og þeim starfsreglum sem um hann gilda í stjórnarskránni og hann á ekkert að fara út fyrir þær. Ef að almenningi finnst hann vera að gera eitthvað annað þá þarf að skoða það. Það þykir ekki mjög heppilegt, hvort sem það eru ráðherrar eða forseti sjálfur séu að vasast inni í fyrirtæki eða að þeir séu að þvælast með forstjórum. Hann á að vera fyrir fólkið sjálft ekki forstjóra fyrirtækja,“ segir hann. Guðni telur forsætisráðuneyti geta haft frumkvæði að reglum fyrir forseta „Við getum haft til hliðsjónar siðareglur fyrir alþingismenn, siðareglur fyrir ráðherra. Forseti á að vera ærlegur og heiðarlegur. Ég myndi segja að það sé ekki í verkarhing forseta að setja siðareglur um sjálfan sig. Forsætisráðuneyti gæti haft þar frumkvæði, forseta ætti að láta sér það vel líka.“Forsetaframbjóðendurnir á kappræðum í Háskólanum í Reykjavík í gær. Vísir/Anton BrinkVill víðtæka sáttSpurð hvort hún styðji frekar tillögur stjórnlagaráðs eða stjórnarskrárnefndar um breytta stjórnarskrá segir Halla mikilvægt að það ríki um sátt um stjórnarskrána. „Ég er auðvitað mjög mikil stuðningsmanneskja þess ferlis sem fór í gang í kringum stjórnlagaráð. Ég er komin á þá niðurstöðu að forseti eigi að fara varlega í að taka sér stöðu með öðru hvoru gegn hinu og frekar að leiða fólk saman því það skiptir sköpum að það ríki víðtæk sátt um þá stjórnarskrá sem samþykkt er. Þetta er grunnurinn að okkar samfélagssáttmála. Ég held að það sé skynsamlegt að gera þetta í tveimur skrefum. Að byrja á því að ná í gegn þessum umdeildu og brýnu stóru málum.Þá er ég að tala um auðlindaákvæðið, náttúruvernd. Ég er að tala um hvernig skal fara með beint lýðræði og atkvæðisrétt og jöfnun atkvæðisrétt. Þessi stóru mál.“ Halla segir þörf á því að færa stjórnarskrána til nútímans. „Koma henni í orðalag og nútímamáta sem ekki þurfa að standa deilur um vegna þess að það þurfi lögfrótt fólk til að túlka það. Það skiptir máli að stjórnarskráin sé skýr. Auðvitað er þetta lögfræði. En í grunninn er þetta samfélagssáttmáli sem fólkið í landinu þarf bara að skilja. Það eiga að mínu mati ekki að vera svona mikil tækifæri til að túlka það og teygja með svo mismunandi hætti. Skýrar leikreglur er eitthvað sem ég tala fyrir.“ Guðni vill heldur ekki stilla upp andstæðum kostum. „Ég tel að við ættum ekki stilla þessu upp svona og við Halla heyrist mér, erum á svipuðum slóðum. Það eru þing og þjóð sem breytir stjórnarskrá á Íslandi. Við kjósendur veljum okkur fulltrúa á þing. Þar liggur stjórnarskrárvaldið. Hjá okkur og fulltrúunum sem við veljum. Ekki hjá forseta,“ segir hann en bendir á að hann hafi hvatt til þess að Íslendingar fái í stjórnarskrá ákvæði um beint lýðræði. „Ákvæði sem heimilar tilteknum fjölda kjósenda að knýja fram þjóðaratkvæði um lög þingsins. Þetta finnst mér að lúti með beinum hætti að forseta. Því forseti hefur nú einn þann rétt að vísa málum til þjóðarinnar. Ég held það sé skynsamlegt að fólkið sjálft geti virkjað þennan rétt. Svo eru önnur ákvæði stjórnarskrárnefndar og stjórnlagaráðs sem horfa til framfara. Það eru ákvæði um náttúruvernd, auðlindir í þjóðareigu og forseti á að tala máli jákvæðra breytinga í þessum efnum. Og aftur tek ég undir með Höllu, völd og verksvið forseta mætti skýra betur í stjórnarskrá,“ segir Guðni. Misstu bæði atvinnunaHalla, Guðni og Sturla eiga margt sammerkt. Þau eiga það sameiginlegt að hafa þurft að harka á einhverjum tímapunkti í lífi sínu, þó Guðni og Halla taki það fram að þau þurfi ekki að líða neinn skort. Sturla segist hins vegar þekkja fátækt vel. „Ég hef verið í sömu sporum og margir aðrir, ég þurfti að reyna fyrir mér á erlendum vettvangi til þess að hafa ofan í okkur. Ég fór út en konan varð eftir. Það var í tæpt ár til að halda fjölskyldunni á floti. Það eru mín hagsmunatengsl. Ég var með rekstur og honum var stolið eins og af þúsundum annarra. Það er tapað og verður ekki bætt,“ segir Sturla. Guðni og eiginkona hans misstu bæði vinnuna eftir efnahagshrunið en tókst að komast á réttan kjöl. „Ég hef aldrei lent í þeim mikla vanda sem Sturla var að lýsa hér, að missa allt mitt en ég missti vinnuna og Eliza reyndar líka í kjölfar hrunsins og það er ekkert grín. En okkur tókst að halda sjó og borga af húsinu og af öllum lánunum. Nú kvarta ég ekki og veit að margir lentu miklu verr í hruninu en ég þótt svona hafi farið í það skiptið hjá okkur. Sárafátækt þekki ég ekki á eigin skinni, blessunarlega.“ Halla greinir frá því hversu hart hún lagði að sér við að komast í nám til Bandaríkjanna. Hún kom sér að ytra sem framkvæmdastjóri bandarísks fótboltaliðs til þess að eiga fyrir salti í grautinn. „Pabbi varð munaðarlaus mjög ungur. Átta ára var hann orðinn vinnumaður í sveit og þurfti að sinna þar miklu starfi til að geta gengið í skóla. Fékk aldrei nóg að borða. Hann kenndi mér að klára af disknum mínum og vera þakklát fyrir matinn. Ég bý að þeim forða alla tíð. Heilsukokkurinn eiginmaðurinn minn er að vinna á þessum forða en það gengur hægt.“ „Mér var kennt vegna þessara aðstæðna að vera dugleg og úrræðagóð. Ég segi það þó það sé ekki alveg rétt að ég tók það svo alvarlega að ég varð eiginlega fjárhagslega sjálfstæð frá tólf þrettán ára aldri. Það var bara það lítið til heima hjá mér að ég lærði bara að vinna, að vera dugleg og finna lausnir,“ segir Halla og nefnir sem dæmi að ekki voru til peningar á heimili hennar til að hún gæti sótt nám í Bandaríkjunum eins og hana dreymdi um. „Þá fór ég og sótti um mismunandi styrki og störf í boði fyrir útlendinga. Ég endaði sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðsins í Alabama. Þannig vann ég fyrir mér.“Sturla Jónsson vill leiðrétta viðskiptabann Íslands gagnvart Rússum með samtali við Vladimir PútínVísir/Anton BrinkMálkunnug Hillary ClintonForseti Íslands þarf starfs síns vegna að tala máli Íslands á alþjóðavettvangi og funda með þjóðhöfðingjum. Halla Tómasdóttir er málkunnug Hillary Clinton en hún tók þátt í pallborðsumræðum sem Hillary stjórnaði árið 2013. Aðspurð hvaða þjóðhöfðingja henni þætti gaman að hitta stendur ekki á svörum. „Ég held að ég myndi vilja hitta Justin Trudeau fyrst [forsætisráðherra Kanada]. Mér finnst hann standa fyrir allt það sem ég horfi til í fari leiðtoga og leggja áherslu á það sem ég trúi á sem er annarsvegar sjálfbærnimál og hinsvegar jafnréttismál.“ „Ég tel að við eigum að velja okkur mál sem við stöndum okkur vel í og eigum innistæðu fyrir og tala fyrir því á alþjóðavettvangi. Það mál sem ég vil setja á oddinn er kynjajafnrétti en ég vil líka að við setjum á oddinn jafnrétti fyrir alla. Að fjárhagsleg staða ráði aldrei för fyrir þau tækifæri sem eru til í íslensku samfélagi og séum sér á báti hvað það varðar.“ Guðna finnst ótímabært að svara spurningunni um það hvaða þjóðhöfðingja hann langi að hitta enda Bessastaðir ekki í höfn. Hann er aftur á móti þeirrar skoðunar að forseti Íslands eigi að tala fyrir sterku velferðarsamfélagi á alþjóðavettvangi. „En svo lærum við líka af því sem miður fór. Það var gengið of langt í aðdraganda hruns í lýsingum á meintum yfirburðum Íslendinga. Þar þarf forseti að gæta sín og læra af reynslunni. Við eigum að vera stolt af sögunni og okkar samfélagi en við eigum ekki að rasa um ráð fram og við eigum ekki að monta okkur.“Forsetaframbjóðendurnir eru sammála um að setja þurfi siðareglur fyrir embættið. Vísir/Anton BrinkVill hitta PútínSturla aftur á móti hefur mikinn áhuga á að hitta Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Það er út af þessum málum sem er búið að gera hér í landinu og viðskiptahagsmunir og annað. Ég myndi vilja setjast niður og ræða þau mál. Ég er ekki sammála þessu viðskiptabanni sem er í gangi. Þarna eru menn búnir að vega að hagsmunum okkar með því að vera samferða í þessu viðskiptabanni. Þessvegna myndi ég vilja eiga fund með Pútín til að athuga hvort ekki væri hægt að koma þessum viðskiptum á aftur. Því að okkur vantar gjaldeyri, okkur vantar þetta allt í vegina okkar og spítalann og svo framvegis.“Þú vilt þá taka fjárhagslega hagsmuni Íslands og setja þá ofar alþjóðlegum skuldbindingum okkar eða jafnvel sterkum skilaboðum til Rússlands um að innrásin á Krímskaga hafi ekki verið í lagi eða að mannréttindabrot gegn samkynhneigðum séu ekki í lagi?„Það er ekkert af þeim í lagi og ef þú byrjar að horfa inn á við, hér á Íslandi, þá er þetta allt í gangi sem þú ert að tala um.“Hvað áttu við?„Mannréttindabrotin“Hér á Íslandi?„Já þú talaðir um samkynhneigða. Mannréttindi þeirra hér á Íslandi, þetta er allt mölbrotið. Afhverju lögum við ekki til heima hjá okkur og förum svo keik út í heim og segjum, sjáið hvað við erum að gera gott hér á Íslandi. Í stað þess að vaða út í heim og segja að þið þurfið að laga og gera svona og hinsegin en þið getið ekki bent heim til þín og sagt, sjáið hverng þetta er hjá okkur.“Ég get ekki varist því að benda á að mannréttindi samkynhneigðra á Íslandi eru auðvitað langtum betri en mannréttindi samkynhneigðra í Rússlandi. Þetta er tvennt ólíkt.„Er það eitthvað réttlæti í því að þau séu ekki bara alveg í lagi?“Að sjálfsögðu ekki en mannréttindi kvenna á Íslandi eru ekki 100 % í lagi heldur.„Við virðum ekki stjórnarskrána okkar. Það er stóra málið. Það er það sem við eigum að gera alla leið svo við getum farið keik út í heim til þess að vera fyrirmynd sem við erum alltaf að tala um að vera. Ég vill ekki vera það sem ég er ekki,“ segir Sturla.Spara í íburðiÁrlega koma upp spurningar í fjölmiðlum eða á Alþingi um kostnað við forsetaembættið. Halla og Guðni stíga varlega til jarðar í að fullyrða um sparnað hjá embættinu. „Það eru örugglega tækifæri til að spara já. Ég get sagt það að mitt besta sparnaðarráð er að ég er svo vel gift, ég er gift kokki, sem eldar afskaplega góðan mat. Það var ein vinkona mín sem sagði að ef hann Bjössi gæti bara eldað fyrir þjóðina þá væri engin spurning hvert atkvæðin færu,“ segir Halla. Hún segist sjálf aldrei hafa vanist mikilli aðstoð ritara eða þvíumlíkt og vilji skoða að spara hjá embættinu. Guðni bendir á að forsetaembættið hafi ekki vaxið mikið undanfarin ár í kostnaði miðað við margt annað hjá ríkinu. „Ég tel að þegar á heildina er litið hafi embætti forseta Íslands verið ágætlega rekið og Ólafur Ragnar Grímsson eigi hrós skilið þar og hans góða starfslið og allir sem á Bessastöðum vinna. En ráðdeild er auðvitað það sem við eigum að temja okkur og ég hef aldrei vanist neinum íburði af nokkru tagi og myndi síst af öllu vilja fara að skipta um kúrs á þessu stigi í mínu lífi.“ Eins og Guðni hefur áður sagt stendur til að hjóla með börnin í skólann, þau fá ekki far með einkabílstjóranum. „Okkur hefur tekist frá lýðveldisstofnun að ljá þessu embætti þann virðingarblæ sem það þarf en samt hafa forsetar íslands verið alþýðlegir. Ásgeir Ásgeirsson fór alltaf í sundlaugarnar og var bara einn af hinum. Einu forrréttindin voru þau að hann fékk alltaf sama hornklefann, forsetinn átti þann klefa, annars var hann bara einn af okkur. Svo gerðist það eitt sinn að forseti var að renna í hlað við laugarnar að það hljóp til hans óðamála tíu ára strákur og sagði: „Forseti, forseti ef þú drífur þig inn núna kemstu ókeypis inn! Hún þurfti að bregða sér frá, stelpan í afgreiðslunni.“ Og Ásgeir hló við. Þannig að við höfum notið þess að forsetar okkar hafa staðið sig vel á forsetastóli, þeir hafa verið einir af okkur en um leið sýnt umheiminum fram á að hér býr þjóð meðal þjóða og forseti getur staðið jafnfætir konungum, drottningum og öðrum þjóðhöfðingjum.“ Sturla vill hins vegar skera rækilega niður hjá embættinu. „Tölur límast á höfuð mitt. Ég er búinn að láta það frá mér að við höfum ekkert að gera við forseta sem dvelur yfir 200 daga erlendis á ári. Það komu tölur núna út sem Barni Benediktsson gaf út að það fóru 268 milljónir í veisluhöld fyrir Bessastaði. Ég er nú ekki alveg á því að við þurfum að vera með veislur upp á 800 þúsund krónur á dag að meðaltali yfir árið.“ Guðni grípur inn í. „Heldurðu að það sé rétt Sturla? 800 þúsund krónur á dag á Bessastöðum?“ Og Sturla heldur áfram. „Ef Þú deilir í 365, þetta eru peningar sem Bjarni Benediktsson lét út úr sér, þetta eru ekki mínar tölur. Þannig að já það er klárlega hægt að skoða þetta. Það sem að Guðni kom inn á áðan að heilsa upp á drottningar og kónga, þetta kostar allt saman. Ég vil bara snúa þessu embætti algjörlega við. Forseti sem er hér, það er alveg nóg fyrir hann að vera kannski 10, 20 eða 30 daga erlendis. Það er alveg yfirdrifið. Svo á hann bara að sinna fólkinu í landinu. Það er fólkið í landinu sem kýs hann en ekki kóngarnir eða drottningarnar úti í heimi.“ Vert er að taka fram að samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2016 renna 262,4 milljónir úr ríkissjóði til Embætti forseta Íslands í heild sinni. Einföld leit á internetinu skilar ekki niðurstöðum sem benda til þess að Bjarni Benediktsson hafi sagt að 268 milljónir færu í veisluhöld á Bessastöðum. Starfsmaður forsetaembættisins sem Fréttastofa 365 ræddi við sagði að heldur hefði dregið úr veisluhöldum á Bessastöðum nú í seinni tíð.Opnari BessastaðirSturla bendir á að forsetinn þurfi ekki að ferðast erlendis til að eiga fundi með þjóðhöfðingjum. „Hann getur bara verið á Skype með öllum. Þá erum við búin að leysa það.“ Og talandi um að nútímavæða embættið. Hvað myndi Guðni gera til að færa forsetaembættið inn í 21. Öldina? „Forsetaembættið er með ágætis heimasíðu en hvort forseti eigi að fara á Snapchat og Twitter skal ég nú ekki segja um. En forseti þarf að fylgjast með“Þú ert á facebook, myndir þú hætta því ef þú yrðir forseti?„Nei en ég myndi haga því aðeins öðruvísi. Forseti getur ekki valið sér vini og embættið er annars eðlis en facebook síða einstaklings í landinu. Ég verð að viðurkenna samt að ég hafði ekki hugsað út í þetta með facebook síðuna mína, hvort að hún lokist eða ekki. Við verðum bara að sjá til. Ég er núna í því að afla fylgis við mig og mín sjónarmið og hef ekki svona miklar áhyggjur af því hvort facebook síðan fari eða komi.“Kannski er hún góð leið til að vera í tengslum við fólkið í landinu?„Að sjálfsögðu. Justin Trudeau er mjög öflugur á samskiptamiðlum. Þjóðhöfðingjar eiga að vera í mjög nánum tengslum við fólkið í landinu. Bessastaðir eiga að vera mjög opnir.“ Undir þetta tekur Halla. „Ég er búin að tala mikið um opnari Bessastaði frá því að ég tilkynnti mitt framboð. Mig langar til þess að bjóða börnin velkomin reglulega á Bessastaði, sjá þær fornminjar og lýðræðissögu sem þar er. Ég sé fyrir mér menningaratburði og tónleika í túninu á Bessatöðum og jafnvel fjölskyldudaga.“ Í kosningabaráttunni hitti Halla konu sem bjó á Álftanesi á níunda áratugnum. „Þetta var fyrir strætóferðir svo hún var oft að húkka eins og krakkar gerðu á þessum tíma. Iðulega tók Vigdís hana upp í bílinn og hún fékk far. Það er eitthvað fallegt við þetta þannig að ég vil tala fyrir þessari tegund og nálgun á embættið.“ Alþingi Föstudagsviðtalið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Halla Tómasdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sturla Jónsson mættust í föstudagsviðtali Fréttablaðsins þessa vikuna. Það verður með breyttu sniði næstu þrjár vikurnar. Markmiðið er að kynnast betur því fólki sem er í kjöri til embættis forseta Íslands. Sturlu Jónsson þekkja margir sem vörubílstjóra sem hefur barist fyrir réttlátara samfélagi frá því fyrir efnahagshrun. Hann hefur boðið sig fram þrisvar sinnum til áhrifa. „Já en ekki í forsetaframboði. Ég hef aldrei farið í það áður. Ég byrjaði árið 2009, þá var allt að gerast hér í samfélaginu og mikið að ganga á. Ég álpast inn á fundi á stjórnmálasamtökum og fer að elta þá fundi til að reyna að ná tali af þessu fólki sem að stjórnar lífi okkar. Fá svör og annað slíkt, það endaði með því að ég var kominn í framboð fyrir flokk sem að hrundi á endanum, Frjálslynda flokkinn.Halla Tómasdóttir segist vilja vera fyrirliði í íslensku samfélagiVísir/Anton BrinkBræðurnir sem spiluðu bridds og íslenska þjóðinHalla Tómasdóttir er rekstrarhagfræðingur en starfar í dag við ráðgjöf og fræðslu. Hún kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, setti þar á fót stjórnendaskóla og símenntunardeild, auk þess að kenna við skólann. Hún leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna og var síðar annar stofnenda Auðar Capital. Halla var einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem hrinti í framkvæmd Þjóðfundinum árið 2009 þar sem grunngildi samfélagsins voru rædd. Halla segir sögu úr uppvextinum sem fylgir henni í framboð til embættis forseta Íslands. „Ég hef aldrei haft svo sem nein sérstök afskipti af stjórnmálum en ég hef alltaf látið samfélagið mig varða. Það kemur eiginlega frá pabba og bræðrum hans sem að misstu foreldra sína mjög ungir og voru sendir á sitt hvern staðinn til að alast upp. Þeir kynnast ekki fyrr en þeir eru fullorðnir og þá við briddsborðið. Þá sátu þeir þarna fjórir bræðurnir við briddsborðið heima öll mánudagskvöld. Ræddu hvert einasta samfélagsmál út frá fjórum ólíkum pólitískum vinklum vegna þess að þeir ólust upp á sitt hverju heimilinu. Þakið ætlaði stundum af húsinu og það var mikið tekist á. En alltaf var mætt aftur næsta mánudag vegna þess að það var eitthvað mikilvægara sem sameinaði þá. Að vera bræður, að tilheyra fjölskyldu." Halla notar þessa líkingu fyrir ástandið í íslensku samfélagi. „Við erum búin að takast á og rífast og vera mjög sundurleit og skipa okkur í lið svo lengi Það er eins og við höfum gleymt grunninum sem sameinar okkur,“ segir Halla og segist vilja vera fyrirliði í íslensku samfélagi sem sameinast um góð gildi. „ Þar sem við berum virðingu fyrir hvert fyrir öðru öðru. Ég fer svolítið í ræturnar, að það sé í lagi að tala saman, jafnvel stundum þannig að það sé hátt og þakið ætli af eins lengi og við að því loknu tökum utan um hvort annað og munum að það er eitthvað annað sem er dýpra og sameinar.“Forsetinn á að vera glaðurGuðni Th. Jóhannesson er sagnfræðingur að mennt og kláraði doktorspróf við Oxford á Englandi. Hann hefur búið erlendis í samtals átta ár, að mestu við nám en hann vann líka í Noregi við að smíða olíuborpalla. Guðni hefur ákveðna sýn og fastmótaðar hugmyndir um það hvernig á að gegna embætti forseta Íslands. Þegar hann fann fyrir miklum stuðningi fólks ákvað hann að láta slag standa. „Mér finnst að forseti Íslands eigi að standa utan fylkinga, utan stjórnmálaflokka. Hann eigi að sameina frekar en sundra. Hann eigi að vera bjartsýnn og horfa glaður fram á veg. Hann á ekki að hafa allt á hornum sér. En um leið á hann að standa með báða fætur á jörðinni. Hann á að vera stoltur af landi og þjóð en ekki drambsamur, leiða mál til lykta. Hjálpa okkur í því góða og mikla verkefni að búa hér til ögn betra samfélag í dag en það var í gær. Styðja góð mál, styðja þá sem minna mega sín. Styðja þá sem hingað koma, harðduglegt fólk sem vill láta gott af sér leiða. Vera aflvaki góðra breytinga,“ segir hann og segir ekki annað að gera en sjá hvað setur.Guðni Th. Jóhannesson mælist langefstur frambjóðenda í öllum skoðanakönnunum þessi dægrin. Vísir/Anton BrinkÞræddi fundi ungliðahreyfingaGuðni hefur alltaf haft brennandi áhuga á stjórnmálum. Á menntaskólaárunum gekk hann á milli funda misjafnra fylkinga. „Ég var dag eftir dag að fylgjast með umræðum. Þræddi ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Fór á fund uppi í Valhöll og sat meira að segja þann voðalega stjórnmálaskóla Alþýðuflokksins og mætti á fundi hjá Alþýðubandalaginu sem þá var og hét þar sem internationalinn var sunginn og mikið fjör. Svo fann ég bæði þá og alla tíð að ég vildi ekki vinna í ákveðnum stjórnmálaflokki. Ég vildi kynna mér málefnin, svo vildi ég skrifa um þau, rannsaka þau og þannig fann ég þessum áhuga farveg.“Vilja öll siðareglurSíðustu vikur hafa verið miklar umræður um siðareglur ríkisstjórnarinnar. Guðni, Sturla og Halla telja öll mikilvægt að setja siðareglur. Halla segir gagnsæi um störf og vinnureglur lykilatriði. „Ég hef farið fyrir því þar sem ég hef unnið í fyrirtækjum að slíkar reglur séu settar fyrir stjórnir og starfsemi fyrirtækja. Ég myndi sjálf telja að forseti ætti ekki sjálfur, hver sem hann eða hún er, að setja þessar reglur heldur fá til þess, til dæmis Siðfræðistofnun Háskóla íslands eða Festu miðstöð samfélagslegrar ábyrgðar í Háskólanum í Reykjavík, sem dæmi, til þess að að vinna í hópi að setningu þessara siðareglna. Þar myndi ég segja að lykilatriði sé gagnsæi um störf embættisins og vinnureglur í kringum þá hluti sem eru núna óljósir og verið að takast á um í stjórnarskrá. Þannig að fólk viti að hverju gengur og það sé ekki mikill geðþótti sem ræður för og varða það hvernig embættið fer fram.“Forsetinn á ekki að þvælast í einkaflugvélarSturlu finnst þetta ekki flókið. „Forsetinn á ekki að þvælast upp í einkaflugvélar hjá mönnum sem eru með milljarða í höndunum og fljúga með hann um allar trissur. Þetta er ekkert flóknara siðgæði en hjá okkur venjulega fólkinu. Hann á bara að fara eftir því og þeim starfsreglum sem um hann gilda í stjórnarskránni og hann á ekkert að fara út fyrir þær. Ef að almenningi finnst hann vera að gera eitthvað annað þá þarf að skoða það. Það þykir ekki mjög heppilegt, hvort sem það eru ráðherrar eða forseti sjálfur séu að vasast inni í fyrirtæki eða að þeir séu að þvælast með forstjórum. Hann á að vera fyrir fólkið sjálft ekki forstjóra fyrirtækja,“ segir hann. Guðni telur forsætisráðuneyti geta haft frumkvæði að reglum fyrir forseta „Við getum haft til hliðsjónar siðareglur fyrir alþingismenn, siðareglur fyrir ráðherra. Forseti á að vera ærlegur og heiðarlegur. Ég myndi segja að það sé ekki í verkarhing forseta að setja siðareglur um sjálfan sig. Forsætisráðuneyti gæti haft þar frumkvæði, forseta ætti að láta sér það vel líka.“Forsetaframbjóðendurnir á kappræðum í Háskólanum í Reykjavík í gær. Vísir/Anton BrinkVill víðtæka sáttSpurð hvort hún styðji frekar tillögur stjórnlagaráðs eða stjórnarskrárnefndar um breytta stjórnarskrá segir Halla mikilvægt að það ríki um sátt um stjórnarskrána. „Ég er auðvitað mjög mikil stuðningsmanneskja þess ferlis sem fór í gang í kringum stjórnlagaráð. Ég er komin á þá niðurstöðu að forseti eigi að fara varlega í að taka sér stöðu með öðru hvoru gegn hinu og frekar að leiða fólk saman því það skiptir sköpum að það ríki víðtæk sátt um þá stjórnarskrá sem samþykkt er. Þetta er grunnurinn að okkar samfélagssáttmála. Ég held að það sé skynsamlegt að gera þetta í tveimur skrefum. Að byrja á því að ná í gegn þessum umdeildu og brýnu stóru málum.Þá er ég að tala um auðlindaákvæðið, náttúruvernd. Ég er að tala um hvernig skal fara með beint lýðræði og atkvæðisrétt og jöfnun atkvæðisrétt. Þessi stóru mál.“ Halla segir þörf á því að færa stjórnarskrána til nútímans. „Koma henni í orðalag og nútímamáta sem ekki þurfa að standa deilur um vegna þess að það þurfi lögfrótt fólk til að túlka það. Það skiptir máli að stjórnarskráin sé skýr. Auðvitað er þetta lögfræði. En í grunninn er þetta samfélagssáttmáli sem fólkið í landinu þarf bara að skilja. Það eiga að mínu mati ekki að vera svona mikil tækifæri til að túlka það og teygja með svo mismunandi hætti. Skýrar leikreglur er eitthvað sem ég tala fyrir.“ Guðni vill heldur ekki stilla upp andstæðum kostum. „Ég tel að við ættum ekki stilla þessu upp svona og við Halla heyrist mér, erum á svipuðum slóðum. Það eru þing og þjóð sem breytir stjórnarskrá á Íslandi. Við kjósendur veljum okkur fulltrúa á þing. Þar liggur stjórnarskrárvaldið. Hjá okkur og fulltrúunum sem við veljum. Ekki hjá forseta,“ segir hann en bendir á að hann hafi hvatt til þess að Íslendingar fái í stjórnarskrá ákvæði um beint lýðræði. „Ákvæði sem heimilar tilteknum fjölda kjósenda að knýja fram þjóðaratkvæði um lög þingsins. Þetta finnst mér að lúti með beinum hætti að forseta. Því forseti hefur nú einn þann rétt að vísa málum til þjóðarinnar. Ég held það sé skynsamlegt að fólkið sjálft geti virkjað þennan rétt. Svo eru önnur ákvæði stjórnarskrárnefndar og stjórnlagaráðs sem horfa til framfara. Það eru ákvæði um náttúruvernd, auðlindir í þjóðareigu og forseti á að tala máli jákvæðra breytinga í þessum efnum. Og aftur tek ég undir með Höllu, völd og verksvið forseta mætti skýra betur í stjórnarskrá,“ segir Guðni. Misstu bæði atvinnunaHalla, Guðni og Sturla eiga margt sammerkt. Þau eiga það sameiginlegt að hafa þurft að harka á einhverjum tímapunkti í lífi sínu, þó Guðni og Halla taki það fram að þau þurfi ekki að líða neinn skort. Sturla segist hins vegar þekkja fátækt vel. „Ég hef verið í sömu sporum og margir aðrir, ég þurfti að reyna fyrir mér á erlendum vettvangi til þess að hafa ofan í okkur. Ég fór út en konan varð eftir. Það var í tæpt ár til að halda fjölskyldunni á floti. Það eru mín hagsmunatengsl. Ég var með rekstur og honum var stolið eins og af þúsundum annarra. Það er tapað og verður ekki bætt,“ segir Sturla. Guðni og eiginkona hans misstu bæði vinnuna eftir efnahagshrunið en tókst að komast á réttan kjöl. „Ég hef aldrei lent í þeim mikla vanda sem Sturla var að lýsa hér, að missa allt mitt en ég missti vinnuna og Eliza reyndar líka í kjölfar hrunsins og það er ekkert grín. En okkur tókst að halda sjó og borga af húsinu og af öllum lánunum. Nú kvarta ég ekki og veit að margir lentu miklu verr í hruninu en ég þótt svona hafi farið í það skiptið hjá okkur. Sárafátækt þekki ég ekki á eigin skinni, blessunarlega.“ Halla greinir frá því hversu hart hún lagði að sér við að komast í nám til Bandaríkjanna. Hún kom sér að ytra sem framkvæmdastjóri bandarísks fótboltaliðs til þess að eiga fyrir salti í grautinn. „Pabbi varð munaðarlaus mjög ungur. Átta ára var hann orðinn vinnumaður í sveit og þurfti að sinna þar miklu starfi til að geta gengið í skóla. Fékk aldrei nóg að borða. Hann kenndi mér að klára af disknum mínum og vera þakklát fyrir matinn. Ég bý að þeim forða alla tíð. Heilsukokkurinn eiginmaðurinn minn er að vinna á þessum forða en það gengur hægt.“ „Mér var kennt vegna þessara aðstæðna að vera dugleg og úrræðagóð. Ég segi það þó það sé ekki alveg rétt að ég tók það svo alvarlega að ég varð eiginlega fjárhagslega sjálfstæð frá tólf þrettán ára aldri. Það var bara það lítið til heima hjá mér að ég lærði bara að vinna, að vera dugleg og finna lausnir,“ segir Halla og nefnir sem dæmi að ekki voru til peningar á heimili hennar til að hún gæti sótt nám í Bandaríkjunum eins og hana dreymdi um. „Þá fór ég og sótti um mismunandi styrki og störf í boði fyrir útlendinga. Ég endaði sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðsins í Alabama. Þannig vann ég fyrir mér.“Sturla Jónsson vill leiðrétta viðskiptabann Íslands gagnvart Rússum með samtali við Vladimir PútínVísir/Anton BrinkMálkunnug Hillary ClintonForseti Íslands þarf starfs síns vegna að tala máli Íslands á alþjóðavettvangi og funda með þjóðhöfðingjum. Halla Tómasdóttir er málkunnug Hillary Clinton en hún tók þátt í pallborðsumræðum sem Hillary stjórnaði árið 2013. Aðspurð hvaða þjóðhöfðingja henni þætti gaman að hitta stendur ekki á svörum. „Ég held að ég myndi vilja hitta Justin Trudeau fyrst [forsætisráðherra Kanada]. Mér finnst hann standa fyrir allt það sem ég horfi til í fari leiðtoga og leggja áherslu á það sem ég trúi á sem er annarsvegar sjálfbærnimál og hinsvegar jafnréttismál.“ „Ég tel að við eigum að velja okkur mál sem við stöndum okkur vel í og eigum innistæðu fyrir og tala fyrir því á alþjóðavettvangi. Það mál sem ég vil setja á oddinn er kynjajafnrétti en ég vil líka að við setjum á oddinn jafnrétti fyrir alla. Að fjárhagsleg staða ráði aldrei för fyrir þau tækifæri sem eru til í íslensku samfélagi og séum sér á báti hvað það varðar.“ Guðna finnst ótímabært að svara spurningunni um það hvaða þjóðhöfðingja hann langi að hitta enda Bessastaðir ekki í höfn. Hann er aftur á móti þeirrar skoðunar að forseti Íslands eigi að tala fyrir sterku velferðarsamfélagi á alþjóðavettvangi. „En svo lærum við líka af því sem miður fór. Það var gengið of langt í aðdraganda hruns í lýsingum á meintum yfirburðum Íslendinga. Þar þarf forseti að gæta sín og læra af reynslunni. Við eigum að vera stolt af sögunni og okkar samfélagi en við eigum ekki að rasa um ráð fram og við eigum ekki að monta okkur.“Forsetaframbjóðendurnir eru sammála um að setja þurfi siðareglur fyrir embættið. Vísir/Anton BrinkVill hitta PútínSturla aftur á móti hefur mikinn áhuga á að hitta Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Það er út af þessum málum sem er búið að gera hér í landinu og viðskiptahagsmunir og annað. Ég myndi vilja setjast niður og ræða þau mál. Ég er ekki sammála þessu viðskiptabanni sem er í gangi. Þarna eru menn búnir að vega að hagsmunum okkar með því að vera samferða í þessu viðskiptabanni. Þessvegna myndi ég vilja eiga fund með Pútín til að athuga hvort ekki væri hægt að koma þessum viðskiptum á aftur. Því að okkur vantar gjaldeyri, okkur vantar þetta allt í vegina okkar og spítalann og svo framvegis.“Þú vilt þá taka fjárhagslega hagsmuni Íslands og setja þá ofar alþjóðlegum skuldbindingum okkar eða jafnvel sterkum skilaboðum til Rússlands um að innrásin á Krímskaga hafi ekki verið í lagi eða að mannréttindabrot gegn samkynhneigðum séu ekki í lagi?„Það er ekkert af þeim í lagi og ef þú byrjar að horfa inn á við, hér á Íslandi, þá er þetta allt í gangi sem þú ert að tala um.“Hvað áttu við?„Mannréttindabrotin“Hér á Íslandi?„Já þú talaðir um samkynhneigða. Mannréttindi þeirra hér á Íslandi, þetta er allt mölbrotið. Afhverju lögum við ekki til heima hjá okkur og förum svo keik út í heim og segjum, sjáið hvað við erum að gera gott hér á Íslandi. Í stað þess að vaða út í heim og segja að þið þurfið að laga og gera svona og hinsegin en þið getið ekki bent heim til þín og sagt, sjáið hverng þetta er hjá okkur.“Ég get ekki varist því að benda á að mannréttindi samkynhneigðra á Íslandi eru auðvitað langtum betri en mannréttindi samkynhneigðra í Rússlandi. Þetta er tvennt ólíkt.„Er það eitthvað réttlæti í því að þau séu ekki bara alveg í lagi?“Að sjálfsögðu ekki en mannréttindi kvenna á Íslandi eru ekki 100 % í lagi heldur.„Við virðum ekki stjórnarskrána okkar. Það er stóra málið. Það er það sem við eigum að gera alla leið svo við getum farið keik út í heim til þess að vera fyrirmynd sem við erum alltaf að tala um að vera. Ég vill ekki vera það sem ég er ekki,“ segir Sturla.Spara í íburðiÁrlega koma upp spurningar í fjölmiðlum eða á Alþingi um kostnað við forsetaembættið. Halla og Guðni stíga varlega til jarðar í að fullyrða um sparnað hjá embættinu. „Það eru örugglega tækifæri til að spara já. Ég get sagt það að mitt besta sparnaðarráð er að ég er svo vel gift, ég er gift kokki, sem eldar afskaplega góðan mat. Það var ein vinkona mín sem sagði að ef hann Bjössi gæti bara eldað fyrir þjóðina þá væri engin spurning hvert atkvæðin færu,“ segir Halla. Hún segist sjálf aldrei hafa vanist mikilli aðstoð ritara eða þvíumlíkt og vilji skoða að spara hjá embættinu. Guðni bendir á að forsetaembættið hafi ekki vaxið mikið undanfarin ár í kostnaði miðað við margt annað hjá ríkinu. „Ég tel að þegar á heildina er litið hafi embætti forseta Íslands verið ágætlega rekið og Ólafur Ragnar Grímsson eigi hrós skilið þar og hans góða starfslið og allir sem á Bessastöðum vinna. En ráðdeild er auðvitað það sem við eigum að temja okkur og ég hef aldrei vanist neinum íburði af nokkru tagi og myndi síst af öllu vilja fara að skipta um kúrs á þessu stigi í mínu lífi.“ Eins og Guðni hefur áður sagt stendur til að hjóla með börnin í skólann, þau fá ekki far með einkabílstjóranum. „Okkur hefur tekist frá lýðveldisstofnun að ljá þessu embætti þann virðingarblæ sem það þarf en samt hafa forsetar íslands verið alþýðlegir. Ásgeir Ásgeirsson fór alltaf í sundlaugarnar og var bara einn af hinum. Einu forrréttindin voru þau að hann fékk alltaf sama hornklefann, forsetinn átti þann klefa, annars var hann bara einn af okkur. Svo gerðist það eitt sinn að forseti var að renna í hlað við laugarnar að það hljóp til hans óðamála tíu ára strákur og sagði: „Forseti, forseti ef þú drífur þig inn núna kemstu ókeypis inn! Hún þurfti að bregða sér frá, stelpan í afgreiðslunni.“ Og Ásgeir hló við. Þannig að við höfum notið þess að forsetar okkar hafa staðið sig vel á forsetastóli, þeir hafa verið einir af okkur en um leið sýnt umheiminum fram á að hér býr þjóð meðal þjóða og forseti getur staðið jafnfætir konungum, drottningum og öðrum þjóðhöfðingjum.“ Sturla vill hins vegar skera rækilega niður hjá embættinu. „Tölur límast á höfuð mitt. Ég er búinn að láta það frá mér að við höfum ekkert að gera við forseta sem dvelur yfir 200 daga erlendis á ári. Það komu tölur núna út sem Barni Benediktsson gaf út að það fóru 268 milljónir í veisluhöld fyrir Bessastaði. Ég er nú ekki alveg á því að við þurfum að vera með veislur upp á 800 þúsund krónur á dag að meðaltali yfir árið.“ Guðni grípur inn í. „Heldurðu að það sé rétt Sturla? 800 þúsund krónur á dag á Bessastöðum?“ Og Sturla heldur áfram. „Ef Þú deilir í 365, þetta eru peningar sem Bjarni Benediktsson lét út úr sér, þetta eru ekki mínar tölur. Þannig að já það er klárlega hægt að skoða þetta. Það sem að Guðni kom inn á áðan að heilsa upp á drottningar og kónga, þetta kostar allt saman. Ég vil bara snúa þessu embætti algjörlega við. Forseti sem er hér, það er alveg nóg fyrir hann að vera kannski 10, 20 eða 30 daga erlendis. Það er alveg yfirdrifið. Svo á hann bara að sinna fólkinu í landinu. Það er fólkið í landinu sem kýs hann en ekki kóngarnir eða drottningarnar úti í heimi.“ Vert er að taka fram að samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2016 renna 262,4 milljónir úr ríkissjóði til Embætti forseta Íslands í heild sinni. Einföld leit á internetinu skilar ekki niðurstöðum sem benda til þess að Bjarni Benediktsson hafi sagt að 268 milljónir færu í veisluhöld á Bessastöðum. Starfsmaður forsetaembættisins sem Fréttastofa 365 ræddi við sagði að heldur hefði dregið úr veisluhöldum á Bessastöðum nú í seinni tíð.Opnari BessastaðirSturla bendir á að forsetinn þurfi ekki að ferðast erlendis til að eiga fundi með þjóðhöfðingjum. „Hann getur bara verið á Skype með öllum. Þá erum við búin að leysa það.“ Og talandi um að nútímavæða embættið. Hvað myndi Guðni gera til að færa forsetaembættið inn í 21. Öldina? „Forsetaembættið er með ágætis heimasíðu en hvort forseti eigi að fara á Snapchat og Twitter skal ég nú ekki segja um. En forseti þarf að fylgjast með“Þú ert á facebook, myndir þú hætta því ef þú yrðir forseti?„Nei en ég myndi haga því aðeins öðruvísi. Forseti getur ekki valið sér vini og embættið er annars eðlis en facebook síða einstaklings í landinu. Ég verð að viðurkenna samt að ég hafði ekki hugsað út í þetta með facebook síðuna mína, hvort að hún lokist eða ekki. Við verðum bara að sjá til. Ég er núna í því að afla fylgis við mig og mín sjónarmið og hef ekki svona miklar áhyggjur af því hvort facebook síðan fari eða komi.“Kannski er hún góð leið til að vera í tengslum við fólkið í landinu?„Að sjálfsögðu. Justin Trudeau er mjög öflugur á samskiptamiðlum. Þjóðhöfðingjar eiga að vera í mjög nánum tengslum við fólkið í landinu. Bessastaðir eiga að vera mjög opnir.“ Undir þetta tekur Halla. „Ég er búin að tala mikið um opnari Bessastaði frá því að ég tilkynnti mitt framboð. Mig langar til þess að bjóða börnin velkomin reglulega á Bessastaði, sjá þær fornminjar og lýðræðissögu sem þar er. Ég sé fyrir mér menningaratburði og tónleika í túninu á Bessatöðum og jafnvel fjölskyldudaga.“ Í kosningabaráttunni hitti Halla konu sem bjó á Álftanesi á níunda áratugnum. „Þetta var fyrir strætóferðir svo hún var oft að húkka eins og krakkar gerðu á þessum tíma. Iðulega tók Vigdís hana upp í bílinn og hún fékk far. Það er eitthvað fallegt við þetta þannig að ég vil tala fyrir þessari tegund og nálgun á embættið.“
Alþingi Föstudagsviðtalið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira