Skrýtin svör og starfsaðferðir Landverndar Hans Kristjánsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Fannborg ehf., sem sér um rekstur hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, hefur síðustu 15 ár lagt bæði fé og vinnustundir í að hreinsa og fegra það umhverfi sem það starfar í. Fyrirtækið hefur haft forgöngu um hreinsun Kjalvegar og nágrennis. Það hefur tekið til í fjallgarðinum eftir útgerð Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum og nú er svo komið að svæðið, eftir áralöng verkefni í þá veru, er hreint og fallegt og ferðamönnum til yndisauka. Rannsóknir meðal ferðamanna á svæðinu staðfesta það. Fyrirtækið Fannborg er um 90% sjálfbært með rafmagn og vatn. Fyrirtækið flokkar sorp og flytur að sorpstöð á Flúðum. Fannborg er komið langt með að uppfylla skilyrði Hvíta svansins (vistvæn vottun) í rekstri. Fannborg hefur lagt rafmagnsstreng frá vatnsaflsvirkjun sinni í jörðu þannig að sjónmengun er engin. Þannig hefur þetta fyrirtæki ekki aðeins sett náttúru hálendisins í forgang heldur fylgt lögum og reglum um uppbyggingu á svæðinu. Gengist undir aðal-, lands- og svæðisskipulag Hrunamannahrepps og undir öll þau ákvæði sem gilda um rekstur fyrirtækja á hálendi Íslands. Til alls þessa verður því að horfa og þannig hefur þetta fyrirtæki vissa sérstöðu hvað varðar rekstur ferðaþjónustu á hálendinu. Allur rekstur þarf að geta þróast og þroskast út frá kröfum viðskiptavina og af þeim sökum hefur Fannborg hafið framkvæmdir í Kerlingarfjöllum sem lýst er í grein sem birtist á visir.is 26. apríl síðastliðinn. Inntak þeirrar greinar er óánægja Hrunamannahrepps með viðbrögð Landverndar við uppbyggingunni í Kerlingarfjöllum og skyldi engan undra athugasemdir hreppsins. Mér er fullljóst að réttur Landverndar til að kæra fyrirhugaða uppbyggingu er fyrir hendi. En hvað er Landvernd að kæra? Var málið aldrei skoðað í ljósi þeirra staðreynda sem hér að framan hefur verið lýst? Hafa forráðamenn Fannborgar nauðgað landinu í Kerlingarfjöllum á einhvern hátt og stendur eitthvað slíkt til? Nei, alls ekki, enda yfirlýst stefna fyrirtækisins, sem það hefur sýnt í verki síðustu 15 ár, að ganga vel um landið og horfa ríkulega til sjálfbærni í rekstri. Hvað er þá Landvernd, með Snorra Baldursson í forsvari, að kæra? Svör Formanns Landverndar við athugasemdum Hrunamannahrepps dæma sig sjálf. Að beita orðum eins og „bjánalegt“ og að þeir í Landvernd verði að nota þau úrræði sem þeir hafa eru rök sem halda engan veginn. Hefði ekki verið farsælla fyrir málstað Landverndar að skoða málið og forsögu þess betur og ganga í lið með þessu ágæta fyrirtæki, Fannborg. Má velta því fyrir sér hvort starfsaðferðir Landverndar séu ekki barn síns tíma. Hefði ekki verið, bæði gáfulegra og árangursríkara að Landvernd hefði kynnt sér sögu Fannborgar, nýtt sér sérstöðu þess til að marka áherslur og framtíðarsýn um uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendi Íslands. Eða er það yfirlýst stefna Landverndar að ferðaþjónusta á hálendinu sé tímaskekkja?Náttúran er fjöregg fyrirtækisins Fannborg á allt undir þeirri auðlind sem samanstendur af því stórbrotna landslagi og þeirri margbrotnu náttúru sem fyrirtækið starfar í. Náttúran er fjöregg þess og það er því skýr og klár vilji allra eigenda Fannborgar að standa vörð um hana. Annað væri glapræði. Nú horfir í að Kerlingarfjöll verði gerð að friðlandi og jafnvel eftir nokkur ár að þjóðgarði. Að sjálfsögðu styður Fannborg og eigendur fyrirtækisins slík áform. Hvað varðar friðland þá hefur Fannborg m.a. lagt til að svæðið verði stækkað frá upprunalegum áætlunum. Hálendi Íslands er oft kallað auðlind. Ég er þeirrar skoðunar að hálendi Íslands geti aldrei kallast auðlind nema það sé nýtt á einhvern hátt. Fannborg nýtir þessa umræddu auðlind og þjónustar ferðamenn sem vilja skoða og upplifa baráttu elds og íss á svæðinu. Guðmundur frá Miðdal hóf ferðir upp í Kerlingarfjöll um 1934 og nýtti sér svæðið til útvistar og kennslu í fjallamennsku. Hann lýsti fjöllunum á þann veg að „Kerlingarfjöll eru fegurst líparítfjalla á Íslandi. Tindar þeirra væru svo margbreytilegir að þeir minna á austurlensk hof“. Leyfum öllum tegundum ferðamanna að upplifa þessa fegurð hvort sem þeir eru svokallaðir náttúrusinnar eða kallast þjónustusinnar. Leggjum ekki stein í götu fyrirtækis sem hefur sýnt það á undanförnum árum að það ber mikla virðingu fyrir náttúru landsins. Fyrirtækis sem starfar í anda náttúruverndar og hefur sýnt gott fordæmi í uppbyggingu á svæðinu öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á hálendi Íslands til eftirbreytni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fannborg ehf., sem sér um rekstur hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, hefur síðustu 15 ár lagt bæði fé og vinnustundir í að hreinsa og fegra það umhverfi sem það starfar í. Fyrirtækið hefur haft forgöngu um hreinsun Kjalvegar og nágrennis. Það hefur tekið til í fjallgarðinum eftir útgerð Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum og nú er svo komið að svæðið, eftir áralöng verkefni í þá veru, er hreint og fallegt og ferðamönnum til yndisauka. Rannsóknir meðal ferðamanna á svæðinu staðfesta það. Fyrirtækið Fannborg er um 90% sjálfbært með rafmagn og vatn. Fyrirtækið flokkar sorp og flytur að sorpstöð á Flúðum. Fannborg er komið langt með að uppfylla skilyrði Hvíta svansins (vistvæn vottun) í rekstri. Fannborg hefur lagt rafmagnsstreng frá vatnsaflsvirkjun sinni í jörðu þannig að sjónmengun er engin. Þannig hefur þetta fyrirtæki ekki aðeins sett náttúru hálendisins í forgang heldur fylgt lögum og reglum um uppbyggingu á svæðinu. Gengist undir aðal-, lands- og svæðisskipulag Hrunamannahrepps og undir öll þau ákvæði sem gilda um rekstur fyrirtækja á hálendi Íslands. Til alls þessa verður því að horfa og þannig hefur þetta fyrirtæki vissa sérstöðu hvað varðar rekstur ferðaþjónustu á hálendinu. Allur rekstur þarf að geta þróast og þroskast út frá kröfum viðskiptavina og af þeim sökum hefur Fannborg hafið framkvæmdir í Kerlingarfjöllum sem lýst er í grein sem birtist á visir.is 26. apríl síðastliðinn. Inntak þeirrar greinar er óánægja Hrunamannahrepps með viðbrögð Landverndar við uppbyggingunni í Kerlingarfjöllum og skyldi engan undra athugasemdir hreppsins. Mér er fullljóst að réttur Landverndar til að kæra fyrirhugaða uppbyggingu er fyrir hendi. En hvað er Landvernd að kæra? Var málið aldrei skoðað í ljósi þeirra staðreynda sem hér að framan hefur verið lýst? Hafa forráðamenn Fannborgar nauðgað landinu í Kerlingarfjöllum á einhvern hátt og stendur eitthvað slíkt til? Nei, alls ekki, enda yfirlýst stefna fyrirtækisins, sem það hefur sýnt í verki síðustu 15 ár, að ganga vel um landið og horfa ríkulega til sjálfbærni í rekstri. Hvað er þá Landvernd, með Snorra Baldursson í forsvari, að kæra? Svör Formanns Landverndar við athugasemdum Hrunamannahrepps dæma sig sjálf. Að beita orðum eins og „bjánalegt“ og að þeir í Landvernd verði að nota þau úrræði sem þeir hafa eru rök sem halda engan veginn. Hefði ekki verið farsælla fyrir málstað Landverndar að skoða málið og forsögu þess betur og ganga í lið með þessu ágæta fyrirtæki, Fannborg. Má velta því fyrir sér hvort starfsaðferðir Landverndar séu ekki barn síns tíma. Hefði ekki verið, bæði gáfulegra og árangursríkara að Landvernd hefði kynnt sér sögu Fannborgar, nýtt sér sérstöðu þess til að marka áherslur og framtíðarsýn um uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendi Íslands. Eða er það yfirlýst stefna Landverndar að ferðaþjónusta á hálendinu sé tímaskekkja?Náttúran er fjöregg fyrirtækisins Fannborg á allt undir þeirri auðlind sem samanstendur af því stórbrotna landslagi og þeirri margbrotnu náttúru sem fyrirtækið starfar í. Náttúran er fjöregg þess og það er því skýr og klár vilji allra eigenda Fannborgar að standa vörð um hana. Annað væri glapræði. Nú horfir í að Kerlingarfjöll verði gerð að friðlandi og jafnvel eftir nokkur ár að þjóðgarði. Að sjálfsögðu styður Fannborg og eigendur fyrirtækisins slík áform. Hvað varðar friðland þá hefur Fannborg m.a. lagt til að svæðið verði stækkað frá upprunalegum áætlunum. Hálendi Íslands er oft kallað auðlind. Ég er þeirrar skoðunar að hálendi Íslands geti aldrei kallast auðlind nema það sé nýtt á einhvern hátt. Fannborg nýtir þessa umræddu auðlind og þjónustar ferðamenn sem vilja skoða og upplifa baráttu elds og íss á svæðinu. Guðmundur frá Miðdal hóf ferðir upp í Kerlingarfjöll um 1934 og nýtti sér svæðið til útvistar og kennslu í fjallamennsku. Hann lýsti fjöllunum á þann veg að „Kerlingarfjöll eru fegurst líparítfjalla á Íslandi. Tindar þeirra væru svo margbreytilegir að þeir minna á austurlensk hof“. Leyfum öllum tegundum ferðamanna að upplifa þessa fegurð hvort sem þeir eru svokallaðir náttúrusinnar eða kallast þjónustusinnar. Leggjum ekki stein í götu fyrirtækis sem hefur sýnt það á undanförnum árum að það ber mikla virðingu fyrir náttúru landsins. Fyrirtækis sem starfar í anda náttúruverndar og hefur sýnt gott fordæmi í uppbyggingu á svæðinu öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á hálendi Íslands til eftirbreytni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun