Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Ingvar Haraldsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003. fréttablaðið/gva Menn innan S-hópsins svokallaða sem keypti Búnaðarbankann 2003, segjast ekki hafa ástæðu til að ætla að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser hafi verið önnur við kaupin en gefin var út á sínum tíma. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, lagði til á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á mánudaginn að Alþingi myndi skipa rannsóknarnefnd vegna nýrra upplýsinga sem umboðsmanni hefðu borist og varpað gætu ljósi á raunverulega aðkomu þýska bankans að kaupunum á Búnaðarbankanum. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vinnur að þingsályktunartillögu um rannsókn á málinu.„Hefði alveg eins getað hafa verið að kaupa ísbúð“ Lengi hafa verið efasemdir um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum. Þýski bankinn seldi hlut sinn á næstu tveimur árum eftir söluna til aðila innan S-hópsins. Haft er eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, sem var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans við einkvæðinguna, að hann hafi litið svo á að Hauck & Aufhäuser hafi verið fulltrúi fyrir aðra aðila eftir að hafa fundað með fulltrúa þýska bankans. „…maður hitti hann og maður upplifði það að hann hefði alveg eins getað hafa verið að kaupa ísbúð, hann vissi ekkert hvað hann var að kaupa. Það var algjörlega sénslaust að hann hafi verið að leggja svona mikla peninga undir,“ er haft eftir Sigurjóni.„Finnst þér líklegt að alþjóðlegur banki standi í slíku?“ spyr Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, ráðherra og forstjóri VÍS, spurður um hvort þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir annan aðila þegar S-hópurinn svokallaði keypti hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 vegna ábendinga Vilhjálms Bjarnasonar, núverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að þýski bankinn hafi í raun ekki eignast hlut í Búnaðarbankanum. „Það er mér algjörlega ókunnugt um og veit ekki til að það hafi verið,“ segir Finnur. Finnur, sem var forstjóri VÍS er félagið keypti hlut í Búnaðarbankanum, vísar til samantektar Ríkisendurskoðunar frá 2006. Í henni er sagt frá staðfestingu sem stofnunin hafi fengið frá þýska bankanum um að hann hafi átt hlut í Eglu sem keypti í Búnaðarbankanum og frá KPMG í Þýskalandi um að hluturinn hafi verið færður í bækur Hauck & Aufhäuser í samræmi við þýsk lög og reglur. Þá hefur Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser við undirskrift samningsins, einnig þvertekið fyrir að bankinn hafi ekki verið raunverulegur kaupandi.Guðmundur Hjaltason, segist ekki þekkja neinn sem viti til þess að þýski bankinn hafi verið leppur við einkavæðingu Búnaðarbankans.Þekkir engan sem telur bankann lepp„Þær staðreyndir liggja þarna fyrir, staðfestar af endurskoðendum hans sem er alþjóðlegt endurskoðunarfyrirtæki, er líklegt að það hafi staðið í miklum svikum? Er líklegt að stjórnendur bankans hafi staðið í miklum svikum og blekkingum? Er líklegt að skattalög í Þýskalandi eða reikningsskilalög í Þýskalandi hafi með einhverjum hætti heimilað slíkt?“ spyr Finnur. Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu, segist ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur fyrir aðra aðila. „Ég þekki það ekki og ég þekki engan sem þekkir það, svo ég viti til,“ segir Guðmundur. „Ég veit bara hverjir voru eigendur Eglu og það er alveg rétt.“ Uppgefnir hluthafar í Eglu við kaupin á Búnaðarbankanum voru Hauck & Aufhäuser sem fór með 50 prósenta hlut, Ker, sem fór með 49,5 prósenta hlut, og VÍS með 0,5 prósenta hlut. Egla keypti samtals 32,6 prósenta hlut í bankanum og var hlutur þýska bankans því 16,3 prósent.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Nýjar upplýsingar um kaup á Búnaðarbankanum: „Kjarninn í samsærinu um einkavæðingu bankanna“ Umboðsmanni Alþingis bárust upplýsingar um aðkomu þýsks banka að kaupum á Búnaðarbanka Íslands sem gætu varpað ljósi á kaupin sem hafa verið umdeild. 24. maí 2016 14:18 „Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Menn innan S-hópsins svokallaða sem keypti Búnaðarbankann 2003, segjast ekki hafa ástæðu til að ætla að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser hafi verið önnur við kaupin en gefin var út á sínum tíma. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, lagði til á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á mánudaginn að Alþingi myndi skipa rannsóknarnefnd vegna nýrra upplýsinga sem umboðsmanni hefðu borist og varpað gætu ljósi á raunverulega aðkomu þýska bankans að kaupunum á Búnaðarbankanum. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vinnur að þingsályktunartillögu um rannsókn á málinu.„Hefði alveg eins getað hafa verið að kaupa ísbúð“ Lengi hafa verið efasemdir um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum. Þýski bankinn seldi hlut sinn á næstu tveimur árum eftir söluna til aðila innan S-hópsins. Haft er eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, sem var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans við einkvæðinguna, að hann hafi litið svo á að Hauck & Aufhäuser hafi verið fulltrúi fyrir aðra aðila eftir að hafa fundað með fulltrúa þýska bankans. „…maður hitti hann og maður upplifði það að hann hefði alveg eins getað hafa verið að kaupa ísbúð, hann vissi ekkert hvað hann var að kaupa. Það var algjörlega sénslaust að hann hafi verið að leggja svona mikla peninga undir,“ er haft eftir Sigurjóni.„Finnst þér líklegt að alþjóðlegur banki standi í slíku?“ spyr Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, ráðherra og forstjóri VÍS, spurður um hvort þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir annan aðila þegar S-hópurinn svokallaði keypti hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 vegna ábendinga Vilhjálms Bjarnasonar, núverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að þýski bankinn hafi í raun ekki eignast hlut í Búnaðarbankanum. „Það er mér algjörlega ókunnugt um og veit ekki til að það hafi verið,“ segir Finnur. Finnur, sem var forstjóri VÍS er félagið keypti hlut í Búnaðarbankanum, vísar til samantektar Ríkisendurskoðunar frá 2006. Í henni er sagt frá staðfestingu sem stofnunin hafi fengið frá þýska bankanum um að hann hafi átt hlut í Eglu sem keypti í Búnaðarbankanum og frá KPMG í Þýskalandi um að hluturinn hafi verið færður í bækur Hauck & Aufhäuser í samræmi við þýsk lög og reglur. Þá hefur Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser við undirskrift samningsins, einnig þvertekið fyrir að bankinn hafi ekki verið raunverulegur kaupandi.Guðmundur Hjaltason, segist ekki þekkja neinn sem viti til þess að þýski bankinn hafi verið leppur við einkavæðingu Búnaðarbankans.Þekkir engan sem telur bankann lepp„Þær staðreyndir liggja þarna fyrir, staðfestar af endurskoðendum hans sem er alþjóðlegt endurskoðunarfyrirtæki, er líklegt að það hafi staðið í miklum svikum? Er líklegt að stjórnendur bankans hafi staðið í miklum svikum og blekkingum? Er líklegt að skattalög í Þýskalandi eða reikningsskilalög í Þýskalandi hafi með einhverjum hætti heimilað slíkt?“ spyr Finnur. Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu, segist ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur fyrir aðra aðila. „Ég þekki það ekki og ég þekki engan sem þekkir það, svo ég viti til,“ segir Guðmundur. „Ég veit bara hverjir voru eigendur Eglu og það er alveg rétt.“ Uppgefnir hluthafar í Eglu við kaupin á Búnaðarbankanum voru Hauck & Aufhäuser sem fór með 50 prósenta hlut, Ker, sem fór með 49,5 prósenta hlut, og VÍS með 0,5 prósenta hlut. Egla keypti samtals 32,6 prósenta hlut í bankanum og var hlutur þýska bankans því 16,3 prósent.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Nýjar upplýsingar um kaup á Búnaðarbankanum: „Kjarninn í samsærinu um einkavæðingu bankanna“ Umboðsmanni Alþingis bárust upplýsingar um aðkomu þýsks banka að kaupum á Búnaðarbanka Íslands sem gætu varpað ljósi á kaupin sem hafa verið umdeild. 24. maí 2016 14:18 „Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Nýjar upplýsingar um kaup á Búnaðarbankanum: „Kjarninn í samsærinu um einkavæðingu bankanna“ Umboðsmanni Alþingis bárust upplýsingar um aðkomu þýsks banka að kaupum á Búnaðarbanka Íslands sem gætu varpað ljósi á kaupin sem hafa verið umdeild. 24. maí 2016 14:18
„Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00