Samkvæmt AFP fréttaveitunni er það þó nokkuð algengt að skip flóttafólks sökkvi af sömu ástæðu.
Starfsmenn sjóhersins komu fólkinu til bjargar en skipið sökk mjög fljótt. Samkvæmt sjóhernum var 562 bjargað. Talið er að rúmlega 1.370 manns hafi drukknað í Miðjarðarhafinu á þessu ári, við það að reyna að komast til Evrópu frá Líbýu.




