Þetta eru óhreinu Rússarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 16:00 Hástökkvarinn Anna Chicherova er ein af þessum fjórtán. Vísir/Getty Alþjóðaólympíunefndin sagði heiminum frá því í síðustu viku að upp hafi komist að 31 íþróttamaður hafi notað ólögleg lyf á Ólympíuleikunum í Peking 2008 án þess að það uppgötvaðist þá. Nú er komið í ljós að 14 þeirra voru frá Rússlandi og hverjir þessir fjórtán eru. 454 sýni frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni og þá kom í ljós að 31 óhreinn íþróttamaður hafði sloppið í gegnum lyfjaprófið. Rússneska sjónvarpsstöðin Match ákvað að bíða ekkert með staðfestingu frá rússneska Ólympíusambandinu heldur birti nöfn þeirra fjórtán sem höfðu fallið á lyfjaprófi tæpum átta árum eftir að þau voru tekin. Meðla þessara fjórtán eru fjölmargir verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Rússar unnu alls 73 verðlaun þar af 23 gull. Rússneska Ólympíusambandið ætlar ekki að gefa þessi fjórtán nöfn út fyrr en að framkvæmt hefur verið próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks. Þau fara ekki fram fyrr en í júní. Rússneska sjónvarpsstöðin Match hefur ekki gefið það upp hvaðan hún fékk upplýsingarnar um óhreinu íþróttamennina. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um vísvitandi svindl rússneska frjálsíþróttasambandsins og þessar fréttir eru ekki til auka líkurnar að þeir fái að vera með á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Anna Chicherova er á listanum en hún vann brons í hástökki. Hún ætlar að fara með málið fyrir rétt verði niðurstaðan úr b-sýni hennar sú saman. „Ég skil ekki hvernig þeir fá þessa niðurstöðu. Kannski eru þetta mistök því ég er í sjokki eins og allir aðrir. Ég skil ekki hvernig þetta próf kom út jákvætt því ég hef farið í fjölda annarra lyfjaprófa," sagði Anna Chicherova í samtali við Match-sjónvarpsstöðina.Hér fyrir neðan er listinn yfir þessa fjórtán óhreinu Rússa. Julia Chermoshanskaya (Gull í boðhlaupi) Mariya Abakumova (Silfur í spjótkasti) Denis Alexeyev (Brons í 400 metra hlaupi) Inga Abitova (Keppti í 10 þúsund metra hlaupi) Yekaterina Volkova, (Brons í 3000 metra hindrunarhlaupi) Nadezhda Evstyukhina (Brons í lyftingum) Anastasia Kapachinskaya (Silfur í boðhlaupi) Alexander Kornilov (Keppti í róðri) Denis Nizhegorodov (Brons í 50 km göngu) Alexandr Pogorelov (Keppti í tugþraut) Tatyana Firova (Silfur í boðhlaupi) Anna Chicherova (Brons í hástökki) Maria Shainova (Silfur í lyftingum) Ivan Jusjkov (Keppti í kúluvarpi) Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin sagði heiminum frá því í síðustu viku að upp hafi komist að 31 íþróttamaður hafi notað ólögleg lyf á Ólympíuleikunum í Peking 2008 án þess að það uppgötvaðist þá. Nú er komið í ljós að 14 þeirra voru frá Rússlandi og hverjir þessir fjórtán eru. 454 sýni frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni og þá kom í ljós að 31 óhreinn íþróttamaður hafði sloppið í gegnum lyfjaprófið. Rússneska sjónvarpsstöðin Match ákvað að bíða ekkert með staðfestingu frá rússneska Ólympíusambandinu heldur birti nöfn þeirra fjórtán sem höfðu fallið á lyfjaprófi tæpum átta árum eftir að þau voru tekin. Meðla þessara fjórtán eru fjölmargir verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Rússar unnu alls 73 verðlaun þar af 23 gull. Rússneska Ólympíusambandið ætlar ekki að gefa þessi fjórtán nöfn út fyrr en að framkvæmt hefur verið próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks. Þau fara ekki fram fyrr en í júní. Rússneska sjónvarpsstöðin Match hefur ekki gefið það upp hvaðan hún fékk upplýsingarnar um óhreinu íþróttamennina. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um vísvitandi svindl rússneska frjálsíþróttasambandsins og þessar fréttir eru ekki til auka líkurnar að þeir fái að vera með á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Anna Chicherova er á listanum en hún vann brons í hástökki. Hún ætlar að fara með málið fyrir rétt verði niðurstaðan úr b-sýni hennar sú saman. „Ég skil ekki hvernig þeir fá þessa niðurstöðu. Kannski eru þetta mistök því ég er í sjokki eins og allir aðrir. Ég skil ekki hvernig þetta próf kom út jákvætt því ég hef farið í fjölda annarra lyfjaprófa," sagði Anna Chicherova í samtali við Match-sjónvarpsstöðina.Hér fyrir neðan er listinn yfir þessa fjórtán óhreinu Rússa. Julia Chermoshanskaya (Gull í boðhlaupi) Mariya Abakumova (Silfur í spjótkasti) Denis Alexeyev (Brons í 400 metra hlaupi) Inga Abitova (Keppti í 10 þúsund metra hlaupi) Yekaterina Volkova, (Brons í 3000 metra hindrunarhlaupi) Nadezhda Evstyukhina (Brons í lyftingum) Anastasia Kapachinskaya (Silfur í boðhlaupi) Alexander Kornilov (Keppti í róðri) Denis Nizhegorodov (Brons í 50 km göngu) Alexandr Pogorelov (Keppti í tugþraut) Tatyana Firova (Silfur í boðhlaupi) Anna Chicherova (Brons í hástökki) Maria Shainova (Silfur í lyftingum) Ivan Jusjkov (Keppti í kúluvarpi)
Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Sjá meira