Einkavæðing án umræðu Stjórnarmaðurinn skrifar 25. maí 2016 09:30 Félag í eigu reykvíska fasteignarisans Gamma hefur náð samkomulagi um kaup á leigufélaginu Kletti af Íbúðalánasjóði. Klettur var stofnað utan um 450 leiguíbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, en samkvæmt fregnum greiddi Gamma rétt ríflega 10 milljarða króna fyrir félagið. Íbúðalánasjóður er eins og flestir vita í eigu og umsjá ríkisins. Samkvæmt heimasíðu sjóðsins er það meðal annars markmið hans „að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum“. Ekki er gott að sjá hvernig salan á Kletti til einkaaðila, sem hefur það yfirlýsta markmið (eins og eðlilegt er) að hámarka arðsemi eigna sinna, rímar við yfirlýst markmið Íbúðalánasjóðs. Jafnvel þótt kaupunum hafi fylgt sú kvöð að óheimilt sé að hækka leigugreiðslur leigutaka í tólf mánuði, er varla hægt að búast við öðru en að til lengri tíma muni leigugreiðslur hækka umtalsvert. Margir kvarta undan því að erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast húsnæði á Íslandi, og að leigumarkarkaðurinn hækki á sama tíma upp úr öllu valdi. Fáir raunhæfir og viðráðanlegir kostir séu því fyrir ungt fólk til að koma sér upp húsnæði. Þrátt fyrir að stjórnarmaðurinn sé reyndar þeirrar skoðunar að nánast hvergi á byggðu bóli sé auðveldara að fjármagna og festa kaup á húsnæði en á Íslandi (til dæmis hvað varðar húsnæðisverð sem margfeldi árstekna, eða aðgengi að lánsfé) er sennilega nokkuð til í því síðarnefnda. Leigumarkaðurinn á Íslandi á óneitanlega eftir að taka út nokkurn þroska. Leiga er til dæmis hlutfallslega afar há miðað við nágrannalöndin, en mun auðveldara er að innheimta hlutfallslega háar leigugreiðslur á Íslandi til að standa undir mikilli skuldsetningu. Einnig virðist sem mikill hörgull sé á góðum leigukostum. Stjórnmálamenn virðast sömu skoðunar ef marka má hið margfræga húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur. Því er í raun stórfurðulegt að ríkisrekin stofnun hafi án umræðu fengið að selja frá sér gríðarlegt magn af leigueignum, án þess að því er virðist að nokkur greining hafi átt sér stað á því hvaða áhrif þessi sala kynni að hafa á markaðinn til lengri tíma. Enn furðulegra er svo að þessi sala virðist með öllu stangast á við lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Menn getur greint á um hvort sjóðurinn eigi yfirleitt tilvistarrétt, en ef hann á yfirhöfuð að starfa skal hann halda sig innan síns lögbundna hlutverks. Kallast þetta ekki einfaldlega einkavæðing án umræðu? Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Félag í eigu reykvíska fasteignarisans Gamma hefur náð samkomulagi um kaup á leigufélaginu Kletti af Íbúðalánasjóði. Klettur var stofnað utan um 450 leiguíbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, en samkvæmt fregnum greiddi Gamma rétt ríflega 10 milljarða króna fyrir félagið. Íbúðalánasjóður er eins og flestir vita í eigu og umsjá ríkisins. Samkvæmt heimasíðu sjóðsins er það meðal annars markmið hans „að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum“. Ekki er gott að sjá hvernig salan á Kletti til einkaaðila, sem hefur það yfirlýsta markmið (eins og eðlilegt er) að hámarka arðsemi eigna sinna, rímar við yfirlýst markmið Íbúðalánasjóðs. Jafnvel þótt kaupunum hafi fylgt sú kvöð að óheimilt sé að hækka leigugreiðslur leigutaka í tólf mánuði, er varla hægt að búast við öðru en að til lengri tíma muni leigugreiðslur hækka umtalsvert. Margir kvarta undan því að erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast húsnæði á Íslandi, og að leigumarkarkaðurinn hækki á sama tíma upp úr öllu valdi. Fáir raunhæfir og viðráðanlegir kostir séu því fyrir ungt fólk til að koma sér upp húsnæði. Þrátt fyrir að stjórnarmaðurinn sé reyndar þeirrar skoðunar að nánast hvergi á byggðu bóli sé auðveldara að fjármagna og festa kaup á húsnæði en á Íslandi (til dæmis hvað varðar húsnæðisverð sem margfeldi árstekna, eða aðgengi að lánsfé) er sennilega nokkuð til í því síðarnefnda. Leigumarkaðurinn á Íslandi á óneitanlega eftir að taka út nokkurn þroska. Leiga er til dæmis hlutfallslega afar há miðað við nágrannalöndin, en mun auðveldara er að innheimta hlutfallslega háar leigugreiðslur á Íslandi til að standa undir mikilli skuldsetningu. Einnig virðist sem mikill hörgull sé á góðum leigukostum. Stjórnmálamenn virðast sömu skoðunar ef marka má hið margfræga húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur. Því er í raun stórfurðulegt að ríkisrekin stofnun hafi án umræðu fengið að selja frá sér gríðarlegt magn af leigueignum, án þess að því er virðist að nokkur greining hafi átt sér stað á því hvaða áhrif þessi sala kynni að hafa á markaðinn til lengri tíma. Enn furðulegra er svo að þessi sala virðist með öllu stangast á við lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Menn getur greint á um hvort sjóðurinn eigi yfirleitt tilvistarrétt, en ef hann á yfirhöfuð að starfa skal hann halda sig innan síns lögbundna hlutverks. Kallast þetta ekki einfaldlega einkavæðing án umræðu?
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent