Hnattræn peningamarkaðsskilyrði harðna enn lars christensen skrifar 25. maí 2016 09:30 Þeir sem fylgjast með umræðum í fjármálafjölmiðlum heimsins um peningamálastefnu fá það á tilfinninguna að seðlabankar prenti peninga sem aldrei fyrr, en þrátt fyrir það aukist hagvöxtur ekki og það sé engin verðbólga og niðurstaðan sé sú að seðlabankarnir séu „skotfæralausir“. Sannleikurinn er hins vegar allt annar, að minnsta kosti ef maður lítur á það hve mikla peninga seðlabankarnir prenta í raun. Ef við lítum þannig á svokallað grunnfé þá sjáum við að peningamálastefnan er langt frá því að vera eftirgefanleg í sögulegu samhengi – reyndar hafa peningamarkaðsskilyrði herst verulega á síðustu tveimur árum. Ef við lítum á heildargrunnfé í 20 stærstu hagkerfum heims (G20) þá hefur árlegur vöxtur grunnfjár í G20 löndum fallið úr um það bil 14% á fyrri hluta árs 2014 niður í nánast engan vöxt grunnfjár núna. Þetta er veruleg herðing á peningamarkaðsskilyrðum, sem endurspeglar fyrst og fremst að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lokið við áætlun sína um magnbundna íhlutun og er nú byrjaður að hækka stýrivexti. Hert peningamálastefna Seðlabanka Bandaríkjanna hefur verið „flutt út“ til landa sem hafa að mestu leyti fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar – landa eins og Hong Kong og Sádi-Arabíu, og landa sem láta gengi sitt að mestu fylgja dollarnum – til dæmis Kína. Ef við lítum á grunnféð um heim allan og herta peningamálastefnu sem við höfum í raun séð síðustu tvö ár, þá er mun auðveldara að skilja af hverju við höfum séð aukinn fjármálaóróa á síðustu 1-2 árum, séð hratt lækkandi hrávöruverð, og hvers vegna það er næstum því verðhjöðnun víða um heim. Peningamálastefnan í heiminum er ekki slök heldur aðhaldssöm – of aðhaldssöm. Það er mögulegt að Bandaríkin þurfi smám saman að herða peningamálastefnu sína en það er ekki hægt að segja um meirihluta annarra landa í heiminum. Þess vegna er eðlilegt að það, sem við gætum kallað „dollarablokkina“, sé byrjað að hrynja. Þannig fjarlægjast æ fleiri ríki stranga fastgengisstefnu gagnvart dollarnum og síðasta árið höfum við séð nokkur ríki sem byggja á hrávöruútflutningi, eins og Kasakstan og Aserbaídsjan, hætta við fastgengi gagnvart dollarnum og lækka gengi gjaldmiðla sinna verulega. Sú stefnubreyting sem mestu máli skiptir hefur augljóslega verið í Kína, sem hefur nú opinberlega horfið frá fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar og Seðlabanki Kína hefur tilkynnt að hann muni smám saman taka upp frjálsara flotgengi. Ef við eigum að skilja þróun heimsbúskaparins er mjög mikilvægt að skilja þróun peningamála, en það gengur ekki að við látum blindast af lágum stýrivöxtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem fylgjast með umræðum í fjármálafjölmiðlum heimsins um peningamálastefnu fá það á tilfinninguna að seðlabankar prenti peninga sem aldrei fyrr, en þrátt fyrir það aukist hagvöxtur ekki og það sé engin verðbólga og niðurstaðan sé sú að seðlabankarnir séu „skotfæralausir“. Sannleikurinn er hins vegar allt annar, að minnsta kosti ef maður lítur á það hve mikla peninga seðlabankarnir prenta í raun. Ef við lítum þannig á svokallað grunnfé þá sjáum við að peningamálastefnan er langt frá því að vera eftirgefanleg í sögulegu samhengi – reyndar hafa peningamarkaðsskilyrði herst verulega á síðustu tveimur árum. Ef við lítum á heildargrunnfé í 20 stærstu hagkerfum heims (G20) þá hefur árlegur vöxtur grunnfjár í G20 löndum fallið úr um það bil 14% á fyrri hluta árs 2014 niður í nánast engan vöxt grunnfjár núna. Þetta er veruleg herðing á peningamarkaðsskilyrðum, sem endurspeglar fyrst og fremst að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lokið við áætlun sína um magnbundna íhlutun og er nú byrjaður að hækka stýrivexti. Hert peningamálastefna Seðlabanka Bandaríkjanna hefur verið „flutt út“ til landa sem hafa að mestu leyti fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar – landa eins og Hong Kong og Sádi-Arabíu, og landa sem láta gengi sitt að mestu fylgja dollarnum – til dæmis Kína. Ef við lítum á grunnféð um heim allan og herta peningamálastefnu sem við höfum í raun séð síðustu tvö ár, þá er mun auðveldara að skilja af hverju við höfum séð aukinn fjármálaóróa á síðustu 1-2 árum, séð hratt lækkandi hrávöruverð, og hvers vegna það er næstum því verðhjöðnun víða um heim. Peningamálastefnan í heiminum er ekki slök heldur aðhaldssöm – of aðhaldssöm. Það er mögulegt að Bandaríkin þurfi smám saman að herða peningamálastefnu sína en það er ekki hægt að segja um meirihluta annarra landa í heiminum. Þess vegna er eðlilegt að það, sem við gætum kallað „dollarablokkina“, sé byrjað að hrynja. Þannig fjarlægjast æ fleiri ríki stranga fastgengisstefnu gagnvart dollarnum og síðasta árið höfum við séð nokkur ríki sem byggja á hrávöruútflutningi, eins og Kasakstan og Aserbaídsjan, hætta við fastgengi gagnvart dollarnum og lækka gengi gjaldmiðla sinna verulega. Sú stefnubreyting sem mestu máli skiptir hefur augljóslega verið í Kína, sem hefur nú opinberlega horfið frá fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar og Seðlabanki Kína hefur tilkynnt að hann muni smám saman taka upp frjálsara flotgengi. Ef við eigum að skilja þróun heimsbúskaparins er mjög mikilvægt að skilja þróun peningamála, en það gengur ekki að við látum blindast af lágum stýrivöxtum.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun