Þingmenn Framsóknar ýmist í liði með formanni eða forsætisráðherra varðandi kosningar í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 24. maí 2016 19:57 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins og forsætisráðhera. vísir/ernir Þingmenn Framsóknarflokksins skiptast í fylkingar með formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eða forsætisráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni, varðandi það hvort kjósa eigi til þings í haust eða ekki. Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu en hún sagði á þingi í dag að það væri vanhugsað að hafa þingkosningar í haust. Í ræðu sinni minnti Silja Dögg á árangur ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi kjörtímabili: „Við hljótum að vera sammála um að þetta er einstakur árangur ríkisstjórnarinnar á aðeins þremur árum. Því er það mín skoðun að það hafi verið vanhugsað að samþykkja kosningar nú í haust. Hagsmunum okkar er best borgið með að leyfa núverandi ríkisstjórn að sitja út kjörtímabilið,“ sagði Silja Dögg. Þá sagði hún skuldalækkunaraðgerðirnar, losun hafta og vinnu við húsnæðiskerfið sýna það glöggt hversu vel hafi gengið á kjörtímabilinu.Sjá ræðu Silju hér að neðan.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sagði í viðtali á sunnudaginn að það væri ekkert ákveðið með kosningar í haust. Eru þau ummæli á skjön við það sem forsætisráðherra hefur haldið fram allt frá því hann settist í embættið en seinast í gær sagði Sigurður Ingi í samtali við Vísi að enn væri stefnt að kosningum í haust.Segir suma þingmenn stjórnarandstöðunnar ekkert sérstaklega spennta fyrir kosningum Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg aðspurð að það séu fleiri þingmenn Framsóknar á sömu skoðun og hún; að það eigi að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Einnig játar hún því að þingmenn séu að setja sig á bása með annað hvort formanni eða forsætisráðherra. „Já, menn eru svo sem að gera það," segir Silja Dögg. „Ég hef nú ekki farið í haustalningu innan þingflokksins en það eru margir sem eru sammála mér um að kosningar skulu fara fram næsta vor. Ég var nú bara að nýta þetta tækifæri til að tjá mína skoðun á málinu." Silja segir einnig hafa heyrt í þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna sem vilja ekki kjósa í haust. „Já þetta er það sem ég heyri á göngunum. Þingmenn flokka sem mælast lágir í skoðanakönnunum eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir kosningum eftir því sem ég heyri og telja þetta óðagot þegar uppi er staðið,“ segir Silja Dögg. „Mér finnst blóðugt í ljósti stöðunnar að hleypa öllu í uppnám með kosningum.“Björt framtíð og Samfylkingin vilja kosningar Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja þessi ummæli Silja Daggar vera langt frá sannleikanum. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn tilbúinn í kosningar sem allra fyrst. „Þingmönnum Bjartrar framtíðar finnst það mikilvægast að þjóðin fái að kjósa sem allra fyrst. Þessi ummæli eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Brynhildur. Valgerður Bjarnadóttir tekur í sama streng. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Við í Samfylkingunni viljum að það verði kosið í haust og að staðið verði við loforðið. Þó Framsóknarflookkur vilji ekki í kosningar þá finnur hann ekki bandamenn þeirrar skoðunar í okkar röðum,“ segir Valgerður. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins skiptast í fylkingar með formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eða forsætisráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni, varðandi það hvort kjósa eigi til þings í haust eða ekki. Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu en hún sagði á þingi í dag að það væri vanhugsað að hafa þingkosningar í haust. Í ræðu sinni minnti Silja Dögg á árangur ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi kjörtímabili: „Við hljótum að vera sammála um að þetta er einstakur árangur ríkisstjórnarinnar á aðeins þremur árum. Því er það mín skoðun að það hafi verið vanhugsað að samþykkja kosningar nú í haust. Hagsmunum okkar er best borgið með að leyfa núverandi ríkisstjórn að sitja út kjörtímabilið,“ sagði Silja Dögg. Þá sagði hún skuldalækkunaraðgerðirnar, losun hafta og vinnu við húsnæðiskerfið sýna það glöggt hversu vel hafi gengið á kjörtímabilinu.Sjá ræðu Silju hér að neðan.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sagði í viðtali á sunnudaginn að það væri ekkert ákveðið með kosningar í haust. Eru þau ummæli á skjön við það sem forsætisráðherra hefur haldið fram allt frá því hann settist í embættið en seinast í gær sagði Sigurður Ingi í samtali við Vísi að enn væri stefnt að kosningum í haust.Segir suma þingmenn stjórnarandstöðunnar ekkert sérstaklega spennta fyrir kosningum Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg aðspurð að það séu fleiri þingmenn Framsóknar á sömu skoðun og hún; að það eigi að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Einnig játar hún því að þingmenn séu að setja sig á bása með annað hvort formanni eða forsætisráðherra. „Já, menn eru svo sem að gera það," segir Silja Dögg. „Ég hef nú ekki farið í haustalningu innan þingflokksins en það eru margir sem eru sammála mér um að kosningar skulu fara fram næsta vor. Ég var nú bara að nýta þetta tækifæri til að tjá mína skoðun á málinu." Silja segir einnig hafa heyrt í þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna sem vilja ekki kjósa í haust. „Já þetta er það sem ég heyri á göngunum. Þingmenn flokka sem mælast lágir í skoðanakönnunum eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir kosningum eftir því sem ég heyri og telja þetta óðagot þegar uppi er staðið,“ segir Silja Dögg. „Mér finnst blóðugt í ljósti stöðunnar að hleypa öllu í uppnám með kosningum.“Björt framtíð og Samfylkingin vilja kosningar Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja þessi ummæli Silja Daggar vera langt frá sannleikanum. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn tilbúinn í kosningar sem allra fyrst. „Þingmönnum Bjartrar framtíðar finnst það mikilvægast að þjóðin fái að kjósa sem allra fyrst. Þessi ummæli eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Brynhildur. Valgerður Bjarnadóttir tekur í sama streng. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Við í Samfylkingunni viljum að það verði kosið í haust og að staðið verði við loforðið. Þó Framsóknarflookkur vilji ekki í kosningar þá finnur hann ekki bandamenn þeirrar skoðunar í okkar röðum,“ segir Valgerður.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00
Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00
Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58