Karla- og kvennalið Hauka ætla ekki að gefa neitt eftir á næsta tímabili en félagið hefur samið við fjóra leikmenn.
Þrír leikmenn hafa gengið til liðs við nýkrýnda Íslandsmeistara Hauka í karlaflokki. Þetta eru þeir Daníel Þór Ingason, Þórður Rafn Guðmundsson og Andri Heimir Friðriksson.
Sjá einnig: Janus og Ramune valin best á lokahófi HSÍ | Lovísa og Ómar efnilegust
Daníel er uppalinn hjá Haukum en hefur spilað með Val undanfarin ár. Þórður er sömuleiðis uppalinn Haukamaður en hann hefur leikið með Fjellhammer í Noregi undanfarin tvö ár.
Andri Heimir kemur frá ÍBV en hann hefur verið í stóru hlutverki hjá Eyjaliðinu á síðustu árum. Hjá Haukum hittir Andri fyrir bróður sinn, Hákon Daða Styrmisson, sem sló í gegn með Hafnarfjarðarliðinu í nýafstaðinni úrslitakeppni.
Þá er Elín Anna Baldursdóttir gengin til liðs við kvennalið Hauka frá FH. Elín Anna er uppalin hjá HK en hefur einnig spilað með ÍBV.
Haukar stórhuga | Sömdu við fjóra leikmenn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
