Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2016 11:00 Eflaust er þetta ekki það sem átt við með Disney-væðingu en þetta er þó áhugaverður möguleiki. vísir/gva/getty Hætta er á því að miðbær Reykjavíkur verði of „Disney-væddur“ verði ekkert gert í því að dreifa ferðamönnum um landið. Þetta er haft eftir Gunnari Þór Jóhannessyni, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, í umfjöllun The Guardian um ferðamenn á Íslandi. Helsta umfjöllunarefni greinarinnar er frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar er meðal annars lagt til að fólki verði heimilt að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári sé af henni greitt skráningargjald, fasteignin skráð hjá sýslumanni og að hún uppfylli brunakröfur. Frumvarpið hefur verið til meðferðar í þinginu að undanförnu og gæti orðið að lögum, með gerðum breytingum, á næstu dögum.Sjá einnig:Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Búist er við því að 1,6 milljón ferðamenn heimsæki Ísland á árinu en það er tæplega þrjátíu prósent aukning frá árinu áður. Þessi aukni ferðamannastraumur hefur þýtt að útleiga í gegnum forrit á borð við Airbnb tvöfaldast á skömmum tíma með tilheyrandi þrengingum á leigumarkaði og hærra leiguverði í langtímaleigu. „Við erum aðeins að byggja um þrjátíu prósent af því sem þörf er á á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Elvar Orri Hreinsson hjá Íslandsbanka. Að hans mati þyrfti að byggja upp um þúsund ný hótelrými til að anna straumnum en um þrjúhundruð slík eru í kortunum.Sjá einnig:Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent „Allir sjá að eitthvað þarf að gera í málunum. Við viljum ekki að miðbær Reykjavíkur verði eingöngu ferðamenn án nokkurra íbúa,“ segir Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Hún er vongóð um að frumvarpið verði að lögum. Áðurnefndur Gunnar Þór segir hins vegar að nauðsynlegt sé að flýta sér ekki of í þessum efnum. „Við verðum að safna saman gögnum og upplýsingum um stöðuna svo unnt sé að taka bestu ákvarðanirnar um framhaldið. Það er auðvelt að draga upp svarta mynd af ástandinu, segja að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum, því þetta gerðist allt svo hratt. Þetta er stór ákvörðun og til að gæta sanngirni þá er ríkisstjórn landsins að reyna að ná stjórn á aðstæðunum,“ segir Gunnar Þór. „Ég tel að þetta séu aðeins vaxtaverkir.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Mikil uppbygging er fram undan í Vík í Mýrdal. Hafist hefur verið handa við að reisa stóra verslunarmiðstöð sem hýsa á matvöruverslun, veitingastað og verslanir. 26. maí 2016 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði Átak stendur yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn þeim sem reka gistingu án leyfa. 29. mars 2016 11:09 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Hætta er á því að miðbær Reykjavíkur verði of „Disney-væddur“ verði ekkert gert í því að dreifa ferðamönnum um landið. Þetta er haft eftir Gunnari Þór Jóhannessyni, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, í umfjöllun The Guardian um ferðamenn á Íslandi. Helsta umfjöllunarefni greinarinnar er frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar er meðal annars lagt til að fólki verði heimilt að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári sé af henni greitt skráningargjald, fasteignin skráð hjá sýslumanni og að hún uppfylli brunakröfur. Frumvarpið hefur verið til meðferðar í þinginu að undanförnu og gæti orðið að lögum, með gerðum breytingum, á næstu dögum.Sjá einnig:Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Búist er við því að 1,6 milljón ferðamenn heimsæki Ísland á árinu en það er tæplega þrjátíu prósent aukning frá árinu áður. Þessi aukni ferðamannastraumur hefur þýtt að útleiga í gegnum forrit á borð við Airbnb tvöfaldast á skömmum tíma með tilheyrandi þrengingum á leigumarkaði og hærra leiguverði í langtímaleigu. „Við erum aðeins að byggja um þrjátíu prósent af því sem þörf er á á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Elvar Orri Hreinsson hjá Íslandsbanka. Að hans mati þyrfti að byggja upp um þúsund ný hótelrými til að anna straumnum en um þrjúhundruð slík eru í kortunum.Sjá einnig:Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent „Allir sjá að eitthvað þarf að gera í málunum. Við viljum ekki að miðbær Reykjavíkur verði eingöngu ferðamenn án nokkurra íbúa,“ segir Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Hún er vongóð um að frumvarpið verði að lögum. Áðurnefndur Gunnar Þór segir hins vegar að nauðsynlegt sé að flýta sér ekki of í þessum efnum. „Við verðum að safna saman gögnum og upplýsingum um stöðuna svo unnt sé að taka bestu ákvarðanirnar um framhaldið. Það er auðvelt að draga upp svarta mynd af ástandinu, segja að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum, því þetta gerðist allt svo hratt. Þetta er stór ákvörðun og til að gæta sanngirni þá er ríkisstjórn landsins að reyna að ná stjórn á aðstæðunum,“ segir Gunnar Þór. „Ég tel að þetta séu aðeins vaxtaverkir.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Mikil uppbygging er fram undan í Vík í Mýrdal. Hafist hefur verið handa við að reisa stóra verslunarmiðstöð sem hýsa á matvöruverslun, veitingastað og verslanir. 26. maí 2016 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði Átak stendur yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn þeim sem reka gistingu án leyfa. 29. mars 2016 11:09 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44
Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47
Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Mikil uppbygging er fram undan í Vík í Mýrdal. Hafist hefur verið handa við að reisa stóra verslunarmiðstöð sem hýsa á matvöruverslun, veitingastað og verslanir. 26. maí 2016 07:00
Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09
Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði Átak stendur yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn þeim sem reka gistingu án leyfa. 29. mars 2016 11:09