Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2016 11:00 Eflaust er þetta ekki það sem átt við með Disney-væðingu en þetta er þó áhugaverður möguleiki. vísir/gva/getty Hætta er á því að miðbær Reykjavíkur verði of „Disney-væddur“ verði ekkert gert í því að dreifa ferðamönnum um landið. Þetta er haft eftir Gunnari Þór Jóhannessyni, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, í umfjöllun The Guardian um ferðamenn á Íslandi. Helsta umfjöllunarefni greinarinnar er frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar er meðal annars lagt til að fólki verði heimilt að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári sé af henni greitt skráningargjald, fasteignin skráð hjá sýslumanni og að hún uppfylli brunakröfur. Frumvarpið hefur verið til meðferðar í þinginu að undanförnu og gæti orðið að lögum, með gerðum breytingum, á næstu dögum.Sjá einnig:Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Búist er við því að 1,6 milljón ferðamenn heimsæki Ísland á árinu en það er tæplega þrjátíu prósent aukning frá árinu áður. Þessi aukni ferðamannastraumur hefur þýtt að útleiga í gegnum forrit á borð við Airbnb tvöfaldast á skömmum tíma með tilheyrandi þrengingum á leigumarkaði og hærra leiguverði í langtímaleigu. „Við erum aðeins að byggja um þrjátíu prósent af því sem þörf er á á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Elvar Orri Hreinsson hjá Íslandsbanka. Að hans mati þyrfti að byggja upp um þúsund ný hótelrými til að anna straumnum en um þrjúhundruð slík eru í kortunum.Sjá einnig:Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent „Allir sjá að eitthvað þarf að gera í málunum. Við viljum ekki að miðbær Reykjavíkur verði eingöngu ferðamenn án nokkurra íbúa,“ segir Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Hún er vongóð um að frumvarpið verði að lögum. Áðurnefndur Gunnar Þór segir hins vegar að nauðsynlegt sé að flýta sér ekki of í þessum efnum. „Við verðum að safna saman gögnum og upplýsingum um stöðuna svo unnt sé að taka bestu ákvarðanirnar um framhaldið. Það er auðvelt að draga upp svarta mynd af ástandinu, segja að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum, því þetta gerðist allt svo hratt. Þetta er stór ákvörðun og til að gæta sanngirni þá er ríkisstjórn landsins að reyna að ná stjórn á aðstæðunum,“ segir Gunnar Þór. „Ég tel að þetta séu aðeins vaxtaverkir.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Mikil uppbygging er fram undan í Vík í Mýrdal. Hafist hefur verið handa við að reisa stóra verslunarmiðstöð sem hýsa á matvöruverslun, veitingastað og verslanir. 26. maí 2016 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði Átak stendur yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn þeim sem reka gistingu án leyfa. 29. mars 2016 11:09 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hætta er á því að miðbær Reykjavíkur verði of „Disney-væddur“ verði ekkert gert í því að dreifa ferðamönnum um landið. Þetta er haft eftir Gunnari Þór Jóhannessyni, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, í umfjöllun The Guardian um ferðamenn á Íslandi. Helsta umfjöllunarefni greinarinnar er frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar er meðal annars lagt til að fólki verði heimilt að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári sé af henni greitt skráningargjald, fasteignin skráð hjá sýslumanni og að hún uppfylli brunakröfur. Frumvarpið hefur verið til meðferðar í þinginu að undanförnu og gæti orðið að lögum, með gerðum breytingum, á næstu dögum.Sjá einnig:Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Búist er við því að 1,6 milljón ferðamenn heimsæki Ísland á árinu en það er tæplega þrjátíu prósent aukning frá árinu áður. Þessi aukni ferðamannastraumur hefur þýtt að útleiga í gegnum forrit á borð við Airbnb tvöfaldast á skömmum tíma með tilheyrandi þrengingum á leigumarkaði og hærra leiguverði í langtímaleigu. „Við erum aðeins að byggja um þrjátíu prósent af því sem þörf er á á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Elvar Orri Hreinsson hjá Íslandsbanka. Að hans mati þyrfti að byggja upp um þúsund ný hótelrými til að anna straumnum en um þrjúhundruð slík eru í kortunum.Sjá einnig:Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent „Allir sjá að eitthvað þarf að gera í málunum. Við viljum ekki að miðbær Reykjavíkur verði eingöngu ferðamenn án nokkurra íbúa,“ segir Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Hún er vongóð um að frumvarpið verði að lögum. Áðurnefndur Gunnar Þór segir hins vegar að nauðsynlegt sé að flýta sér ekki of í þessum efnum. „Við verðum að safna saman gögnum og upplýsingum um stöðuna svo unnt sé að taka bestu ákvarðanirnar um framhaldið. Það er auðvelt að draga upp svarta mynd af ástandinu, segja að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum, því þetta gerðist allt svo hratt. Þetta er stór ákvörðun og til að gæta sanngirni þá er ríkisstjórn landsins að reyna að ná stjórn á aðstæðunum,“ segir Gunnar Þór. „Ég tel að þetta séu aðeins vaxtaverkir.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Mikil uppbygging er fram undan í Vík í Mýrdal. Hafist hefur verið handa við að reisa stóra verslunarmiðstöð sem hýsa á matvöruverslun, veitingastað og verslanir. 26. maí 2016 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði Átak stendur yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn þeim sem reka gistingu án leyfa. 29. mars 2016 11:09 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44
Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47
Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Mikil uppbygging er fram undan í Vík í Mýrdal. Hafist hefur verið handa við að reisa stóra verslunarmiðstöð sem hýsa á matvöruverslun, veitingastað og verslanir. 26. maí 2016 07:00
Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09
Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði Átak stendur yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn þeim sem reka gistingu án leyfa. 29. mars 2016 11:09