Stelpurnar okkar – allar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. júní 2016 08:00 Stelpurnar okkar í landsliðinu rúlluðu yfir hið makedónska í undankeppni Evrópumeistaramótsins í fyrradag. Með sigrinum svo gott sem tryggðu þær sér sæti á mótinu sem fer fram næsta sumar. Fari svo að þær komist á mótið verður það í þriðja sinn í röð sem stelpurnar keppa í lokakeppni EM. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var að vonum sáttur við frammistöðu liðsins, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með átta mörkum gegn engu. Stelpurnar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 29-0, sem er magnaður árangur. En landsliðsþjálfarinn var ekki síður ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður með mætinguna,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið en á fimmta þúsund mættu á leikinn. Mikið hefur verið rætt um fjölmiðlaumfjöllun og mismunun kynjanna. Þar vita líklegast allir miðlar sem yfirhöfuð fjalla um íþróttir upp á sig sökina. Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona skrifaði í maí afar sterkan pistil á Facebook þar sem hún vakti athygli á áhugaleysi á íslenskri kvennaknattspyrnu. Nefndi hún litla umfjöllun í fjölmiðlum sem og lélega mætingu áhorfenda á deildarleiki. Hallbera sagðist í gegnum árin hafa þurft að sætta sig við að hennar íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður hennar og frændur spiluðu, þrátt fyrir að hún hafði lagt jafn mikið á sig og þeir og hugsanlega meira. „Foreldrar mínir og fjölskylda hvöttu mig að sjálfsögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg.“ Ýmsar skýringar má finna á þessari ömurlegu staðreynd; að íþróttir kvenna virðast ekki skipta jafn miklu máli og karla. Minni fjölmiðlaumfjöllun, mýtan um meint getuleysi kvenna, minni peningar innan íþróttaliðanna og -hreyfinganna og fleira. En stelpurnar okkar, fótboltastelpurnar, handboltastelpurnar, fimleikastelpurnar, sundstelpurnar og allar hinar sýna það svart á hvítu að við búum yfir heimsklassa íþróttamönnum af báðum kynjum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er til að mynda í tuttugasta sæti á lista FIFA yfir bestu lið í heimi. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um að kvennaíþróttir eru nákvæmlega jafn góð skemmtun og karla. Á leikinn á þriðjudaginn mættu fleiri en mæta alla jafna á deildarleikina hjá körlunum. Tvö- til fjórfalt fleiri. Efsta deild kvenna fær í sumar ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst, leikur í hverri umferð er sýndur auk þess sem sérstakur markauppgjörsþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 sport þar sem sýnt er úr öllum leikjum, ásamt meiri vef-, blaða- og útvarpsumfjöllun. Um er að ræða mikið framfaraskref, en dugir þó ekki til. Áhugamenn um íþróttir þurfa að átta sig á að sleppi þeir kvennaíþróttunum missa þeir af helmingi veislunnar. Eins og að mæta í brúðkaup en fara áður en kossinn á sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Stelpurnar okkar í landsliðinu rúlluðu yfir hið makedónska í undankeppni Evrópumeistaramótsins í fyrradag. Með sigrinum svo gott sem tryggðu þær sér sæti á mótinu sem fer fram næsta sumar. Fari svo að þær komist á mótið verður það í þriðja sinn í röð sem stelpurnar keppa í lokakeppni EM. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var að vonum sáttur við frammistöðu liðsins, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með átta mörkum gegn engu. Stelpurnar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 29-0, sem er magnaður árangur. En landsliðsþjálfarinn var ekki síður ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður með mætinguna,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið en á fimmta þúsund mættu á leikinn. Mikið hefur verið rætt um fjölmiðlaumfjöllun og mismunun kynjanna. Þar vita líklegast allir miðlar sem yfirhöfuð fjalla um íþróttir upp á sig sökina. Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona skrifaði í maí afar sterkan pistil á Facebook þar sem hún vakti athygli á áhugaleysi á íslenskri kvennaknattspyrnu. Nefndi hún litla umfjöllun í fjölmiðlum sem og lélega mætingu áhorfenda á deildarleiki. Hallbera sagðist í gegnum árin hafa þurft að sætta sig við að hennar íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður hennar og frændur spiluðu, þrátt fyrir að hún hafði lagt jafn mikið á sig og þeir og hugsanlega meira. „Foreldrar mínir og fjölskylda hvöttu mig að sjálfsögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg.“ Ýmsar skýringar má finna á þessari ömurlegu staðreynd; að íþróttir kvenna virðast ekki skipta jafn miklu máli og karla. Minni fjölmiðlaumfjöllun, mýtan um meint getuleysi kvenna, minni peningar innan íþróttaliðanna og -hreyfinganna og fleira. En stelpurnar okkar, fótboltastelpurnar, handboltastelpurnar, fimleikastelpurnar, sundstelpurnar og allar hinar sýna það svart á hvítu að við búum yfir heimsklassa íþróttamönnum af báðum kynjum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er til að mynda í tuttugasta sæti á lista FIFA yfir bestu lið í heimi. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um að kvennaíþróttir eru nákvæmlega jafn góð skemmtun og karla. Á leikinn á þriðjudaginn mættu fleiri en mæta alla jafna á deildarleikina hjá körlunum. Tvö- til fjórfalt fleiri. Efsta deild kvenna fær í sumar ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst, leikur í hverri umferð er sýndur auk þess sem sérstakur markauppgjörsþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 sport þar sem sýnt er úr öllum leikjum, ásamt meiri vef-, blaða- og útvarpsumfjöllun. Um er að ræða mikið framfaraskref, en dugir þó ekki til. Áhugamenn um íþróttir þurfa að átta sig á að sleppi þeir kvennaíþróttunum missa þeir af helmingi veislunnar. Eins og að mæta í brúðkaup en fara áður en kossinn á sér stað.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun