Karlar kenna konum Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Fyrir kosningafíkla er góð og löng kosningabarátta stórviðburður sem fer alla jafna fram á fjögurra ára fresti. Dálítið eins og EM í fótbolta. Við bíðum með eftirvæntingu eftir skoðanakönnunum, stúderum viðtöl, kortleggjum pólitískar samsæriskenningar og elskum að ræða stöðuna í baráttunni. Fyrir einhverja er atriði að eiga sér uppáhald en fyrir aðra er sjálf keppnin það sem heillar. Hápunktinum er svo auðvitað náð þegar Jóhanna Vigdís birtist á skjánum í fallegum hvítum kosningajakka. Þá er kjördagur runninn upp.Tveir réttir, annar skemmdur Kosningabarátta vegna kjörs á forseta Íslands stendur í nokkrar vikur á meðan Bandaríkin bjóða upp á baráttu sem byggir upp spennu mánuðum saman. Forsetakjör í Bandaríkjunum hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir heiminn allan. Bandaríski matseðillinn býður hins vegar yfirleitt bara upp á tvo kosti og að þessu sinni er réttur repúblikana skemmdur. Í þessu ljósi er það ekki lítið afrek að ná að halda athygli alls heimsins svo mánuðum skiptir. Það geta síðan varla talist meðmæli með kjósendum að kannanir benda til að úrslit geti orðið tvísýn. Það gæti raunverulega farið svo að Trump verði forseti Bandaríkjanna eins lygilega og það hljómar. Bandaríkjamenn eiga það eftir að velja sér konu sem forseta. Auðvitað yrði það glæsilegur kafli í sögunni ef arftaki Obama yrði Clinton, fyrst kvenna í þessu embætti. Þrátt fyrir að nú sé nánast öruggt að Clinton fái útnefningu Demókrataflokksins þá hefur Bernie Sanders reynst henni erfiðari en hann hefði átt að vera, t.d. í ljósi þess að hann var ekki fyrr en nýlega í Demókrataflokknum. Hann nýtur ótrúlega mikils stuðnings hjá yngstu kjósendum, stuðningur við hann er skilgreindur sem róttækt val og yfirlýsing um breytingar. Sanders er sannarlega vinstrisinnaðri en Clinton en hann er hins vegar bandarískur sósíalisti sem er dálítið annar handleggur en sósíalisti í Evrópu. Þessi þingmaður Vermont hefur til dæmis ríka samúð með byssueigendum. Í íslensku samhengi myndi pólitík Sanders teljast mátulega róttæk, sennilega í námunda við miðjuna.Nýr hvítur karlmaður Clinton og Sanders eru bæði góðir kostir. Og Sanders er dálítið sjarmerandi. Það truflar hins vegar af hvaða ástæðum margir kjósendur styðja Sanders. Hvort þeirra er raunverulega að ryðja veginn? Er svarið við kröfunni um eitthvað nýtt í Washington 74 ára hvítur karlmaður frá Vermont? Stuðningsmenn Sanders og álitsgjafar hafa náð að vinna þeirri hugmynd fylgi að kosning hans yrði róttæk og jafnvel femínískari en að kjósa konu. Þetta afrek minnir á þegar repúblikanar drógu upp mynd af Obama, svörtum syni einstæðrar móður, sem fulltrúa elítunnar af því að hann borðaði rucola-salat.Mansplaining Yfirburðir Clinton hvað varðar pólitíska reynslu eru svo miklir að það er útilokað að draga getu hennar í efa. Kannski að það sé einmitt þess vegna sem hún er gagnrýnd fyrir að vera fulltrúi ráðandi hóps og reynslan notuð gegn henni. Líkt og á EM eru frambjóðendur nefnilega ekki bara dæmdir út frá getu á vellinum heldur líka út frá öðrum og óljósari þáttum. Sanders væri í fótboltanum sagður sýna mikinn karakter og vilja. Árið 2008 kom út ritgerðarsafnið „Men Explain Things to Me“ eftir bandaríska rithöfundinn Rebeccu Solnit þar sem hún fjallar um fyrirbæri sem síðar fékk heitið „mansplaining“. Þar er fjallað um karlmanninn sem útskýrir eitthvað fyrir konu sem veit mun meira um málefnið en hann sjálfur. Hann gefur heimilislækni með flensuna það ráð að drekka mikinn vökva. Hann útskýrir sársauka fæðingar fyrir móður. Hann segir rithöfundi frá bók sem hún skrifaði sjálf. Getur verið að framboð Hillary sé í þessari stöðu þegar framboð Sanders útskýrir femínisma fyrir henni? Þegar eldri karlmaður útskýrir fyrir konu í forsetaframboði í Bandaríkjunum að nú þurfi að velja fulltrúa fólksins? Er það ekki dálítið eins og að einhver sjónvarpsáhorfandi heima í stofu myndi útskýra fyrir Lars hvernig íslenska landsliðið komst á EM?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir kosningafíkla er góð og löng kosningabarátta stórviðburður sem fer alla jafna fram á fjögurra ára fresti. Dálítið eins og EM í fótbolta. Við bíðum með eftirvæntingu eftir skoðanakönnunum, stúderum viðtöl, kortleggjum pólitískar samsæriskenningar og elskum að ræða stöðuna í baráttunni. Fyrir einhverja er atriði að eiga sér uppáhald en fyrir aðra er sjálf keppnin það sem heillar. Hápunktinum er svo auðvitað náð þegar Jóhanna Vigdís birtist á skjánum í fallegum hvítum kosningajakka. Þá er kjördagur runninn upp.Tveir réttir, annar skemmdur Kosningabarátta vegna kjörs á forseta Íslands stendur í nokkrar vikur á meðan Bandaríkin bjóða upp á baráttu sem byggir upp spennu mánuðum saman. Forsetakjör í Bandaríkjunum hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir heiminn allan. Bandaríski matseðillinn býður hins vegar yfirleitt bara upp á tvo kosti og að þessu sinni er réttur repúblikana skemmdur. Í þessu ljósi er það ekki lítið afrek að ná að halda athygli alls heimsins svo mánuðum skiptir. Það geta síðan varla talist meðmæli með kjósendum að kannanir benda til að úrslit geti orðið tvísýn. Það gæti raunverulega farið svo að Trump verði forseti Bandaríkjanna eins lygilega og það hljómar. Bandaríkjamenn eiga það eftir að velja sér konu sem forseta. Auðvitað yrði það glæsilegur kafli í sögunni ef arftaki Obama yrði Clinton, fyrst kvenna í þessu embætti. Þrátt fyrir að nú sé nánast öruggt að Clinton fái útnefningu Demókrataflokksins þá hefur Bernie Sanders reynst henni erfiðari en hann hefði átt að vera, t.d. í ljósi þess að hann var ekki fyrr en nýlega í Demókrataflokknum. Hann nýtur ótrúlega mikils stuðnings hjá yngstu kjósendum, stuðningur við hann er skilgreindur sem róttækt val og yfirlýsing um breytingar. Sanders er sannarlega vinstrisinnaðri en Clinton en hann er hins vegar bandarískur sósíalisti sem er dálítið annar handleggur en sósíalisti í Evrópu. Þessi þingmaður Vermont hefur til dæmis ríka samúð með byssueigendum. Í íslensku samhengi myndi pólitík Sanders teljast mátulega róttæk, sennilega í námunda við miðjuna.Nýr hvítur karlmaður Clinton og Sanders eru bæði góðir kostir. Og Sanders er dálítið sjarmerandi. Það truflar hins vegar af hvaða ástæðum margir kjósendur styðja Sanders. Hvort þeirra er raunverulega að ryðja veginn? Er svarið við kröfunni um eitthvað nýtt í Washington 74 ára hvítur karlmaður frá Vermont? Stuðningsmenn Sanders og álitsgjafar hafa náð að vinna þeirri hugmynd fylgi að kosning hans yrði róttæk og jafnvel femínískari en að kjósa konu. Þetta afrek minnir á þegar repúblikanar drógu upp mynd af Obama, svörtum syni einstæðrar móður, sem fulltrúa elítunnar af því að hann borðaði rucola-salat.Mansplaining Yfirburðir Clinton hvað varðar pólitíska reynslu eru svo miklir að það er útilokað að draga getu hennar í efa. Kannski að það sé einmitt þess vegna sem hún er gagnrýnd fyrir að vera fulltrúi ráðandi hóps og reynslan notuð gegn henni. Líkt og á EM eru frambjóðendur nefnilega ekki bara dæmdir út frá getu á vellinum heldur líka út frá öðrum og óljósari þáttum. Sanders væri í fótboltanum sagður sýna mikinn karakter og vilja. Árið 2008 kom út ritgerðarsafnið „Men Explain Things to Me“ eftir bandaríska rithöfundinn Rebeccu Solnit þar sem hún fjallar um fyrirbæri sem síðar fékk heitið „mansplaining“. Þar er fjallað um karlmanninn sem útskýrir eitthvað fyrir konu sem veit mun meira um málefnið en hann sjálfur. Hann gefur heimilislækni með flensuna það ráð að drekka mikinn vökva. Hann útskýrir sársauka fæðingar fyrir móður. Hann segir rithöfundi frá bók sem hún skrifaði sjálf. Getur verið að framboð Hillary sé í þessari stöðu þegar framboð Sanders útskýrir femínisma fyrir henni? Þegar eldri karlmaður útskýrir fyrir konu í forsetaframboði í Bandaríkjunum að nú þurfi að velja fulltrúa fólksins? Er það ekki dálítið eins og að einhver sjónvarpsáhorfandi heima í stofu myndi útskýra fyrir Lars hvernig íslenska landsliðið komst á EM?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar