Nokkrar spurningar og svör um málefni Suður-Kínahafs Zhang Weidong skrifar 3. júní 2016 07:00 Ég hef fundið fyrir því að marga á Íslandi þyrstir í meiri þekkingu um deiluna í Suður-Kínahafi og af hverju Kína viðurkennir ekki niðurstöðu í dómsmáli vegna þessarar deilu. Það er með mikilli gleði sem ég svara hér nokkrum spurningum til að stuðla að gagnkvæmum skilningi.Spurning 1 Hvernig stendur á þessum deilum? Eyjarnar á Suður-Kínahafi hafa verið kínverskt landsvæði frá örófi alda. Kínverjar voru fyrstir til að uppgötva þessar eyjar, gefa þeim nöfn, byggja þær upp og hafa yfir þeim lögsögu. Alþjóðasamfélagið hefur almennt viðurkennt eignarhald Kína yfir eyjum í Suður-Kínahafi og ekkert land hefur gert kröfu um annað eins og staðfestist í flestum þeim kortum og alfræðibókum sem gefin hafa verið út um allan heim. Fyrir 8. áratug síðustu aldar var ekkert deilt um þetta svæði og á því ríkti friður og stöðugleiki. Rót deilunnar í Suður-Kínahafi má rekja til þess að upp frá 8. áratug síðustu aldar hófu ákveðin ríki innrás og ólöglegar landtökur á eyjum og rifum sem tilheyra Kína til að nýta sér náttúruauðlindir á svæðinu. Með þessu gjörbreyttu þau stefnu sinni gagnvart Suður-Kínahafi og reyndu með kröfum sínum um lögsögu að hafna forræði Kínverja yfir eyjunum. Því er ljóst að Kína er fórnarlamb í þessu máli. Þrátt fyrir það, og til að viðhalda stöðugleika og friði á svæðinu, hefur Kína alla tíð haldið aftur af sér og lagt sig í líma við að leysa deiluna með viðræðum og samráði.Spurning 2 Af hverju er niðurstaða dómsins ólögmæt? Þann 22. janúar 2013 höfðuðu Filippseyjar einhliða dómsmál gagnvart Kína fyrir Alþjóðlega hafréttardómstólnum. Kína hefur tekið það skýrt fram við ýmis tækifæri að þessi aðgerð Filippseyja sé andstæð alþjóðalögum. Kína sættir sig ekki við og tekur ekki þátt í dómsmálinu og mun aldrei viðurkenna hinn svokallaða úrskurð. Að lágmarki fjórar forsendur þurfa að liggja fyrir þannig að hægt sé að fara með mál fyrir dóminn. Í fyrsta lagi skuli hann einungis vera notaður til að leysa deilur um túlkun og framkvæmd hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Málefni fullveldis er ekki þar á meðal og er því ekki lögbundið hlutverk dómstólsins. Í öðru lagi ef deilan inniheldur hafréttarlega lögsögu, sögulegar hafnir eða eignarhald og hernaðarlega aðgerð til að halda uppi lögum og reglu hefur viðkomandi ríki rétt til að lýsa því yfir að það sé ekki bundið af úrskurði dómsins. Slík undantekning hefur réttarleg áhrif á viðkomandi ríki. Í þriðja lagi, ef deilendur velja að leysa viðkomandi deilumál sín á milli á annan hátt kemur gerðardómurinn ekki til framkvæmda. Í fjórða lagi, aðilar tengdir málinu skulu fyrst skiptast á skoðunum um aðferð til lausnar deilunni. Ef ekki skulu þeir eigi hafa frumkvæði að því að leggja málið fyrir dóm. Það er augljóst, miðað við atburði sem hafa átt sér stað í Suður-Kínahafi í gegnum árin, að allar deilur snúast um lögsögu og réttindi yfir eyjum í Suður-Kínahafi og hafsvæðið í kringum þær. Með því að leggja málið fyrir dómstólinn hefur stjórn Filippseyja brotið alþjóðalög þar sem kröfur hennar hafa að gera með fullveldi yfir landsvæði og eru því í andstöðu við hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í öðru lagi, jafnvel þótt við gefum okkur að einhverjar af kröfunum hafi að gera með túlkun og framkvæmd sáttmálans, myndu þær samt vera óaðskiljanlegur hluti af afmörkun landhelgi sem hefur verið undanskilin af hálfu Kína með yfirlýsingunni frá 2006 sem gefin var út ásamt 30 öðrum löndum og er þar af leiðandi ekki tækt til skuldbindandi meðferðar. Í þriðja lagi, þar sem Kína og Filippseyjar hafa samþykkt að leysa deilur sínar í Suður-Kínahafi með viðræðum kemur það í veg fyrir að Filippseyjar geti einhliða sent málið fyrir dómstólinn. Í fjórða lagi hafa Filippseyingar brugðist þeirri skyldu sinni að skiptast á skoðunum við Kína um lausn ágreiningsins. Samkvæmt ofansögðu er sú ákvörðun Filippseyja að senda málið einhliða fyrir dómstólinn ólögleg. Með því að taka við málinu og fjalla um það er dómstóllinn kominn út fyrir valdsvið sitt og því í eðli sínu misnotkun á valdi. Hinn svokallaði „úrskurður“ dómsins er því ekki bindandi.Spurning 3 Hver er afstaða Kína til málefna Suður-Kínahafs? Afstaða Kína til málefna Suður-Kínahafs hefur verið stöðug og skýr. Kína mun standa fast á fullveldi sínu og réttindum og hagsmunum í Suður-Kínahafi og er staðfast í því að leysa deiluna með friðsamlegum hætti með samráði og viðræðum við lönd sem eiga beinan hlut að máli á grunni sagnfræðilegra staðreynda og samkvæmt alþjóðalögum. Kína hefur jafnframt lagt fram tillögu um að deilan verði lögð til hliðar og farið verði saman í þróun svæðisins og hefur látið í ljós þá von að deilan megi leysast við þau lönd sem í hlut eiga þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi. Kína styður frelsi til siglinga og flugumferðar yfir Suður-Kínahafi sem er ómetanlegt fyrir öll stærstu efnahagssvæði heimsins, þar á meðal Kína. Staðreyndin er sú að ekki eitt einasta atvik hefur átt sér stað hingað til sem hindrað hefur siglingar og flugumferð yfir Suður-Kínahafi. Kína vonast til að lönd utan svæðisins geti skapað hagstæð skilyrði og umhverfi fyrir friðsamlega lausn á deilunni en hræri ekki í til að dýpka gjána sem er á milli aðila og auka með því erfiðleika í deilunni. Ég vona að ég hafi gefið ykkur gott yfirlit og vonast til að þið megið skilja og styðja tilraunir Kínverja til að leita friðsamlegrar lausnar á deilunni með samningum og samráði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fundið fyrir því að marga á Íslandi þyrstir í meiri þekkingu um deiluna í Suður-Kínahafi og af hverju Kína viðurkennir ekki niðurstöðu í dómsmáli vegna þessarar deilu. Það er með mikilli gleði sem ég svara hér nokkrum spurningum til að stuðla að gagnkvæmum skilningi.Spurning 1 Hvernig stendur á þessum deilum? Eyjarnar á Suður-Kínahafi hafa verið kínverskt landsvæði frá örófi alda. Kínverjar voru fyrstir til að uppgötva þessar eyjar, gefa þeim nöfn, byggja þær upp og hafa yfir þeim lögsögu. Alþjóðasamfélagið hefur almennt viðurkennt eignarhald Kína yfir eyjum í Suður-Kínahafi og ekkert land hefur gert kröfu um annað eins og staðfestist í flestum þeim kortum og alfræðibókum sem gefin hafa verið út um allan heim. Fyrir 8. áratug síðustu aldar var ekkert deilt um þetta svæði og á því ríkti friður og stöðugleiki. Rót deilunnar í Suður-Kínahafi má rekja til þess að upp frá 8. áratug síðustu aldar hófu ákveðin ríki innrás og ólöglegar landtökur á eyjum og rifum sem tilheyra Kína til að nýta sér náttúruauðlindir á svæðinu. Með þessu gjörbreyttu þau stefnu sinni gagnvart Suður-Kínahafi og reyndu með kröfum sínum um lögsögu að hafna forræði Kínverja yfir eyjunum. Því er ljóst að Kína er fórnarlamb í þessu máli. Þrátt fyrir það, og til að viðhalda stöðugleika og friði á svæðinu, hefur Kína alla tíð haldið aftur af sér og lagt sig í líma við að leysa deiluna með viðræðum og samráði.Spurning 2 Af hverju er niðurstaða dómsins ólögmæt? Þann 22. janúar 2013 höfðuðu Filippseyjar einhliða dómsmál gagnvart Kína fyrir Alþjóðlega hafréttardómstólnum. Kína hefur tekið það skýrt fram við ýmis tækifæri að þessi aðgerð Filippseyja sé andstæð alþjóðalögum. Kína sættir sig ekki við og tekur ekki þátt í dómsmálinu og mun aldrei viðurkenna hinn svokallaða úrskurð. Að lágmarki fjórar forsendur þurfa að liggja fyrir þannig að hægt sé að fara með mál fyrir dóminn. Í fyrsta lagi skuli hann einungis vera notaður til að leysa deilur um túlkun og framkvæmd hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Málefni fullveldis er ekki þar á meðal og er því ekki lögbundið hlutverk dómstólsins. Í öðru lagi ef deilan inniheldur hafréttarlega lögsögu, sögulegar hafnir eða eignarhald og hernaðarlega aðgerð til að halda uppi lögum og reglu hefur viðkomandi ríki rétt til að lýsa því yfir að það sé ekki bundið af úrskurði dómsins. Slík undantekning hefur réttarleg áhrif á viðkomandi ríki. Í þriðja lagi, ef deilendur velja að leysa viðkomandi deilumál sín á milli á annan hátt kemur gerðardómurinn ekki til framkvæmda. Í fjórða lagi, aðilar tengdir málinu skulu fyrst skiptast á skoðunum um aðferð til lausnar deilunni. Ef ekki skulu þeir eigi hafa frumkvæði að því að leggja málið fyrir dóm. Það er augljóst, miðað við atburði sem hafa átt sér stað í Suður-Kínahafi í gegnum árin, að allar deilur snúast um lögsögu og réttindi yfir eyjum í Suður-Kínahafi og hafsvæðið í kringum þær. Með því að leggja málið fyrir dómstólinn hefur stjórn Filippseyja brotið alþjóðalög þar sem kröfur hennar hafa að gera með fullveldi yfir landsvæði og eru því í andstöðu við hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í öðru lagi, jafnvel þótt við gefum okkur að einhverjar af kröfunum hafi að gera með túlkun og framkvæmd sáttmálans, myndu þær samt vera óaðskiljanlegur hluti af afmörkun landhelgi sem hefur verið undanskilin af hálfu Kína með yfirlýsingunni frá 2006 sem gefin var út ásamt 30 öðrum löndum og er þar af leiðandi ekki tækt til skuldbindandi meðferðar. Í þriðja lagi, þar sem Kína og Filippseyjar hafa samþykkt að leysa deilur sínar í Suður-Kínahafi með viðræðum kemur það í veg fyrir að Filippseyjar geti einhliða sent málið fyrir dómstólinn. Í fjórða lagi hafa Filippseyingar brugðist þeirri skyldu sinni að skiptast á skoðunum við Kína um lausn ágreiningsins. Samkvæmt ofansögðu er sú ákvörðun Filippseyja að senda málið einhliða fyrir dómstólinn ólögleg. Með því að taka við málinu og fjalla um það er dómstóllinn kominn út fyrir valdsvið sitt og því í eðli sínu misnotkun á valdi. Hinn svokallaði „úrskurður“ dómsins er því ekki bindandi.Spurning 3 Hver er afstaða Kína til málefna Suður-Kínahafs? Afstaða Kína til málefna Suður-Kínahafs hefur verið stöðug og skýr. Kína mun standa fast á fullveldi sínu og réttindum og hagsmunum í Suður-Kínahafi og er staðfast í því að leysa deiluna með friðsamlegum hætti með samráði og viðræðum við lönd sem eiga beinan hlut að máli á grunni sagnfræðilegra staðreynda og samkvæmt alþjóðalögum. Kína hefur jafnframt lagt fram tillögu um að deilan verði lögð til hliðar og farið verði saman í þróun svæðisins og hefur látið í ljós þá von að deilan megi leysast við þau lönd sem í hlut eiga þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi. Kína styður frelsi til siglinga og flugumferðar yfir Suður-Kínahafi sem er ómetanlegt fyrir öll stærstu efnahagssvæði heimsins, þar á meðal Kína. Staðreyndin er sú að ekki eitt einasta atvik hefur átt sér stað hingað til sem hindrað hefur siglingar og flugumferð yfir Suður-Kínahafi. Kína vonast til að lönd utan svæðisins geti skapað hagstæð skilyrði og umhverfi fyrir friðsamlega lausn á deilunni en hræri ekki í til að dýpka gjána sem er á milli aðila og auka með því erfiðleika í deilunni. Ég vona að ég hafi gefið ykkur gott yfirlit og vonast til að þið megið skilja og styðja tilraunir Kínverja til að leita friðsamlegrar lausnar á deilunni með samningum og samráði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun