Nýr forseti Orri Vigfússon skrifar 3. júní 2016 07:00 Í júní göngum við Íslendingar að kjörborði til að kjósa okkur nýjan forseta og hafa aldrei jafn mörg boðið sig fram til embættisins. Fjörugar umræður eiga sér stað um forsetaefnin og við spyrjum um þekkingu þeirra, reynslu og viðhorf og hvert og eitt okkar metur síðan hvaða kostir eru mikilvægastir í fari þjóðhöfðingja. Þar ber flestum saman um að þekking, festa og virðing fyrir sögu, menningu og náttúru landsins vegi þyngst. Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu gjafa náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Sjálfbærni verður því að sitja í öndvegi til að spilla ekki landinu fyrir komandi kynslóðum. Mikilvægt er að forsetinn brýni okkur sjálf í þessum efnum og geti komið trúverðugri ímynd Íslands um sjálfbæra nýtingu náttúrunnar hér á landi á framfæri við alþjóðasamfélagið. Íslenskir stjórnmálamenn eru ekki allir vel að sér í umhverfismálum og halda sig margir til hlés þegar rætt er um náttúruvernd og málefni umhverfisins; suma virðist skorta skilning í þessum efnum sbr. úrræðaleysi á helstu ferðamannastöðum landsins. Mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar er nú ferðaþjónusta og hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu að íslenskar vörur séu vistvænar afurðir og ferðamenn koma hingað vegna þess að íslensk náttúra hefur enn orð á sér fyrir að vera hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Menn horfa til forsetans í þessum efnum, að hann haldi á lofti gildum sjálfbærni í umhverfismálum. Hafi sjálfstæði verið baráttumál á 19. öld og útfærsla landhelginnar á 20. öld, þá er náttúruvernd með sjálfbærni í huga keppikeflið á 21. öld, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim. Náttúruvernd og sjálfbærni eru í raun sameiginlegt markmið mannkynsins, óháð stjórnmálastefnum og trúarbrögðum. Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi hefur þegar vakið verðskuldaða athygli á erlendri grund fyrir bækur sínar og sjónarmið í umhverfismálum. Á hann er hlustað meira en nokkurn annan Íslending á þessum vettvangi. Þekking hans, hugmyndafræði og trúverðugleiki marka honum skýran sess. Á forsetastóli yrði hann enn öflugri málsvari þeirra meginatriða sem ráða munu afkomu þjóða heimsins næstu áratugina – og aldirnar. Jafnframt hef ég persónulega reynslu af því að Andri Snær er heillandi mannasættir og hann mun móta forsetaembættið með þeim alþýðlega virðuleika sem þjóðin kallar eftir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í júní göngum við Íslendingar að kjörborði til að kjósa okkur nýjan forseta og hafa aldrei jafn mörg boðið sig fram til embættisins. Fjörugar umræður eiga sér stað um forsetaefnin og við spyrjum um þekkingu þeirra, reynslu og viðhorf og hvert og eitt okkar metur síðan hvaða kostir eru mikilvægastir í fari þjóðhöfðingja. Þar ber flestum saman um að þekking, festa og virðing fyrir sögu, menningu og náttúru landsins vegi þyngst. Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu gjafa náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Sjálfbærni verður því að sitja í öndvegi til að spilla ekki landinu fyrir komandi kynslóðum. Mikilvægt er að forsetinn brýni okkur sjálf í þessum efnum og geti komið trúverðugri ímynd Íslands um sjálfbæra nýtingu náttúrunnar hér á landi á framfæri við alþjóðasamfélagið. Íslenskir stjórnmálamenn eru ekki allir vel að sér í umhverfismálum og halda sig margir til hlés þegar rætt er um náttúruvernd og málefni umhverfisins; suma virðist skorta skilning í þessum efnum sbr. úrræðaleysi á helstu ferðamannastöðum landsins. Mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar er nú ferðaþjónusta og hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu að íslenskar vörur séu vistvænar afurðir og ferðamenn koma hingað vegna þess að íslensk náttúra hefur enn orð á sér fyrir að vera hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Menn horfa til forsetans í þessum efnum, að hann haldi á lofti gildum sjálfbærni í umhverfismálum. Hafi sjálfstæði verið baráttumál á 19. öld og útfærsla landhelginnar á 20. öld, þá er náttúruvernd með sjálfbærni í huga keppikeflið á 21. öld, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim. Náttúruvernd og sjálfbærni eru í raun sameiginlegt markmið mannkynsins, óháð stjórnmálastefnum og trúarbrögðum. Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi hefur þegar vakið verðskuldaða athygli á erlendri grund fyrir bækur sínar og sjónarmið í umhverfismálum. Á hann er hlustað meira en nokkurn annan Íslending á þessum vettvangi. Þekking hans, hugmyndafræði og trúverðugleiki marka honum skýran sess. Á forsetastóli yrði hann enn öflugri málsvari þeirra meginatriða sem ráða munu afkomu þjóða heimsins næstu áratugina – og aldirnar. Jafnframt hef ég persónulega reynslu af því að Andri Snær er heillandi mannasættir og hann mun móta forsetaembættið með þeim alþýðlega virðuleika sem þjóðin kallar eftir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar