Airbnb-lögin samþykkt: Heimilt að sekta um allt að milljón Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júní 2016 12:30 Fjöldi íslenskra gistirýma í gegnum Airbnb jókst um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra en í almennum umræðum hefur það iðulega verið kennt við forritið Airbnb. Breytingarnar taka gildi næstu áramót. Ráðist var í breytingarnar í kjölfar mikillar aukningar á skráningu íbúða á síðum á borð við Airbnb. Fjárfestingar í hótelgeiranum hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og grundvöllur því fyrir vöxt á þessu sviði. Í skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur meðal annars fram að framboð gistirýma í gegnum Airbnb hefði aukist um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. Velta af útleigu í gegnum forritið er talin nema um 2,2 milljörðum. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt. Í ítarlegri úttekt Vísis og Íslands í dag á Airbnb-borginni Reykjavík kemur fram að meðalverð á nótt í íbúð í Reykjavík nemi tæpum 17.500 krónum. Það er því ljóst að ansi margir munu þurfa að lækka verð sitt eða fækka útleigudögum til að fara ekki yfir það hámark sem lögin setja.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu Airbnb-gististaða í Reykjavík.Samkvæmt lögunum þarf hver sá sem býður upp á heimagistingu að tilkynna sýslumanni í sínu umdæmi að hann hyggist leigja út fasteign í sinni eigu. Sú fasteign þarf að hafa verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði og fullnægja skilyrðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Skráningu þessa þarf að endurnýja á ári hverju og er skráningargjald 8.000 krónur ár hvert. Það er talsverð breyting frá fyrra fyrirkomulagi en eins og staðan er nú er skylt að vera með rekstarleyfi til að standa í útleigu gegnum Airbnb. Aðeins rétt tæp tíu prósent þeirra sem staðið hafa í slíkum rekstri eru með slíkt leyfi. Hverjum aðila skal úthlutað númeri og verður skylt að láta það fylgja við markaðssetningu og kynningu á bókunarsíðum og auglýsingum hvers konar. Sýslumanni ber að birta lista yfir skráðar heimagistingar á heimasíðu sinni og í miðlægum gagnagrunni. Verði sýslumaður þess uppvís að því að fasteignareigandi bjóði húsnæði sitt til útleigu í lengri tíma en níutíu daga á ári, eða að tekjur hans af útleigunni fari yfir milljón á ári, skal taka eigninga af skrá. Í lögunum er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00 Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra en í almennum umræðum hefur það iðulega verið kennt við forritið Airbnb. Breytingarnar taka gildi næstu áramót. Ráðist var í breytingarnar í kjölfar mikillar aukningar á skráningu íbúða á síðum á borð við Airbnb. Fjárfestingar í hótelgeiranum hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og grundvöllur því fyrir vöxt á þessu sviði. Í skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur meðal annars fram að framboð gistirýma í gegnum Airbnb hefði aukist um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. Velta af útleigu í gegnum forritið er talin nema um 2,2 milljörðum. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt. Í ítarlegri úttekt Vísis og Íslands í dag á Airbnb-borginni Reykjavík kemur fram að meðalverð á nótt í íbúð í Reykjavík nemi tæpum 17.500 krónum. Það er því ljóst að ansi margir munu þurfa að lækka verð sitt eða fækka útleigudögum til að fara ekki yfir það hámark sem lögin setja.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu Airbnb-gististaða í Reykjavík.Samkvæmt lögunum þarf hver sá sem býður upp á heimagistingu að tilkynna sýslumanni í sínu umdæmi að hann hyggist leigja út fasteign í sinni eigu. Sú fasteign þarf að hafa verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði og fullnægja skilyrðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Skráningu þessa þarf að endurnýja á ári hverju og er skráningargjald 8.000 krónur ár hvert. Það er talsverð breyting frá fyrra fyrirkomulagi en eins og staðan er nú er skylt að vera með rekstarleyfi til að standa í útleigu gegnum Airbnb. Aðeins rétt tæp tíu prósent þeirra sem staðið hafa í slíkum rekstri eru með slíkt leyfi. Hverjum aðila skal úthlutað númeri og verður skylt að láta það fylgja við markaðssetningu og kynningu á bókunarsíðum og auglýsingum hvers konar. Sýslumanni ber að birta lista yfir skráðar heimagistingar á heimasíðu sinni og í miðlægum gagnagrunni. Verði sýslumaður þess uppvís að því að fasteignareigandi bjóði húsnæði sitt til útleigu í lengri tíma en níutíu daga á ári, eða að tekjur hans af útleigunni fari yfir milljón á ári, skal taka eigninga af skrá. Í lögunum er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00 Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44
Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47
Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00
Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01