Lífeyrissjóðir kjósi með fótunum skjóðan skrifar 1. júní 2016 10:00 Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, hefur miklar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir reyni að hafa áhrif á stjórn og stefnu fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í, með því að beita afli sínu til að fá fulltrúa sína kjörna í stjórnir skráðra félaga. Sjálfsagt vill Kristján verja þau áhrif sem hann hefur í krafti 40 prósenta eignarhluta síns í fyrirtækinu. Hann telur að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að skipta sér af stjórnun og stefnumörkun skráðra fyrirtækja nema sem almennir hluthafar á hluthafafundum, heldur eigi þeir að kjósa með fótunum – með öðrum orðum að ef þeim líkar ekki við stefnu eða stjórnun félaga eigi þeir einfaldlega að selja hlut sinn. Það er talsvert til í þessu hjá Kristjáni. Stjórnendur lífeyrissjóða og fulltrúarnir sem þeir velja til stjórnarstarfa í skráðum félögum hafa það vandasama hlutverk að gæta og ávaxta fjármuni sjóðsfélaga, sem hér á landi hafa nær engin áhrif á fjárfestingastefnu sjóðanna. Þetta býður upp á mikinn freistnivanda og raunar má segja að þetta bjóði hættunni heim. Lífeyrissjóðir eiga að taka ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa og annarra eigna eingöngu út frá hagsmunum eigenda fjárins, sjóðsfélaganna. Lang heppilegasta nálgunin er sú að sjóðirnir skipti sér ekki af stefnumörkun og stjórnum fyrirtækja nema með því að ákveða annaðhvort að kaupa hlutabréf í þeim eða selja. Hyggist lífeyrissjóðir setja fulltrúa sína í stjórnir skráðra félaga er mikilvægt að setja skýrar reglur um slíkt. Starfsmenn og/eða stjórnarmenn lífeyrissjóða ættu almennt ekki að sitja í stjórnum skráðra félaga heldur ættu sjóðirnir að velja hæfustu sérfræðinga til stjórnarsetu. Þá er grundvallaratriði að stjórnarmenn á vegum lífeyrissjóða ættu ekki að þiggja stjórnarlaun frá skráðu félögunum. Þau laun ættu að renna til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sjóðirnir eiga síðan að gera samninga við stjórnarmenn á sínum vegum til ákveðins tíma um greiðslur fyrir stjórnarsetu. Þær greiðslur haldist óbreyttar þó að lífeyrissjóðurinn selji hlut sinn og fulltrúi sjóðsins hverfi úr stjórn. Þetta er mikilvægt vegna þess að stjórnarmaður sem þiggur stjórnarlaun í skráðu félagi hefur ríka hagsmuni af því að halda þessum stjórnarlaunum hvernig sem rekstur og afkoma fyrirtækisins þróast og því fara hans hagsmunir ekki saman við hagsmuni sjóðsfélaganna, sem eiga peningana sem standa að baki stjórnarsetunni. Treysti menn sér ekki til að setja reglur sem tryggja að hagsmunir sjóðsfélaga séu ávallt í fyrirrúmi við fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóða er vissast að banna lífeyrissjóðum að eiga fulltrúa í stjórn t.d. með því að kveða á um að hlutir í eigu lífeyrissjóða skuli ekki hafa atkvæðisrétt við stjórnarkjör. Þá hverfur freistnivandi þeirra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, hefur miklar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir reyni að hafa áhrif á stjórn og stefnu fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í, með því að beita afli sínu til að fá fulltrúa sína kjörna í stjórnir skráðra félaga. Sjálfsagt vill Kristján verja þau áhrif sem hann hefur í krafti 40 prósenta eignarhluta síns í fyrirtækinu. Hann telur að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að skipta sér af stjórnun og stefnumörkun skráðra fyrirtækja nema sem almennir hluthafar á hluthafafundum, heldur eigi þeir að kjósa með fótunum – með öðrum orðum að ef þeim líkar ekki við stefnu eða stjórnun félaga eigi þeir einfaldlega að selja hlut sinn. Það er talsvert til í þessu hjá Kristjáni. Stjórnendur lífeyrissjóða og fulltrúarnir sem þeir velja til stjórnarstarfa í skráðum félögum hafa það vandasama hlutverk að gæta og ávaxta fjármuni sjóðsfélaga, sem hér á landi hafa nær engin áhrif á fjárfestingastefnu sjóðanna. Þetta býður upp á mikinn freistnivanda og raunar má segja að þetta bjóði hættunni heim. Lífeyrissjóðir eiga að taka ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa og annarra eigna eingöngu út frá hagsmunum eigenda fjárins, sjóðsfélaganna. Lang heppilegasta nálgunin er sú að sjóðirnir skipti sér ekki af stefnumörkun og stjórnum fyrirtækja nema með því að ákveða annaðhvort að kaupa hlutabréf í þeim eða selja. Hyggist lífeyrissjóðir setja fulltrúa sína í stjórnir skráðra félaga er mikilvægt að setja skýrar reglur um slíkt. Starfsmenn og/eða stjórnarmenn lífeyrissjóða ættu almennt ekki að sitja í stjórnum skráðra félaga heldur ættu sjóðirnir að velja hæfustu sérfræðinga til stjórnarsetu. Þá er grundvallaratriði að stjórnarmenn á vegum lífeyrissjóða ættu ekki að þiggja stjórnarlaun frá skráðu félögunum. Þau laun ættu að renna til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sjóðirnir eiga síðan að gera samninga við stjórnarmenn á sínum vegum til ákveðins tíma um greiðslur fyrir stjórnarsetu. Þær greiðslur haldist óbreyttar þó að lífeyrissjóðurinn selji hlut sinn og fulltrúi sjóðsins hverfi úr stjórn. Þetta er mikilvægt vegna þess að stjórnarmaður sem þiggur stjórnarlaun í skráðu félagi hefur ríka hagsmuni af því að halda þessum stjórnarlaunum hvernig sem rekstur og afkoma fyrirtækisins þróast og því fara hans hagsmunir ekki saman við hagsmuni sjóðsfélaganna, sem eiga peningana sem standa að baki stjórnarsetunni. Treysti menn sér ekki til að setja reglur sem tryggja að hagsmunir sjóðsfélaga séu ávallt í fyrirrúmi við fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóða er vissast að banna lífeyrissjóðum að eiga fulltrúa í stjórn t.d. með því að kveða á um að hlutir í eigu lífeyrissjóða skuli ekki hafa atkvæðisrétt við stjórnarkjör. Þá hverfur freistnivandi þeirra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira