Gestasprettur í borginni Jakob Frímann Magnússon skrifar 1. júní 2016 07:00 Fáa hefði órað fyrir því árið 2003 að 300 þúsund erlendir ferðamenn þess árs á Íslandi yrðu orðnir að heilum 2 milljónum árið 2017. Sú staðreynd blasir nú við. Dulbúin gæfa fólst í Eyjafjallajökulsgosinu 2010 og þeim vel ígrunduðu ráðstöfunum sem gripið var til í kjölfar þess við markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi, ekki síst að vetrarlagi, en á þeim árstíma hefur vöxturinn orðið hlutfallslega hraðastur. Þetta skýrir að nokkru þann búhnykk sem glætt hefur efnahag landsins að undanförnu og samkvæmt nýjum spám Samtaka atvinnulífsins mun framlag ferðaþjónustunnar til þjóðarbúsins verða margfalt á við fiskveiðar, landbúnað og álbræðslu innan fárra ára. Fylgifiskar þessa hraða vaxtar blasa síðan við í þeim fjölda nýrra hótela og annarra gistirýma sem sprottið hafa upp og ekki sér fyrir endann á. Hröð uppbygging þessa mætir þó engan veginn brýnustu þörfum og ef AirBnB nyti ekki við, væri útilokað að veita væntanlegum tveimur milljónum gesta gistingu á komandi ári. AirBnB veitir fjölda Íslendinga hlutdeild í þessari nýju ofurbúgrein og á vafalítið þátt í að sætta almenning við þær hliðarverkanir sem óhjákvæmilega fylgja þeim umbreytingum sem yfirstandandi eru um þessar mundir og ýmsir líkja við e.k. hernámsástand.Nafli alheimsins? Mikið framboð á fjármagni til hótelbygginga og annarra innviða ferðaþjónustunnar hefur valdið umtalsverðum vaxtarverkjum, ekki síst í miðborginni. Þolrif rekstraraðila, einkum á Laugavegi og Hverfisgötu, hafa verið þanin til hins ýtrasta á undanförnum misserum en nú sér sem betur fer fyrir endann á því helsta: Stækkunarframkvæmdum á Hótel Öldu við Laugaveg 66-70 er að mestu lokið, sama gildir um Sandholt bakarí, Laugavegi 34, stefnt er að því að framkvæmdum á Laugavegshlið Frakkastígsreits verði lokið fyrir 17. júní og senn er lokið meginframkvæmdum á Hljómalindarreit, a.m.k. á því húsnæði sem snýr að Laugavegi 17-19 og að Hverfisgötu þar sem Icelandair mun opna nýtt hótel á næstu vikum. Við Laugaveg 4-6 eru hins vegar nýhafnar framkvæmdir á lítilli miðborgarkringlu á þremur hæðum sem standa munu yfir næstu 2-3 misseri og fela m.a. í sér opið flæði milli Skólavörðustígs og Laugavegs . Þá reyndist óhjákvæmilegt að endurgera Smiðjustíg milli Laugavegs og Hverfisgötu m.a. vegna hæðarmunar á gamla stígnum og nýja Hljómalindarreitnum. Í framhaldi af því þótti skynsamlegt að ljúka endurgerð á Hverfisgötu frá Smiðjustíg að Klapparstíg með tilheyrandi jarðvegsskiptum og endurgerð lagna og skolpræsakerfis sem rekja má heila öld aftur í tímann. Að því verki loknu á einungis eftir að lagfæra vestasta hluta Hverfisgötunnar, frá Smiðjustíg að Lækjargötu og er horft til lúkningar þess fyrir 2018. Mætti að því verki loknu halda því fram með gildum rökum að Hverfisgata verðskuldi sæmdarheitið „glæstasta breiðgata landsins“, sannkölluð Boulevard sem skartar fjölmörgum af fegurstu byggingum höfuðborgarinnar. Ýmislegt fleira mætti hér nefna en að öllu samanlögðu og frágengnu blasir við ein fallegasta, skemmtilegasta og aðgengilegasta miðborg Evrópu.Spámenn annars föðurlands Mælingar undanfarinna ára hafa speglað mikla ánægju erlendra ferðamanna. 92%-98% þeirra sem sótt hafa Reykjavík heim á mismunandi árstímum lýsa mikilli ánægju með höfuðborgina okkar og mæla eindregið með heimsókn hingað. Það þarf ekki að koma á óvart. Þúsundir viðburða af ólíkum toga prýða borgina á ári hverju , þ.m.t. 75 veglegar hátíðir. Hátíð hafsins er ein þeirra og verður nú um helgina, með tilheyrandi Fiskisúpudegi og skemmtilegheitum. Skapandi greinar blómstra hér sem aldrei fyrr og sérstaða miðborgarinnar okkar felst ekki bara í rótgrónum sjarma heldur því hve upplifunarstaðir og möguleikar þeim tengdir eru fjölbreytilegir og í þægilegri fjarlægð hver frá öðrum. 95% þeirra sem heimsækja Ísland heimsækja og sjálfa miðborgina. Það er mikilvægt að við sem hér búum minnum hvert annað á hve lánsöm við í raun erum í þessum efnum. Við eigum frábæra borg, fágæta miðborg. Á nýlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem menningarborgirnar Berlín og Reykjavík voru teknar til umfjöllunar og samanburðar sem áfangastaðir ferðamanna, áttu forsvarsmenn hinnar þýsku sendinefndar lokaorðin: Svo virðist sem framtíð áfangastaðarins Reykjavíkur sé einstaklega björt og glæsileg. Þið þurfið að líkindum engu að kvíða!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Fáa hefði órað fyrir því árið 2003 að 300 þúsund erlendir ferðamenn þess árs á Íslandi yrðu orðnir að heilum 2 milljónum árið 2017. Sú staðreynd blasir nú við. Dulbúin gæfa fólst í Eyjafjallajökulsgosinu 2010 og þeim vel ígrunduðu ráðstöfunum sem gripið var til í kjölfar þess við markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi, ekki síst að vetrarlagi, en á þeim árstíma hefur vöxturinn orðið hlutfallslega hraðastur. Þetta skýrir að nokkru þann búhnykk sem glætt hefur efnahag landsins að undanförnu og samkvæmt nýjum spám Samtaka atvinnulífsins mun framlag ferðaþjónustunnar til þjóðarbúsins verða margfalt á við fiskveiðar, landbúnað og álbræðslu innan fárra ára. Fylgifiskar þessa hraða vaxtar blasa síðan við í þeim fjölda nýrra hótela og annarra gistirýma sem sprottið hafa upp og ekki sér fyrir endann á. Hröð uppbygging þessa mætir þó engan veginn brýnustu þörfum og ef AirBnB nyti ekki við, væri útilokað að veita væntanlegum tveimur milljónum gesta gistingu á komandi ári. AirBnB veitir fjölda Íslendinga hlutdeild í þessari nýju ofurbúgrein og á vafalítið þátt í að sætta almenning við þær hliðarverkanir sem óhjákvæmilega fylgja þeim umbreytingum sem yfirstandandi eru um þessar mundir og ýmsir líkja við e.k. hernámsástand.Nafli alheimsins? Mikið framboð á fjármagni til hótelbygginga og annarra innviða ferðaþjónustunnar hefur valdið umtalsverðum vaxtarverkjum, ekki síst í miðborginni. Þolrif rekstraraðila, einkum á Laugavegi og Hverfisgötu, hafa verið þanin til hins ýtrasta á undanförnum misserum en nú sér sem betur fer fyrir endann á því helsta: Stækkunarframkvæmdum á Hótel Öldu við Laugaveg 66-70 er að mestu lokið, sama gildir um Sandholt bakarí, Laugavegi 34, stefnt er að því að framkvæmdum á Laugavegshlið Frakkastígsreits verði lokið fyrir 17. júní og senn er lokið meginframkvæmdum á Hljómalindarreit, a.m.k. á því húsnæði sem snýr að Laugavegi 17-19 og að Hverfisgötu þar sem Icelandair mun opna nýtt hótel á næstu vikum. Við Laugaveg 4-6 eru hins vegar nýhafnar framkvæmdir á lítilli miðborgarkringlu á þremur hæðum sem standa munu yfir næstu 2-3 misseri og fela m.a. í sér opið flæði milli Skólavörðustígs og Laugavegs . Þá reyndist óhjákvæmilegt að endurgera Smiðjustíg milli Laugavegs og Hverfisgötu m.a. vegna hæðarmunar á gamla stígnum og nýja Hljómalindarreitnum. Í framhaldi af því þótti skynsamlegt að ljúka endurgerð á Hverfisgötu frá Smiðjustíg að Klapparstíg með tilheyrandi jarðvegsskiptum og endurgerð lagna og skolpræsakerfis sem rekja má heila öld aftur í tímann. Að því verki loknu á einungis eftir að lagfæra vestasta hluta Hverfisgötunnar, frá Smiðjustíg að Lækjargötu og er horft til lúkningar þess fyrir 2018. Mætti að því verki loknu halda því fram með gildum rökum að Hverfisgata verðskuldi sæmdarheitið „glæstasta breiðgata landsins“, sannkölluð Boulevard sem skartar fjölmörgum af fegurstu byggingum höfuðborgarinnar. Ýmislegt fleira mætti hér nefna en að öllu samanlögðu og frágengnu blasir við ein fallegasta, skemmtilegasta og aðgengilegasta miðborg Evrópu.Spámenn annars föðurlands Mælingar undanfarinna ára hafa speglað mikla ánægju erlendra ferðamanna. 92%-98% þeirra sem sótt hafa Reykjavík heim á mismunandi árstímum lýsa mikilli ánægju með höfuðborgina okkar og mæla eindregið með heimsókn hingað. Það þarf ekki að koma á óvart. Þúsundir viðburða af ólíkum toga prýða borgina á ári hverju , þ.m.t. 75 veglegar hátíðir. Hátíð hafsins er ein þeirra og verður nú um helgina, með tilheyrandi Fiskisúpudegi og skemmtilegheitum. Skapandi greinar blómstra hér sem aldrei fyrr og sérstaða miðborgarinnar okkar felst ekki bara í rótgrónum sjarma heldur því hve upplifunarstaðir og möguleikar þeim tengdir eru fjölbreytilegir og í þægilegri fjarlægð hver frá öðrum. 95% þeirra sem heimsækja Ísland heimsækja og sjálfa miðborgina. Það er mikilvægt að við sem hér búum minnum hvert annað á hve lánsöm við í raun erum í þessum efnum. Við eigum frábæra borg, fágæta miðborg. Á nýlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem menningarborgirnar Berlín og Reykjavík voru teknar til umfjöllunar og samanburðar sem áfangastaðir ferðamanna, áttu forsvarsmenn hinnar þýsku sendinefndar lokaorðin: Svo virðist sem framtíð áfangastaðarins Reykjavíkur sé einstaklega björt og glæsileg. Þið þurfið að líkindum engu að kvíða!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun