Sjötíu prósent vilja kjósa til þings í haust Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka vilja að kosið verði til Alþingis strax í haust frekar en næsta vor. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum 7.apríl, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti, sögðu oddvitar ríkisstjórnarinnar að kosið yrði til Alþingis í haust. Þetta hafa þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi ítrekað síðan þá. En skoðanir um áætlaðan kjördag eru þó skiptar, einkum meðal framsóknarmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði til að mynda á Bylgjunni að hann teldi ekki liggja á kosningum í haust. Það hafa þingkonurnar Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir einnig gert, svo dæmi séu tekin. Skoðanir almennings eru þó nokkuð afgerandi. Þegar svör könnunarinnar eru skoðuð í heild sést að 60 prósent vilja kjósa í haust, 26 prósent vilja kjósa í vor, 12 prósent segjast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö prósent vilja ekki svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 69,5 prósent vilja kjósa í haust en 30,5 prósent í vor. Heldur fleiri konur vilja kjósa í haust en karlar. Fólk á aldrinum 18-49 ára vill fremur kjósa í haust en þeir sem eldri eru. Könnunin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 og var svarhlutfallið því 84 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 85,7 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka vilja að kosið verði til Alþingis strax í haust frekar en næsta vor. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum 7.apríl, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti, sögðu oddvitar ríkisstjórnarinnar að kosið yrði til Alþingis í haust. Þetta hafa þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi ítrekað síðan þá. En skoðanir um áætlaðan kjördag eru þó skiptar, einkum meðal framsóknarmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði til að mynda á Bylgjunni að hann teldi ekki liggja á kosningum í haust. Það hafa þingkonurnar Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir einnig gert, svo dæmi séu tekin. Skoðanir almennings eru þó nokkuð afgerandi. Þegar svör könnunarinnar eru skoðuð í heild sést að 60 prósent vilja kjósa í haust, 26 prósent vilja kjósa í vor, 12 prósent segjast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö prósent vilja ekki svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 69,5 prósent vilja kjósa í haust en 30,5 prósent í vor. Heldur fleiri konur vilja kjósa í haust en karlar. Fólk á aldrinum 18-49 ára vill fremur kjósa í haust en þeir sem eldri eru. Könnunin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 og var svarhlutfallið því 84 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 85,7 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51
Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59