Joachim Löw ekki ánægður með leikstíl liða eins og Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2016 23:30 Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur sínar skoðanir á öllum "litlu" liðunum á EM 2016. Vísir/Getty Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. „Það var fullkomið að hafa sextán lið. Þá voru frábærir leikir frá fyrsta degi," sagði Joachim Löw á blaðamannafundi en hann saknar fyrirkomulagsins sem var notað frá 1996 til 2012. Fimm þjóðir eru að taka þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn og eitt af þeim er Ísland. Hin eru Slóvakía, Albanía, Norður-Írland og Wales. „Nú er komin upp allt önnur staða en það er augljóslega ekki hægt að fara með þetta til baka. Við verðum bara að sætta okkur við þetta," sagði Löw. Það eru 23 leikir að baki á mótinu og aðeins Spánn og Belgía hafa náð að skora þrjú mörk í einum leik, einu sinni hvort lið. Belgarnir bættust í hópinn með því að vinna Íra 3-0 fyrr í dag. „Það eru lið sem eru að spila öfga varnarleik. Þau gera það samt vel," sagði Löw. „Litlu liðin eins og Albanía og Wales eru mjög vel skóluð varnarlega," sagði Löw og nefndi ekki lið Íslands en þýski landsliðsþjálfarinn setur íslenska liðið örugglega í þennan flokk. „Þessi lið sjá sína möguleika í því að spila svona leikstíl. Þess vegna voru bara tvö mörk í leik þar til að það kom að leik Spánverjar og Tyrkja," sagði Löw. Hann segir líka að nýja kerfið sjái til þess að lið þurfi ekki að gera mikið til að eiga enn möguleika í lokaumferðinni. „Lið sem eru bara með eitt stig eftir tvo leiki eiga enn möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ekki mjög sanngjarnt en svona er þetta bara," sagði Löw. „Við verðum bara að sætta okkur við þetta og nota okkar tíma til að undirbúa okkur fyrir hvaða mótherja sem er," sagði Löw en næsti leikur þýska liðsins er á móti Norður-Írlandi á þriðjudaginn. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. „Það var fullkomið að hafa sextán lið. Þá voru frábærir leikir frá fyrsta degi," sagði Joachim Löw á blaðamannafundi en hann saknar fyrirkomulagsins sem var notað frá 1996 til 2012. Fimm þjóðir eru að taka þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn og eitt af þeim er Ísland. Hin eru Slóvakía, Albanía, Norður-Írland og Wales. „Nú er komin upp allt önnur staða en það er augljóslega ekki hægt að fara með þetta til baka. Við verðum bara að sætta okkur við þetta," sagði Löw. Það eru 23 leikir að baki á mótinu og aðeins Spánn og Belgía hafa náð að skora þrjú mörk í einum leik, einu sinni hvort lið. Belgarnir bættust í hópinn með því að vinna Íra 3-0 fyrr í dag. „Það eru lið sem eru að spila öfga varnarleik. Þau gera það samt vel," sagði Löw. „Litlu liðin eins og Albanía og Wales eru mjög vel skóluð varnarlega," sagði Löw og nefndi ekki lið Íslands en þýski landsliðsþjálfarinn setur íslenska liðið örugglega í þennan flokk. „Þessi lið sjá sína möguleika í því að spila svona leikstíl. Þess vegna voru bara tvö mörk í leik þar til að það kom að leik Spánverjar og Tyrkja," sagði Löw. Hann segir líka að nýja kerfið sjái til þess að lið þurfi ekki að gera mikið til að eiga enn möguleika í lokaumferðinni. „Lið sem eru bara með eitt stig eftir tvo leiki eiga enn möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ekki mjög sanngjarnt en svona er þetta bara," sagði Löw. „Við verðum bara að sætta okkur við þetta og nota okkar tíma til að undirbúa okkur fyrir hvaða mótherja sem er," sagði Löw en næsti leikur þýska liðsins er á móti Norður-Írlandi á þriðjudaginn.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira