Löngu hætt að vilja fara í dýragarða Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 17. júní 2016 07:00 Dýr efla hið góða í manneskjunni. Þau sýna skilyrðislausa ást en krefja mann ekki um ást. Þeim þykir óskaplega vænt um manninn,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sigurborg tók við starfinu í byrjun árs 2013. Yfirdýralæknir heyrir undir Matvælastofnun og verkefnin eru fjölbreytt. Sigurborg segist sakna þess að hafa hvergi orðið dýr í nafni stofnunarinnar. Lög um dýravelferð og -vernd tóku gildi 2014, en Sigurborg tók þátt í að móta þau. Hún segir að með lögunum hafi skapast betri möguleiki á að fylgja málum eftir. „Stærsta viðfangsefnið er reglulegt eftirlit. Síðan eru að berast ábendingar og við sinnum þeim. Það kemur ekki inn á mitt borð nema það séu stór mál og það þurfi að beita þvingunum eins og að vörslusvipta. Það er síðasta stráið sem við grípum til ef annað gengur ekki upp.“Sögulegar skýringar Hundaeigendum er tíðrætt um hversu óvelkomnir hundar séu í borginni. Víða erlendis eru hundar áberandi og þykir ekki tiltökumál þó þeir séu með á kaffihúsum, í búðum og í almenningssamgöngutækjum. Af hverju? „Þetta hefur sögulegar skýringar. Ísland er eitt af fáum, ef ekki eina landið í heiminum, sem hefur tekist að útrýma heilasulli sem er bandormur sem lifir í hundum og getur borist í manninn. Sullur er blaðra þar sem bandormurinn eða lirfan lifir, getur sest að í heila manna og fólk deyr af þeirra völdum. Það var gert mikið átak í því að útrýma þessum bandormi. Það voru hundahreinsarnir þar sem gengið var frá einum bæ til annars, hundum smalað og þeir ormahreinsaðir. Passað upp á að hundar væru ekki að komast í sláturúrgang þannig þeir væru ekki að smitast úr sauðfénu aftur. Hundar geta smitað fólk. Það var mikill áróður að hundar ættu ekki að vera í mannabústöðum, ættu að vera úti og ekki sleikja andlit, hendur eða matarílát. Það tekur kynslóðir að breyta þessum áhrifum sem áróðurinn hafði á fólk.“Góð áhrif á manninn Sigurborg segir að vegna hollustuháttareglugerðar séu gæludýr bönnuð víða. Hins vegar mætti gjarnan leyfa gæludýr víðar. „Áður var það sullurinn en nú er það ekki málið heldur ofnæmi. Auðvitað hefur fólk ofnæmi fyrir hundum og köttum en það er ekkert há tíðni. Örugglega innan við fimm prósent fólks eru með ofnæmi fyrir hundum. Það eru fleiri en dýrin sem bera vakana á sér. Við hunda- og kattaeigendur berum vakana á okkur í fötunum okkar. Rannsóknir sýna t.d. mjög mikið af ofnæmisvökum í skólastofum og íþróttahúsum.“ Sigurborg segir rannsóknir einnig sýna að gæludýr hafi góð áhrif á fólk. „Hundar á elliheimilum hafa gefið góða raun. Dýr bæta, kæta og hressa. Það er engin spurning að dýr hafa afskaplega góð áhrif á manninn. Bæði róandi og gleðja mikið. Sérstaklega er þetta með fólk sem má sín minna, börn og gamalt fólk. Dýr eru ofboðslega góð í að örva og láta fólki líða vel. Það eru til þó nokkuð margar rannsóknir sem sýna fram á þetta.“ Sérstaklega hafi rannsóknir skoðað áhrif á gamalt fólk og heilabilað fólk. „Það er sýnt fram á að það örvast. Jafnvel fólk sem hefur ekki talað fer að tala við dýrin þó það vilji ekki tala við fólk. Það fer að brosa og verður jákvæðara.“Ábendingar um illa meðferð Til embættis yfirdýralæknis berast margar ábendingar um illa meðferð á dýrum. „Þetta eru um 560 ábendingar á ári,“ segir Sigurborg. „Við erum að fá flestar ábendingar um illa meðferð á gæludýrum en líka hrossum. Þetta eru dýrin sem standa manninum næst. Við fáum minna af ábendingum sem varða t.d. alifugla og svín, þau eru ekki fyrir augum almennings. Stundum er þetta alvarlegt og stundum á þetta ekkert við rök að styðjast, geta verið nágrannaerjur. Jafnvel hefnd.“ Sjáið þið ljót dæmi? „Já. Stundum þurfum við að kalla lögreglu okkur til aðstoðar til að fara inn í húsakynni. Við megum ekki beita ofbeldi og fara inn í húsakynni ef okkur er meinaður aðgangur eða ef við erum hrædd um að eitthvað komi upp á.“ Einnig hafa komið upp mál þar sem fólk safnar dýrum og hugsar ekki nægilega um þau. „Það eru oftast félagsleg vandamál, andleg veikindi. Oftast er eigandinn þess fullviss að hann sé að fara vel með dýrið en áttar sig ekki á að svo er ekki.“Varphænubúin verst Hvernig er staðan á þessum helstu stóru búum á þessu landi? „Ég held við séum nokkuð framarlega almennt, en sérstaklega aftarlega með varphænur, og svínahald. Við höfum ekki fylgst að með Evrópusambandsríkjunum sem hafa afnumið t.d. búrahald hænsna fyrir þó nokkuð mörgum árum. Eins í svínahaldi, þá er lausaganga gyltna krafa. Þetta erum við að taka upp með nýjum lögum um velferð dýra. Það fékk hver dýrategund nýja reglugerð sem er byggð á þessum nýju lögum. Þar eru miklar framfarir að verða. Það hefur mikið breyst undanfarið en það tekur tíma.“ Sjálf þekkir Sigurborg vel til alifuglaræktarinnar. „Ég vann sjálf í sjö ár hjá alifuglabúi. Kjúklingar eru aldir á gólfi, þeir fara inn í hús sem eru mjög hrein. Þau eru sótthreinsuð, nýr spónn á gólfum og upphituð þegar fuglarnir koma inn dagsgamlir. Þetta er allt vegna smithættu. Kjúklingarnir eru allir frjálsir og hafa mikið pláss til að byrja með. Þessi tegund sem er hér á landi, Ross-stofn, vex óskaplega hratt. Kjúklingur sem við kaupum í búð er af fugli sem er 35 daga gamall. Síðustu dagana er aðeins farið að þrengja að fuglinum. Oft er fólk að rugla þessu saman við búrahald og halda að kjúklingar séu aldir í búrum en svo er ekki. Sumir eru meira að segja farnir að hleypa þeim út en þá er meiri hætta á camphylo-bakteríu eða salmonellu. Það er reynt að verjast því eins og kostur er.“ Hún segir varphænur hins vegar oft í búrum. „Það er það sem við erum að afleggja núna. Á næstu árum. Þar erum við eftirbátar. Það eru alltaf fleiri og fleiri bú á Íslandi sem eru að hverfa úr þessu búrahaldi og eru að fara í lausagönguhænur sem eru þá frjálsar á gólfi. En búskapur á íslandi er almennt góður og almennt vel hugsað um dýr. En það eru alltaf einhverjir sem gera það ekki og þá bara tökum við á því.“Þyrftu stuðning ríkisins Hún segir almenna ánægju með breytingar á löggjöf um dýravelferð. „Auðvitað eru atvinnugreinarnar að benda á að samhliða þessum breytingum verður til kostnaður. Þeir þurfa að fara í breytingar sem geta verið umfangsmiklar, dýrar og tímafrekar. Svínaræktin hefur óskað eftir að ríkið veiti stuðning við greinarnar. Þetta er þekkt í ESB og í nágrannalöndum okkar, að þegar ríkið setur auknar kröfur sem kosta mikið þá hefur ríkið komið með pening til stuðnings. Það flýtir fyrir.“ Bregðast bú fljótt við ef þið gerið athugasemdir? „Auðvitað er það misjafnt en yfirleitt taka dýraeigendur því alvarlega. Maður þarf að vera stöðugt að þrýsta á. Það er svona smátt og smátt að síast inn að við erum virkilega að fylgja málum eftir.“ Sigurborg segir að það hafi reynst vel að beita dagsektum sem sé heimilt samkvæmt nýju löggjöfinni.Vill ekki gæludýravegabréf Svokölluð dýravegabréf hafa verið í umræðunni meðal gæludýraeigenda sem þykir sumum miður að geta ekki ferðast með dýr sín milli landa. „Samkvæmt íslenskri löggjöf er bannað að flytja lifandi dýr til landsins en svo kemur heilmikil klausa, að það sé samt leyfilegt að gera það að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með hunda og ketti eru skilyrði. Það þarf að rannsaka dýrið og bólusetja áður en það kemur til landsins. Þegar það er komið þarf það að vera fjórar vikur í einangrun. Ef það stenst skoðun að fjórum vikum liðnum þá er einangrun aflétt og dýrið fær að vera í frjálsu flæði á Íslandi.“ Hefur einangrun ekki vond áhrif á dýrin? „Auðvitað er það álag, flutningurinn per se, að fara í flugvél og vera svo fjarri eigendum sínum. En þau venjast því hratt. Dýr eru háð því að hafa rútínu. Ég vann úti í Hrísey um tíma, þau voru virkilega óróleg fyrstu tvo til þrjá sólarhringana en eftir það eru þau komin í rútínu, eigandinn kom ekki í heimsókn og þá læra þau það og verða róleg. Það er ekki svo slæmt fyrir dýrið að vera í einangrun þennan tíma.“ Ertu ekki fylgjandi því að það verði gefin út gæludýravegabréf? „Ekki eins og staðan er. Gæludýravegabréfið eitt og sér segir að dýrið sé af þessum uppruna, hvar það hafi verið og fyrir hvaða sjúkdómum það hafi verið bólusett. En það getur hafa verið úti um allt, það getur borið í sér smit þó það sé bólusett við einhverjum öðrum sjúkdómum. Á Íslandi erum við svo vel sett að við erum laus við flesta þessara sjúkdóma sem eru víða um heim. Við höfum viljað halda þessari góðu sjúkdómastöðu – ekki síst dýranna vegna.“Sigurborg telur fjórar vikur í einangrun við gæludýraflutninga algjört lágmark. „Fyrst voru fjórir mánuðir. Síðan hefur þetta verið stytt og hluti skýringarinnar er sá að núna er dýrið undirbúið betur í heimalandi sínu.“ Ekki hrifin af dýragörðum „Það að svipta dýr frelsi er stórt dýravelferðarmál, eins og í dýragörðum. Til hvers erum við að þessu? Okkur til skemmtunar, ánægju og yndisauka en dýrunum líður kannski ekkert vel,“ segir Sigurborg. „Ég er löngu hætt að fara í dýragarða. Ég finn til með þessum dýrum.“ Hvað með Húsdýragarðinn? „Þar eru dýr sem eru af íslenskum uppruna. Þetta eru húsdýr, nema refurinn, minkurinn og selurinn og hreindýrin. En ég er ekki voðalega hrifin.“ Finnst þér að það ætti að banna dýragarða? „Nei. Það er örugglega hægt að hafa dýragarða þar sem dýrunum líður sæmilega vel. Fyrsta grein í nýju dýrareglulögunum er þannig að dýr eru verur sem eru með tilfinningar jafnt og maðurinn. Lögin segja að þau eigi að geta sýnt sitt eðlilega atferli eins og kostur er. Það að vera með dýragarð og geta ekki uppfyllt þessar náttúrulegu þarfir dýranna, þá er virkilega spurning hvort það sé rétt.“ Fréttir af flugi Föstudagsviðtalið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Dýr efla hið góða í manneskjunni. Þau sýna skilyrðislausa ást en krefja mann ekki um ást. Þeim þykir óskaplega vænt um manninn,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sigurborg tók við starfinu í byrjun árs 2013. Yfirdýralæknir heyrir undir Matvælastofnun og verkefnin eru fjölbreytt. Sigurborg segist sakna þess að hafa hvergi orðið dýr í nafni stofnunarinnar. Lög um dýravelferð og -vernd tóku gildi 2014, en Sigurborg tók þátt í að móta þau. Hún segir að með lögunum hafi skapast betri möguleiki á að fylgja málum eftir. „Stærsta viðfangsefnið er reglulegt eftirlit. Síðan eru að berast ábendingar og við sinnum þeim. Það kemur ekki inn á mitt borð nema það séu stór mál og það þurfi að beita þvingunum eins og að vörslusvipta. Það er síðasta stráið sem við grípum til ef annað gengur ekki upp.“Sögulegar skýringar Hundaeigendum er tíðrætt um hversu óvelkomnir hundar séu í borginni. Víða erlendis eru hundar áberandi og þykir ekki tiltökumál þó þeir séu með á kaffihúsum, í búðum og í almenningssamgöngutækjum. Af hverju? „Þetta hefur sögulegar skýringar. Ísland er eitt af fáum, ef ekki eina landið í heiminum, sem hefur tekist að útrýma heilasulli sem er bandormur sem lifir í hundum og getur borist í manninn. Sullur er blaðra þar sem bandormurinn eða lirfan lifir, getur sest að í heila manna og fólk deyr af þeirra völdum. Það var gert mikið átak í því að útrýma þessum bandormi. Það voru hundahreinsarnir þar sem gengið var frá einum bæ til annars, hundum smalað og þeir ormahreinsaðir. Passað upp á að hundar væru ekki að komast í sláturúrgang þannig þeir væru ekki að smitast úr sauðfénu aftur. Hundar geta smitað fólk. Það var mikill áróður að hundar ættu ekki að vera í mannabústöðum, ættu að vera úti og ekki sleikja andlit, hendur eða matarílát. Það tekur kynslóðir að breyta þessum áhrifum sem áróðurinn hafði á fólk.“Góð áhrif á manninn Sigurborg segir að vegna hollustuháttareglugerðar séu gæludýr bönnuð víða. Hins vegar mætti gjarnan leyfa gæludýr víðar. „Áður var það sullurinn en nú er það ekki málið heldur ofnæmi. Auðvitað hefur fólk ofnæmi fyrir hundum og köttum en það er ekkert há tíðni. Örugglega innan við fimm prósent fólks eru með ofnæmi fyrir hundum. Það eru fleiri en dýrin sem bera vakana á sér. Við hunda- og kattaeigendur berum vakana á okkur í fötunum okkar. Rannsóknir sýna t.d. mjög mikið af ofnæmisvökum í skólastofum og íþróttahúsum.“ Sigurborg segir rannsóknir einnig sýna að gæludýr hafi góð áhrif á fólk. „Hundar á elliheimilum hafa gefið góða raun. Dýr bæta, kæta og hressa. Það er engin spurning að dýr hafa afskaplega góð áhrif á manninn. Bæði róandi og gleðja mikið. Sérstaklega er þetta með fólk sem má sín minna, börn og gamalt fólk. Dýr eru ofboðslega góð í að örva og láta fólki líða vel. Það eru til þó nokkuð margar rannsóknir sem sýna fram á þetta.“ Sérstaklega hafi rannsóknir skoðað áhrif á gamalt fólk og heilabilað fólk. „Það er sýnt fram á að það örvast. Jafnvel fólk sem hefur ekki talað fer að tala við dýrin þó það vilji ekki tala við fólk. Það fer að brosa og verður jákvæðara.“Ábendingar um illa meðferð Til embættis yfirdýralæknis berast margar ábendingar um illa meðferð á dýrum. „Þetta eru um 560 ábendingar á ári,“ segir Sigurborg. „Við erum að fá flestar ábendingar um illa meðferð á gæludýrum en líka hrossum. Þetta eru dýrin sem standa manninum næst. Við fáum minna af ábendingum sem varða t.d. alifugla og svín, þau eru ekki fyrir augum almennings. Stundum er þetta alvarlegt og stundum á þetta ekkert við rök að styðjast, geta verið nágrannaerjur. Jafnvel hefnd.“ Sjáið þið ljót dæmi? „Já. Stundum þurfum við að kalla lögreglu okkur til aðstoðar til að fara inn í húsakynni. Við megum ekki beita ofbeldi og fara inn í húsakynni ef okkur er meinaður aðgangur eða ef við erum hrædd um að eitthvað komi upp á.“ Einnig hafa komið upp mál þar sem fólk safnar dýrum og hugsar ekki nægilega um þau. „Það eru oftast félagsleg vandamál, andleg veikindi. Oftast er eigandinn þess fullviss að hann sé að fara vel með dýrið en áttar sig ekki á að svo er ekki.“Varphænubúin verst Hvernig er staðan á þessum helstu stóru búum á þessu landi? „Ég held við séum nokkuð framarlega almennt, en sérstaklega aftarlega með varphænur, og svínahald. Við höfum ekki fylgst að með Evrópusambandsríkjunum sem hafa afnumið t.d. búrahald hænsna fyrir þó nokkuð mörgum árum. Eins í svínahaldi, þá er lausaganga gyltna krafa. Þetta erum við að taka upp með nýjum lögum um velferð dýra. Það fékk hver dýrategund nýja reglugerð sem er byggð á þessum nýju lögum. Þar eru miklar framfarir að verða. Það hefur mikið breyst undanfarið en það tekur tíma.“ Sjálf þekkir Sigurborg vel til alifuglaræktarinnar. „Ég vann sjálf í sjö ár hjá alifuglabúi. Kjúklingar eru aldir á gólfi, þeir fara inn í hús sem eru mjög hrein. Þau eru sótthreinsuð, nýr spónn á gólfum og upphituð þegar fuglarnir koma inn dagsgamlir. Þetta er allt vegna smithættu. Kjúklingarnir eru allir frjálsir og hafa mikið pláss til að byrja með. Þessi tegund sem er hér á landi, Ross-stofn, vex óskaplega hratt. Kjúklingur sem við kaupum í búð er af fugli sem er 35 daga gamall. Síðustu dagana er aðeins farið að þrengja að fuglinum. Oft er fólk að rugla þessu saman við búrahald og halda að kjúklingar séu aldir í búrum en svo er ekki. Sumir eru meira að segja farnir að hleypa þeim út en þá er meiri hætta á camphylo-bakteríu eða salmonellu. Það er reynt að verjast því eins og kostur er.“ Hún segir varphænur hins vegar oft í búrum. „Það er það sem við erum að afleggja núna. Á næstu árum. Þar erum við eftirbátar. Það eru alltaf fleiri og fleiri bú á Íslandi sem eru að hverfa úr þessu búrahaldi og eru að fara í lausagönguhænur sem eru þá frjálsar á gólfi. En búskapur á íslandi er almennt góður og almennt vel hugsað um dýr. En það eru alltaf einhverjir sem gera það ekki og þá bara tökum við á því.“Þyrftu stuðning ríkisins Hún segir almenna ánægju með breytingar á löggjöf um dýravelferð. „Auðvitað eru atvinnugreinarnar að benda á að samhliða þessum breytingum verður til kostnaður. Þeir þurfa að fara í breytingar sem geta verið umfangsmiklar, dýrar og tímafrekar. Svínaræktin hefur óskað eftir að ríkið veiti stuðning við greinarnar. Þetta er þekkt í ESB og í nágrannalöndum okkar, að þegar ríkið setur auknar kröfur sem kosta mikið þá hefur ríkið komið með pening til stuðnings. Það flýtir fyrir.“ Bregðast bú fljótt við ef þið gerið athugasemdir? „Auðvitað er það misjafnt en yfirleitt taka dýraeigendur því alvarlega. Maður þarf að vera stöðugt að þrýsta á. Það er svona smátt og smátt að síast inn að við erum virkilega að fylgja málum eftir.“ Sigurborg segir að það hafi reynst vel að beita dagsektum sem sé heimilt samkvæmt nýju löggjöfinni.Vill ekki gæludýravegabréf Svokölluð dýravegabréf hafa verið í umræðunni meðal gæludýraeigenda sem þykir sumum miður að geta ekki ferðast með dýr sín milli landa. „Samkvæmt íslenskri löggjöf er bannað að flytja lifandi dýr til landsins en svo kemur heilmikil klausa, að það sé samt leyfilegt að gera það að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með hunda og ketti eru skilyrði. Það þarf að rannsaka dýrið og bólusetja áður en það kemur til landsins. Þegar það er komið þarf það að vera fjórar vikur í einangrun. Ef það stenst skoðun að fjórum vikum liðnum þá er einangrun aflétt og dýrið fær að vera í frjálsu flæði á Íslandi.“ Hefur einangrun ekki vond áhrif á dýrin? „Auðvitað er það álag, flutningurinn per se, að fara í flugvél og vera svo fjarri eigendum sínum. En þau venjast því hratt. Dýr eru háð því að hafa rútínu. Ég vann úti í Hrísey um tíma, þau voru virkilega óróleg fyrstu tvo til þrjá sólarhringana en eftir það eru þau komin í rútínu, eigandinn kom ekki í heimsókn og þá læra þau það og verða róleg. Það er ekki svo slæmt fyrir dýrið að vera í einangrun þennan tíma.“ Ertu ekki fylgjandi því að það verði gefin út gæludýravegabréf? „Ekki eins og staðan er. Gæludýravegabréfið eitt og sér segir að dýrið sé af þessum uppruna, hvar það hafi verið og fyrir hvaða sjúkdómum það hafi verið bólusett. En það getur hafa verið úti um allt, það getur borið í sér smit þó það sé bólusett við einhverjum öðrum sjúkdómum. Á Íslandi erum við svo vel sett að við erum laus við flesta þessara sjúkdóma sem eru víða um heim. Við höfum viljað halda þessari góðu sjúkdómastöðu – ekki síst dýranna vegna.“Sigurborg telur fjórar vikur í einangrun við gæludýraflutninga algjört lágmark. „Fyrst voru fjórir mánuðir. Síðan hefur þetta verið stytt og hluti skýringarinnar er sá að núna er dýrið undirbúið betur í heimalandi sínu.“ Ekki hrifin af dýragörðum „Það að svipta dýr frelsi er stórt dýravelferðarmál, eins og í dýragörðum. Til hvers erum við að þessu? Okkur til skemmtunar, ánægju og yndisauka en dýrunum líður kannski ekkert vel,“ segir Sigurborg. „Ég er löngu hætt að fara í dýragarða. Ég finn til með þessum dýrum.“ Hvað með Húsdýragarðinn? „Þar eru dýr sem eru af íslenskum uppruna. Þetta eru húsdýr, nema refurinn, minkurinn og selurinn og hreindýrin. En ég er ekki voðalega hrifin.“ Finnst þér að það ætti að banna dýragarða? „Nei. Það er örugglega hægt að hafa dýragarða þar sem dýrunum líður sæmilega vel. Fyrsta grein í nýju dýrareglulögunum er þannig að dýr eru verur sem eru með tilfinningar jafnt og maðurinn. Lögin segja að þau eigi að geta sýnt sitt eðlilega atferli eins og kostur er. Það að vera með dýragarð og geta ekki uppfyllt þessar náttúrulegu þarfir dýranna, þá er virkilega spurning hvort það sé rétt.“
Fréttir af flugi Föstudagsviðtalið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira