Valdið er þitt Natan Kolbeinsson skrifar 16. júní 2016 12:41 Sveitastjórnarkosningarnar árið 2014 voru mér vonbrigði vegna þess að aðeins um helmingur ungs fólks undir 30 ára mætti á kjörstað. Þátttaka í þessum kosningum var sú minnsta frá stofnun lýðveldis á Íslandi og líka þær fyrstu þar sem kosningaþátttakan var skráð eftir aldri. Það er mjög alvarlegt vandamál þegar ungt fólk sér sér ekki fært að mæta á kjörstað og hafa þannig áhrif á hvernig landinu okkar og sveitarfélögum er stjórnað. Það er sorglegt því að á Íslandi, eins og á hinum Norðurlöndunum, höfum við mjög ríka og sterka hefð fyrir því að fólk mæti á kjörstað. Þó kjörsókn fari minnkandi annars staðar en hér á landi þá gerir hún það hraðar hér en á öðrum Norðurlöndum. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er ekkert meiri eða minni en annarra aldurshópa og þvert á það sem við höldum þá er ungt fólk mjög áhugasamt um stjórnmál. Í könnun sem Maskína gerði og kom út 8. apríl kemur meðal annars fram að 90,9% fólks 25 ára og yngra fylgdist mikið með atburðunum sem áttu sér stað eftir Kastljósþáttinn þar sem Panamaskjölin voru fyrst opinberuð.Þó ungt fólk vanti kannski rödd inn á Alþingi eða í sveitastjórnum þá hefur það látið í sér heyra á samfélagsmiðlum með byltingum á borð við #égerekkitabú og #freethenipple. Ungt fólk getur svo sannarlega látið í sér heyra og gerir það reglulega. Vandamálið er að það mætir bara ekki á kjörstað til þess að kjósa sér fulltrúa sem geta breytt samfélaginu með þeim.Ég skora hér með á ungt fólk að mæta á kjörstað þann 25. júní til að kjósa forseta. Einstakling sem er tilbúinn í að taka slaginn með þeim og breyta því sem þau vilja breyta í samfélaginu. Hvort sem það er Andri Snær, Guðni, Halla eða einn af þeim fjölmörgu frambjóðendum sem gefið hafa kost á sér þá skora ég á þig að mæta. Valdið er þitt til að breyta því sem þig langar að breyta og það gerist ekki nema þú mætir á kjörstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Sveitastjórnarkosningarnar árið 2014 voru mér vonbrigði vegna þess að aðeins um helmingur ungs fólks undir 30 ára mætti á kjörstað. Þátttaka í þessum kosningum var sú minnsta frá stofnun lýðveldis á Íslandi og líka þær fyrstu þar sem kosningaþátttakan var skráð eftir aldri. Það er mjög alvarlegt vandamál þegar ungt fólk sér sér ekki fært að mæta á kjörstað og hafa þannig áhrif á hvernig landinu okkar og sveitarfélögum er stjórnað. Það er sorglegt því að á Íslandi, eins og á hinum Norðurlöndunum, höfum við mjög ríka og sterka hefð fyrir því að fólk mæti á kjörstað. Þó kjörsókn fari minnkandi annars staðar en hér á landi þá gerir hún það hraðar hér en á öðrum Norðurlöndum. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er ekkert meiri eða minni en annarra aldurshópa og þvert á það sem við höldum þá er ungt fólk mjög áhugasamt um stjórnmál. Í könnun sem Maskína gerði og kom út 8. apríl kemur meðal annars fram að 90,9% fólks 25 ára og yngra fylgdist mikið með atburðunum sem áttu sér stað eftir Kastljósþáttinn þar sem Panamaskjölin voru fyrst opinberuð.Þó ungt fólk vanti kannski rödd inn á Alþingi eða í sveitastjórnum þá hefur það látið í sér heyra á samfélagsmiðlum með byltingum á borð við #égerekkitabú og #freethenipple. Ungt fólk getur svo sannarlega látið í sér heyra og gerir það reglulega. Vandamálið er að það mætir bara ekki á kjörstað til þess að kjósa sér fulltrúa sem geta breytt samfélaginu með þeim.Ég skora hér með á ungt fólk að mæta á kjörstað þann 25. júní til að kjósa forseta. Einstakling sem er tilbúinn í að taka slaginn með þeim og breyta því sem þau vilja breyta í samfélaginu. Hvort sem það er Andri Snær, Guðni, Halla eða einn af þeim fjölmörgu frambjóðendum sem gefið hafa kost á sér þá skora ég á þig að mæta. Valdið er þitt til að breyta því sem þig langar að breyta og það gerist ekki nema þú mætir á kjörstað.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun