Skoðanakannanir og skoðanamyndandi kannanir Guðjón Jensson skrifar 14. júní 2016 07:00 Fyrir nokkrum árum var hringt í heimasíma minn og eg beðinn um að svara nokkrum spurningum. Eg svaraði þeim framan af en brátt rann á mig tvær grímur þegar eg fékk framan í mig spurningu sem mér þótti bæði tortryggilega leiðandi. Þar sem eg færðist undan að svara spurningu viðkomandi hvaða stjórnmálaflokk eg hygðist velja við næstu kosningar. Var eg þá spurður að því hvort líklegt væri eg kysi Sjálfstæðisflokkinn fremur en aðra flokka! Eðlileg viðbrögð mín voru að vita hver spyrjandinn væri og á hvers vegum hann væri. Þannig leiðandi eða veiðandi spurningar eru bannaðar fyrir dómstólum landsins og er það hlutverk dómara sem og lögmanna að vera á varðbergi og koma í veg fyrir slíka lögleysu. Spurningar sem þessar með fyrirfram svarmöguleika virðast vera heimilar hvað viðhorfskannanir varða enda engin lög eða reglur um þær. Þegar hringt er í fólk og spurt óviðeigandi spurninga kann það ekki aðeins að vera móðgun við borgara, heldur einnig jafnvel ógn við lýðræðið. Í flestum lýðræðislöndum eru mjög strangar reglur um gerð skoðanakannana, hverjir megi gera þær, framkvæmd þeirra og kynningu. Gerðar eru þær kröfur að þær séu vandaðar og framkvæmdar af viðurkenndum aðilum þar sem farið er eftir vísindalegri aðferðafræði. Þar er jafnvel bannað að framkvæma skoðanakannanir ákveðinn tíma fyrir kjördag, oft er miðað við viku. Hér á Íslandi er þetta eins og í villta vestrinu þar sem allt á að vera svo frjálslegt og allt eigi að vera heimilt. Oft er vikið að því að fara eigi eftir íslenskum lögum sem oft eru ærið forneskjuleg og gjörsamlega úr takti við nútímaaðstæður og þjóðfélag nútímans. Hér virðist sem hvaða fúskari sem er geti gert það sem honum sýnist án þess að nokkur finni að. Nú er rétt að benda á að „skoðanakönnun“ er ekki alltaf skoðanakönnun. Ef fram er lögð leiðandi spurning eins og þá sem fram hefur komið er ekki um vísindalega aðferð að ræða heldur skoðanamyndandi könnun sem er einskis virði. Slíkar „kannanir“ eru oft settar fram af hagsmunaaðila sem hefur hag af því að beina athygli sérstaklega að þeim aðila sem viðkomandi vill fá fylgi. Þessar kannanir eru fremur til þess fallnar að móta skoðanir fremur en að mæla. Því ber að líta til annarra landa eftir góðum fyrirmyndum. Alþingi Íslendinga á að setja lög um skoðanakannanir og þá sérstaklega með kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta Íslands í huga. Það er mjög brýnt að tryggja að þjóðfélagið fái að þróast hér áfram þannig að mannréttindi og lýðræðið verði bætt eftir því sem skynsemi og rökhugsun byggist á. Rétt væri að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um faglega ráðgjöf en þar eru að líkindum framkvæmdar vönduðustu skoðanakannanir í dag. Sennilega náum við ekki að setja slík lög fyrir næstu kosningar vegna forseta lýðveldisins þann 25. júní en ætti að nægja fyrir næstu fyrirhuguðu kosningar til Alþingis eins og ríkisstjórnin hefur lofað landsmönnum að hausti komanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var hringt í heimasíma minn og eg beðinn um að svara nokkrum spurningum. Eg svaraði þeim framan af en brátt rann á mig tvær grímur þegar eg fékk framan í mig spurningu sem mér þótti bæði tortryggilega leiðandi. Þar sem eg færðist undan að svara spurningu viðkomandi hvaða stjórnmálaflokk eg hygðist velja við næstu kosningar. Var eg þá spurður að því hvort líklegt væri eg kysi Sjálfstæðisflokkinn fremur en aðra flokka! Eðlileg viðbrögð mín voru að vita hver spyrjandinn væri og á hvers vegum hann væri. Þannig leiðandi eða veiðandi spurningar eru bannaðar fyrir dómstólum landsins og er það hlutverk dómara sem og lögmanna að vera á varðbergi og koma í veg fyrir slíka lögleysu. Spurningar sem þessar með fyrirfram svarmöguleika virðast vera heimilar hvað viðhorfskannanir varða enda engin lög eða reglur um þær. Þegar hringt er í fólk og spurt óviðeigandi spurninga kann það ekki aðeins að vera móðgun við borgara, heldur einnig jafnvel ógn við lýðræðið. Í flestum lýðræðislöndum eru mjög strangar reglur um gerð skoðanakannana, hverjir megi gera þær, framkvæmd þeirra og kynningu. Gerðar eru þær kröfur að þær séu vandaðar og framkvæmdar af viðurkenndum aðilum þar sem farið er eftir vísindalegri aðferðafræði. Þar er jafnvel bannað að framkvæma skoðanakannanir ákveðinn tíma fyrir kjördag, oft er miðað við viku. Hér á Íslandi er þetta eins og í villta vestrinu þar sem allt á að vera svo frjálslegt og allt eigi að vera heimilt. Oft er vikið að því að fara eigi eftir íslenskum lögum sem oft eru ærið forneskjuleg og gjörsamlega úr takti við nútímaaðstæður og þjóðfélag nútímans. Hér virðist sem hvaða fúskari sem er geti gert það sem honum sýnist án þess að nokkur finni að. Nú er rétt að benda á að „skoðanakönnun“ er ekki alltaf skoðanakönnun. Ef fram er lögð leiðandi spurning eins og þá sem fram hefur komið er ekki um vísindalega aðferð að ræða heldur skoðanamyndandi könnun sem er einskis virði. Slíkar „kannanir“ eru oft settar fram af hagsmunaaðila sem hefur hag af því að beina athygli sérstaklega að þeim aðila sem viðkomandi vill fá fylgi. Þessar kannanir eru fremur til þess fallnar að móta skoðanir fremur en að mæla. Því ber að líta til annarra landa eftir góðum fyrirmyndum. Alþingi Íslendinga á að setja lög um skoðanakannanir og þá sérstaklega með kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta Íslands í huga. Það er mjög brýnt að tryggja að þjóðfélagið fái að þróast hér áfram þannig að mannréttindi og lýðræðið verði bætt eftir því sem skynsemi og rökhugsun byggist á. Rétt væri að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um faglega ráðgjöf en þar eru að líkindum framkvæmdar vönduðustu skoðanakannanir í dag. Sennilega náum við ekki að setja slík lög fyrir næstu kosningar vegna forseta lýðveldisins þann 25. júní en ætti að nægja fyrir næstu fyrirhuguðu kosningar til Alþingis eins og ríkisstjórnin hefur lofað landsmönnum að hausti komanda.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar