Leikur hinna glötuðu tækifæra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2016 07:00 Björgvin Páll varði 20 skot í íslenska markinu gegn Portúgal. vísir/stefán Ísland vann þriggja marka sigur, 26-23, á Portúgal í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2017 í Laugardalshöll í gær. Forystan er naum og það verður ekkert svigrúm fyrir mistök í Porto á fimmtudaginn þegar seinni leikurinn fer fram. Íslenska liðið spilaði afbragðs góða vörn og fyrir aftan hana átti Björgvin Páll Gústavsson stórleik. Markvörðurinn öflugi varði 20 skot í leiknum, eða tæpan helming af þeim skotum sem hann fékk á sig. Hann var mátulega sáttur þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum eftir leikinn í gær. „Við vorum ekki mikið að spá í muninn fyrir leikinn. Aðalatriðið var að vinna hann og það tókst. Við erum ánægðir að geta kvatt þessa frábæru stuðningsmenn með sigri og ætlum að taka þessa stemningu með okkur í seinni leikinn,“ sagði Björgvin. Þrátt fyrir sterka vörn og frábæra markvörslu skoraði Ísland aðeins þrjú mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum í gær. Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki með vegna meiðsla og íslenska liðið saknaði hans í hraðaupphlaupunum og á vítalínunni en Alfredo Quintana, markvörður Portúgals, varði fjögur af fimm vítaköstum Íslendinga í leiknum. „Þetta datt ekkert frábærlega fyrir okkur,“ sagði Björgvin um skortinn á hraðaupphlaupum. „Portúgalarnir eru rosalega fljótir, með snögga hornamenn og þeir eru aðeins ferskari en við. En við viljum ná þessum auðveldu mörkum og ef við hefðum fengið 3-4 svoleiðis mörk til viðbótar hefði þetta litið öðruvísi út. Við tökum þetta samt og förum allavega með þrjú mörk í farteskinu til Portúgals.“ Geir Sveinsson, sem stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn í mótsleik, kom nokkuð á óvart með uppstillingu sinni í upphafi leiks. Bjarki Már Elísson byrjaði í vinstra horninu í stað Guðjóns Vals, Kári Kristjánsson á línunni og Ólafur Guðmundsson í stöðu vinstri skyttu, auk þess sem hann lék í miðju íslensku varnarinnar. Bjarki og Kári komust vel frá sínu og Ólafur var sterkur í vörninni en náði sér ekki á strik í sókninni frekar en margir íslensku leikmannanna. Boltinn gekk hægt í sóknarleiknum og það var alltof mikið um hnoð. Íslenska liðið fékk ótal tækifæri til að hrista það portúgalska af sér en gestirnir reyndust erfiðir. Portúgalar eru stórir, líkamlega sterkir og algjörlega ólseigir. „Þetta er hrynjandinn hjá þessu portúgalska liði. Þeir eru rosalega kaflaskiptir en það eru gæði í nokkrum leikmönnum þarna sem stíga alltaf upp þegar á móti blæs,“ sagði Björgvin en íslenska liðið fór illa að ráði sínu undir lok leiksins. Í stöðunni 25-21, þegar tvær mínútur voru eftir, komst Rúnar Kárason í gott færi en hitti ekki markið. Portúgalar þökkuðu pent fyrir sig og skoruðu tvö síðustu þremur mörkum leiksins. „Það hefði kannski verið sanngjarnt að klára þetta með 5-6 marka mun en þetta er niðurstaðan,“ sagði Björgvin að endingu. Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ísland vann þriggja marka sigur, 26-23, á Portúgal í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2017 í Laugardalshöll í gær. Forystan er naum og það verður ekkert svigrúm fyrir mistök í Porto á fimmtudaginn þegar seinni leikurinn fer fram. Íslenska liðið spilaði afbragðs góða vörn og fyrir aftan hana átti Björgvin Páll Gústavsson stórleik. Markvörðurinn öflugi varði 20 skot í leiknum, eða tæpan helming af þeim skotum sem hann fékk á sig. Hann var mátulega sáttur þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum eftir leikinn í gær. „Við vorum ekki mikið að spá í muninn fyrir leikinn. Aðalatriðið var að vinna hann og það tókst. Við erum ánægðir að geta kvatt þessa frábæru stuðningsmenn með sigri og ætlum að taka þessa stemningu með okkur í seinni leikinn,“ sagði Björgvin. Þrátt fyrir sterka vörn og frábæra markvörslu skoraði Ísland aðeins þrjú mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum í gær. Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki með vegna meiðsla og íslenska liðið saknaði hans í hraðaupphlaupunum og á vítalínunni en Alfredo Quintana, markvörður Portúgals, varði fjögur af fimm vítaköstum Íslendinga í leiknum. „Þetta datt ekkert frábærlega fyrir okkur,“ sagði Björgvin um skortinn á hraðaupphlaupum. „Portúgalarnir eru rosalega fljótir, með snögga hornamenn og þeir eru aðeins ferskari en við. En við viljum ná þessum auðveldu mörkum og ef við hefðum fengið 3-4 svoleiðis mörk til viðbótar hefði þetta litið öðruvísi út. Við tökum þetta samt og förum allavega með þrjú mörk í farteskinu til Portúgals.“ Geir Sveinsson, sem stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn í mótsleik, kom nokkuð á óvart með uppstillingu sinni í upphafi leiks. Bjarki Már Elísson byrjaði í vinstra horninu í stað Guðjóns Vals, Kári Kristjánsson á línunni og Ólafur Guðmundsson í stöðu vinstri skyttu, auk þess sem hann lék í miðju íslensku varnarinnar. Bjarki og Kári komust vel frá sínu og Ólafur var sterkur í vörninni en náði sér ekki á strik í sókninni frekar en margir íslensku leikmannanna. Boltinn gekk hægt í sóknarleiknum og það var alltof mikið um hnoð. Íslenska liðið fékk ótal tækifæri til að hrista það portúgalska af sér en gestirnir reyndust erfiðir. Portúgalar eru stórir, líkamlega sterkir og algjörlega ólseigir. „Þetta er hrynjandinn hjá þessu portúgalska liði. Þeir eru rosalega kaflaskiptir en það eru gæði í nokkrum leikmönnum þarna sem stíga alltaf upp þegar á móti blæs,“ sagði Björgvin en íslenska liðið fór illa að ráði sínu undir lok leiksins. Í stöðunni 25-21, þegar tvær mínútur voru eftir, komst Rúnar Kárason í gott færi en hitti ekki markið. Portúgalar þökkuðu pent fyrir sig og skoruðu tvö síðustu þremur mörkum leiksins. „Það hefði kannski verið sanngjarnt að klára þetta með 5-6 marka mun en þetta er niðurstaðan,“ sagði Björgvin að endingu.
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira