Enn betri Reykjavík Halldór Auðar Svansson skrifar 10. júní 2016 07:00 Reykjavíkurborg hefur síðan 2010 haldið úti vefsíðunni www.betrireykjavik.is í samstarfi við sjálfseignarstofnunina Íbúa. Betri Reykjavík er samt meira en bara vefsíða heldur er þetta stærra fyrirbæri sem tengist beint inn í stjórnsýslu borgarinnar. Á síðunni geta íbúar lagt fram hugmyndir, rökrætt þær og kosið um þær sín á milli. Reykjavíkurborg skuldbindur sig síðan til að taka vinsælustu hugmyndir hvers mánaðar til formlegrar umfjöllunar innan borgarkerfisins. Sumar eru samþykktar og öðrum hafnað en ferlið er þó alltaf gagnsætt og ákvarðanir rökstuddar, rétt eins og gerist með t.d. tillögur sem borgarfulltrúar leggja fram innan borgarkerfisins. Með þessu hafa íbúar borgarinnar rödd beint inn í kerfið. Jafnframt hefur farið fram árleg söfnun og forgangsröðun á hugmyndum íbúa að framkvæmdum í hverfum borgarinnar undir formerkinu Betri hverfi, þar sem 300 milljónir úr borgarsjóði eru eyrnamerktar framkvæmdum sem íbúar leggja fram og kjósa síðan um sjálfir. Þannig eru Betri hverfi svipuð og Betri Reykjavík, nema þau afmarkast við tiltekin mál (framkvæmdir) en eru líka með upphæð sem er úthlutað fyrirfram úr borgarsjóði sem tryggir að þær hugmyndir sem íbúar kjósa að setja í forgang ná alltaf fram að ganga. Betri hverfi eru einnig þróuð og rekin af Íbúum þó vefsvæðið og vörumerkið hafi hingað til verið annað. Í samstarfssáttmála þeirra fjögurra flokka sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn segir að „Gerð verði úttekt á kostum og göllum Betri Reykjavíkur og Betri hverfa og gerðar tillögur um næstu skref í rafrænu þátttökulýðræði“. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands var fengin til verksins og skilaði hún úttektarskýrslu sinni í janúar á þessu ári. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð ásamt starfshópi embættismanna hefur síðan verið að vinna úr niðurstöðum hennar og nýta þær til að móta formlegri stefnu gagnvart Betri Reykjavík og rafrænu lýðræði í Reykjavík almennt en verið hefur. Hverfið mitt Eitt sem þegar hefur verið ákveðið er að bregðast við þeim ruglingi sem það hefur skapað að reyna að viðhalda tveimur vörumerkjum, Betri Reykjavík og Betri hverfum, með því að fella Betri hverfi einfaldlega undir Betri Reykjavík og gefa því árlega átaki heitið Hverfið mitt. Þannig sjáum við fyrir okkur að undir Betri Reykjavík geti verið ýmislegt í gangi og að Hverfið mitt sé bara eitt af mörgu sem borgin býður íbúum upp á undir formerkjum Betri Reykjavíkur. Hverfið mitt er nú í fullum gangi og íbúar geta lagt fram hugmyndir til 15. júní. Hugmyndirnar verða síðan rýndar af umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar, kostnaðarmetnar og drög að því hvernig þær myndu líta út teiknuð upp. Þær fara þaðan í kosningu meðal íbúa 1.–8. nóvember næstkomandi og í framkvæmd sumarið 2017. Framkvæmdapotturinn hefur verið hækkaður úr 300 milljónum í 450 milljónir, en halda má því til haga að þar sem lengt hefur verið í ferlinu til að gefa borginni meiri tíma til að vinna úr hugmyndum áður en þær fara í kosningu verður ekkert framkvæmt undir formerkjum hverfakosninga á þessu ári. Með hækkuðum potti mun þetta þó jafna sig út og gott betur á fáeinum árum. Svo vill síðan til að Íbúar hafa setið hörðum höndum við að þróa nýja útgáfu af kerfinu sínu til að laga það að kröfum nútímans og bæta við virkni þess. Betri Reykjavík hefur því verið uppfærð og nú getur fólk t.d. látið myndefni og staðsetningu á korti fylgja með hugmyndum sínum. Kópavogur hefur tekið sama kerfi upp á sína arma í samstarfi við Íbúa en nú stendur yfir í fyrsta sinn hjá bænum átak svipað Hverfinu mínu sem heitir Okkar Kópavogur. Sveitarfélögin tvö munu án efa njóta góðs af reynslu hvort annars – og vonandi slást þau fleiri í hópinn sem fyrst. Hvað Reykjavíkurborg varðar munum við væntanlega halda áfram að þróa Betri Reykjavík í samstarfi við Íbúa, sem og aðrar lausnir í lýðræði á netinu út frá langtímastefnumörkun. Eitt atriði sem bent er á að vanti í úttektarskýrslu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er aukið samtal milli íbúa og borgarinnar á netinu, bæði um þær hugmyndir sem íbúar hafa og fyrirætlanir borgarinnar. Betri Reykjavík hefur hingað til að mestu boðið upp á einhliða samskipti frá íbúum til borgarinnar, sem er fínt svo langt sem það nær en það má setja markið hærra. Í raun hafa þessi markmið um gagnvirk samskipti nú þegar verið sett niður í gildandi upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar, en hún var uppfærð af stýrihópi á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs í fyrra eftir að hafa verið óbreytt í fimmtán ár. Fyrir liggja því mörg útfærsluatriði og ný útgáfa af vefsíðu Betri Reykjavíkur gefur fullt af tækifærum til að koma þeim í framkvæmd. Þá er bara að nýta þau vel. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur síðan 2010 haldið úti vefsíðunni www.betrireykjavik.is í samstarfi við sjálfseignarstofnunina Íbúa. Betri Reykjavík er samt meira en bara vefsíða heldur er þetta stærra fyrirbæri sem tengist beint inn í stjórnsýslu borgarinnar. Á síðunni geta íbúar lagt fram hugmyndir, rökrætt þær og kosið um þær sín á milli. Reykjavíkurborg skuldbindur sig síðan til að taka vinsælustu hugmyndir hvers mánaðar til formlegrar umfjöllunar innan borgarkerfisins. Sumar eru samþykktar og öðrum hafnað en ferlið er þó alltaf gagnsætt og ákvarðanir rökstuddar, rétt eins og gerist með t.d. tillögur sem borgarfulltrúar leggja fram innan borgarkerfisins. Með þessu hafa íbúar borgarinnar rödd beint inn í kerfið. Jafnframt hefur farið fram árleg söfnun og forgangsröðun á hugmyndum íbúa að framkvæmdum í hverfum borgarinnar undir formerkinu Betri hverfi, þar sem 300 milljónir úr borgarsjóði eru eyrnamerktar framkvæmdum sem íbúar leggja fram og kjósa síðan um sjálfir. Þannig eru Betri hverfi svipuð og Betri Reykjavík, nema þau afmarkast við tiltekin mál (framkvæmdir) en eru líka með upphæð sem er úthlutað fyrirfram úr borgarsjóði sem tryggir að þær hugmyndir sem íbúar kjósa að setja í forgang ná alltaf fram að ganga. Betri hverfi eru einnig þróuð og rekin af Íbúum þó vefsvæðið og vörumerkið hafi hingað til verið annað. Í samstarfssáttmála þeirra fjögurra flokka sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn segir að „Gerð verði úttekt á kostum og göllum Betri Reykjavíkur og Betri hverfa og gerðar tillögur um næstu skref í rafrænu þátttökulýðræði“. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands var fengin til verksins og skilaði hún úttektarskýrslu sinni í janúar á þessu ári. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð ásamt starfshópi embættismanna hefur síðan verið að vinna úr niðurstöðum hennar og nýta þær til að móta formlegri stefnu gagnvart Betri Reykjavík og rafrænu lýðræði í Reykjavík almennt en verið hefur. Hverfið mitt Eitt sem þegar hefur verið ákveðið er að bregðast við þeim ruglingi sem það hefur skapað að reyna að viðhalda tveimur vörumerkjum, Betri Reykjavík og Betri hverfum, með því að fella Betri hverfi einfaldlega undir Betri Reykjavík og gefa því árlega átaki heitið Hverfið mitt. Þannig sjáum við fyrir okkur að undir Betri Reykjavík geti verið ýmislegt í gangi og að Hverfið mitt sé bara eitt af mörgu sem borgin býður íbúum upp á undir formerkjum Betri Reykjavíkur. Hverfið mitt er nú í fullum gangi og íbúar geta lagt fram hugmyndir til 15. júní. Hugmyndirnar verða síðan rýndar af umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar, kostnaðarmetnar og drög að því hvernig þær myndu líta út teiknuð upp. Þær fara þaðan í kosningu meðal íbúa 1.–8. nóvember næstkomandi og í framkvæmd sumarið 2017. Framkvæmdapotturinn hefur verið hækkaður úr 300 milljónum í 450 milljónir, en halda má því til haga að þar sem lengt hefur verið í ferlinu til að gefa borginni meiri tíma til að vinna úr hugmyndum áður en þær fara í kosningu verður ekkert framkvæmt undir formerkjum hverfakosninga á þessu ári. Með hækkuðum potti mun þetta þó jafna sig út og gott betur á fáeinum árum. Svo vill síðan til að Íbúar hafa setið hörðum höndum við að þróa nýja útgáfu af kerfinu sínu til að laga það að kröfum nútímans og bæta við virkni þess. Betri Reykjavík hefur því verið uppfærð og nú getur fólk t.d. látið myndefni og staðsetningu á korti fylgja með hugmyndum sínum. Kópavogur hefur tekið sama kerfi upp á sína arma í samstarfi við Íbúa en nú stendur yfir í fyrsta sinn hjá bænum átak svipað Hverfinu mínu sem heitir Okkar Kópavogur. Sveitarfélögin tvö munu án efa njóta góðs af reynslu hvort annars – og vonandi slást þau fleiri í hópinn sem fyrst. Hvað Reykjavíkurborg varðar munum við væntanlega halda áfram að þróa Betri Reykjavík í samstarfi við Íbúa, sem og aðrar lausnir í lýðræði á netinu út frá langtímastefnumörkun. Eitt atriði sem bent er á að vanti í úttektarskýrslu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er aukið samtal milli íbúa og borgarinnar á netinu, bæði um þær hugmyndir sem íbúar hafa og fyrirætlanir borgarinnar. Betri Reykjavík hefur hingað til að mestu boðið upp á einhliða samskipti frá íbúum til borgarinnar, sem er fínt svo langt sem það nær en það má setja markið hærra. Í raun hafa þessi markmið um gagnvirk samskipti nú þegar verið sett niður í gildandi upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar, en hún var uppfærð af stýrihópi á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs í fyrra eftir að hafa verið óbreytt í fimmtán ár. Fyrir liggja því mörg útfærsluatriði og ný útgáfa af vefsíðu Betri Reykjavíkur gefur fullt af tækifærum til að koma þeim í framkvæmd. Þá er bara að nýta þau vel. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar