BREXIT eða hvað? Skjóðan skrifar 29. júní 2016 16:00 Bretar ákváðu í síðustu viku með naumum meirihluta að ganga úr ESB. Þegar úrslitin lágu fyrir varð mörgum ekki um sel. Gildir það jafnt um aðildarsinna og útgöngusinna. Sigurvegarar kosninganna hafa síðan dregið í land og í ljós hefur komið að mörg þau loforð, sem þeir veifuðu framan í kjósendur um betri kjör og fegurra mannlíf utan ESB voru ekki einungis innihaldslaus heldur beinlínis fölsk. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra en útgöngusinnum liggur ekkert á. Nú er ekki lengur kapphlaup til að losna undan illum hrammi ESB heldur snýst verkefni úrsagnarinnar helst um að hún verði nær eingöngu að forminu til þegar kemur að helstu atriðum Evrópusamvinnunnar. Útgöngumenn vilja halda í fjórfrelsið nema þeir vilja geta lokað landamærum fyrir fólksflutningum að geðþótta. Útgöngumenn vilja heldur ekki missa ýmsa þá fjárstyrki og aðstoð sem ESB hefur veitt t.d. í bresku dreifbýli. Í London eru helstu bankar heims með Evrópuhöfuðstöðvar sínar. Þeir eru þegar farnir að undirbúa flutning á þúsundum, eða jafn vel tugþúsundum, starfa frá London til meginlands Evrópu gangi Bretar út. Hér er ekki um að ræða farandverkamenn heldur bankamenn á útblásnum bónusum þannig að fjárhagslegt tjón London og Bretlands verður mikið. Breska pundið hefur verið í næstum frjálsu falli frá því Brexit var samþykkt og sér ekki fyrir endann á því. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Útganga Breta leiðir fyrirsjáanlega til þess að gríðarlegir fjármunir hverfa frá London, sem missir stöðu sína sem fjármálamiðstöð Evrópu. Af fréttum frá Bretlandi að dæma er hins vegar langlíklegast að í raun verði ekkert af Brexit. Þess í stað muni bæði bresk stjórnvöld og forsvarsmenn ESB draga djúpt andann og komast að samkomulagi um áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu, sem þá yrði væntanlega borin undir breska kjósendur. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í síðustu viku hafa án efa gert forystumönnum helstu ESB ríkja ljóst að að óbreyttu er veruleg hætta á að sambandið brotni í frumeindir sínar. Því heyrast ekki lengur raddir þess efnis að Bretar eigi bara að hypja sig hið fyrsta. Hætt er við að fleiri ríki kæmu í kjölfarið og það myndi ESB ekki standa af sér. Þess vegna mun lausn finnast og Bretar fara ekki út. Spákaupmenn munu aftur hefja kaup á pundum og hagnast vel á því þar sem pundið hækkar á ný. Á endanum samþykkja Bretar nýjan aðildarsamning og allir verða ánægðir nema þeir sem eru andsnúnir aðild að ESB af hugsjónaástæðum, svona tæplega helmingur Breta. Brexit Skjóðan Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Bretar ákváðu í síðustu viku með naumum meirihluta að ganga úr ESB. Þegar úrslitin lágu fyrir varð mörgum ekki um sel. Gildir það jafnt um aðildarsinna og útgöngusinna. Sigurvegarar kosninganna hafa síðan dregið í land og í ljós hefur komið að mörg þau loforð, sem þeir veifuðu framan í kjósendur um betri kjör og fegurra mannlíf utan ESB voru ekki einungis innihaldslaus heldur beinlínis fölsk. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra en útgöngusinnum liggur ekkert á. Nú er ekki lengur kapphlaup til að losna undan illum hrammi ESB heldur snýst verkefni úrsagnarinnar helst um að hún verði nær eingöngu að forminu til þegar kemur að helstu atriðum Evrópusamvinnunnar. Útgöngumenn vilja halda í fjórfrelsið nema þeir vilja geta lokað landamærum fyrir fólksflutningum að geðþótta. Útgöngumenn vilja heldur ekki missa ýmsa þá fjárstyrki og aðstoð sem ESB hefur veitt t.d. í bresku dreifbýli. Í London eru helstu bankar heims með Evrópuhöfuðstöðvar sínar. Þeir eru þegar farnir að undirbúa flutning á þúsundum, eða jafn vel tugþúsundum, starfa frá London til meginlands Evrópu gangi Bretar út. Hér er ekki um að ræða farandverkamenn heldur bankamenn á útblásnum bónusum þannig að fjárhagslegt tjón London og Bretlands verður mikið. Breska pundið hefur verið í næstum frjálsu falli frá því Brexit var samþykkt og sér ekki fyrir endann á því. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Útganga Breta leiðir fyrirsjáanlega til þess að gríðarlegir fjármunir hverfa frá London, sem missir stöðu sína sem fjármálamiðstöð Evrópu. Af fréttum frá Bretlandi að dæma er hins vegar langlíklegast að í raun verði ekkert af Brexit. Þess í stað muni bæði bresk stjórnvöld og forsvarsmenn ESB draga djúpt andann og komast að samkomulagi um áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu, sem þá yrði væntanlega borin undir breska kjósendur. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í síðustu viku hafa án efa gert forystumönnum helstu ESB ríkja ljóst að að óbreyttu er veruleg hætta á að sambandið brotni í frumeindir sínar. Því heyrast ekki lengur raddir þess efnis að Bretar eigi bara að hypja sig hið fyrsta. Hætt er við að fleiri ríki kæmu í kjölfarið og það myndi ESB ekki standa af sér. Þess vegna mun lausn finnast og Bretar fara ekki út. Spákaupmenn munu aftur hefja kaup á pundum og hagnast vel á því þar sem pundið hækkar á ný. Á endanum samþykkja Bretar nýjan aðildarsamning og allir verða ánægðir nema þeir sem eru andsnúnir aðild að ESB af hugsjónaástæðum, svona tæplega helmingur Breta.
Brexit Skjóðan Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira