Pólitískur ófriður skapar óróa á markaði Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júní 2016 11:00 Eftir miklar sveiflur í kjölfar úrslita Brexit-kosninganna á fimmtudaginn, kom ró á ný yfir hlutabréfamarkaðinn í Bretlandi og gengi sterlingspundsins styrktist gagnvart Bandaríkjadal í gær. Sögulegar lækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í kjölfar kosninganna. Á föstudaginn þurrkaðist 2,1 trilljón dollara út af alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem er meira en í alþjóðlega efnahagshruninu árið 2008. Um eftirmiðdaginn í gær hafði FTSE 100 vísitalan, sem nær til stærstu hundrað fyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum í London, hækkað í fyrsta sinn frá því á fimmtudaginn og hækkaði um samtals 2,6 prósent. Frá föstudeginum fram til lokunar markaða á mánudaginn hafði vísitalan lækkað um 5,6 prósent. Fjórða stærsta bankakerfi í heimi er í Bretlandi og fundu bankarnir strax fyrir áhrifum Brexit-kosninganna þegar gengi hlutabréfa í þeim lækkaði um allt að þrjátíu prósent á tveimur viðskiptadögum. Við lokun markaða á mánudag hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði lækkað um tíu prósent og í Citigroup um 13,5 prósent. Viðsnúningur varð hins vegar á hlutabréfamarkaði. Í gær hækkuðu bréf í HSBC um tæp tvö prósent, í Lloyds um 7,4 prósent. RBS hækkaði yfir daginn en við lokun markaða höfðu bréfin lækkað um 0,20 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði um eftirmiðdaginn í gær hækkað um tvö prósent. Gengi hlutabréfa í flugfélaginu easyJet lækkaði um tæplega 25 prósent á mánudag. Bréfin hækkuðu svo á hlutabréfamarkaði í gær um fimm prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nam um eftirmiðdaginn gær 1,33. Gengið var 1,32 á mánudag og hafði þá ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hafði lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur fylgt þróuninni erlendis, rétt eins og Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að yrði líklegt. Miklar lækkanir voru á markaðnum á föstudag og mánudag og lækkaði úrvalsvísitalan um 7,1 prósent. Gengi hlutabréfa fór þó hækkandi á ný í gær. Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 2,61 prósent og gengi bréfa í öllum fyrirtækjum nema HB Granda hækkaði. Lækkunin hjá HB Granda nam 0,34 prósentum. Erfitt er að spá í framhaldið. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með ráðamönnum í Brussel í gær. Ljóst er að gengi pundsins mun velta á því hvernig Bretland nær að semja sig út úr Evrópusambandinu. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, sagðist í samtali við Vísi í gær búast við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram. Brexit Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Eftir miklar sveiflur í kjölfar úrslita Brexit-kosninganna á fimmtudaginn, kom ró á ný yfir hlutabréfamarkaðinn í Bretlandi og gengi sterlingspundsins styrktist gagnvart Bandaríkjadal í gær. Sögulegar lækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í kjölfar kosninganna. Á föstudaginn þurrkaðist 2,1 trilljón dollara út af alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem er meira en í alþjóðlega efnahagshruninu árið 2008. Um eftirmiðdaginn í gær hafði FTSE 100 vísitalan, sem nær til stærstu hundrað fyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum í London, hækkað í fyrsta sinn frá því á fimmtudaginn og hækkaði um samtals 2,6 prósent. Frá föstudeginum fram til lokunar markaða á mánudaginn hafði vísitalan lækkað um 5,6 prósent. Fjórða stærsta bankakerfi í heimi er í Bretlandi og fundu bankarnir strax fyrir áhrifum Brexit-kosninganna þegar gengi hlutabréfa í þeim lækkaði um allt að þrjátíu prósent á tveimur viðskiptadögum. Við lokun markaða á mánudag hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði lækkað um tíu prósent og í Citigroup um 13,5 prósent. Viðsnúningur varð hins vegar á hlutabréfamarkaði. Í gær hækkuðu bréf í HSBC um tæp tvö prósent, í Lloyds um 7,4 prósent. RBS hækkaði yfir daginn en við lokun markaða höfðu bréfin lækkað um 0,20 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði um eftirmiðdaginn í gær hækkað um tvö prósent. Gengi hlutabréfa í flugfélaginu easyJet lækkaði um tæplega 25 prósent á mánudag. Bréfin hækkuðu svo á hlutabréfamarkaði í gær um fimm prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nam um eftirmiðdaginn gær 1,33. Gengið var 1,32 á mánudag og hafði þá ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hafði lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur fylgt þróuninni erlendis, rétt eins og Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að yrði líklegt. Miklar lækkanir voru á markaðnum á föstudag og mánudag og lækkaði úrvalsvísitalan um 7,1 prósent. Gengi hlutabréfa fór þó hækkandi á ný í gær. Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 2,61 prósent og gengi bréfa í öllum fyrirtækjum nema HB Granda hækkaði. Lækkunin hjá HB Granda nam 0,34 prósentum. Erfitt er að spá í framhaldið. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með ráðamönnum í Brussel í gær. Ljóst er að gengi pundsins mun velta á því hvernig Bretland nær að semja sig út úr Evrópusambandinu. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, sagðist í samtali við Vísi í gær búast við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram.
Brexit Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira