Brexit I og II Stjórnarmaðurinn skrifar 29. júní 2016 11:00 Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í liðinni viku að segja sig úr Evrópusambandinu. Hinn svokallaði Brexit er því orðinn að veruleika. Nokkrum dögum síðar féllu Englendingar, stærsta þjóðin á Bretlandseyjum, út úr Evrópu í annað sinn á nokkrum dögum. Nú sjálfri Evrópukeppninni í knattspyrnu, og það gegn okkur Íslendingum. Vitaskuld var um að ræða stærsta íþróttaafrek í sögu okkar Íslendinga. Fyrir Englendinga var þetta hins vegar stærsta áfall í samanlagðri íþróttasögunni, í það minnsta ef eitthvað er að marka götupressuna þar í landi. Íslendingar voru því beinlínis valdir að öðrum kafla í Brexit ef svo mætti kalla. Óhætt er að segja að frá því að atkvæðagreiðslunni lauk hafi allt titrað í Bretlandi. Hlutabréf, sérstaklega í bönkunum, eru í frjálsu falli og sterlingspundið er í sögulegum lægðum. Fasteignaviðskipti hafa allt að því stöðvast og matsstofnanir hafa lækkað lánshæfiseinkunn breska ríkissjóðsins. Við þetta bætist svo að landið er allt að því stjórnlaust á pólitíska sviðinu. David Cameron tilkynnti um afsögn sína og allt logar stafnanna á milli hjá Verkamannaflokknum. Viðbrögð við sigri íslenska liðsins á því enska voru ekki síður ofsakennd. Hodgson landsliðseinvaldur tók samstundis pokann sinn. Fyrirsagnir blaðanna voru heldur engin skemmtilesning fyrir leikmenn enska liðsins. Eitt blaðanna gekk meira að segja svo langt að gefa öllum leikmönnum núll í einkunn. Getur verið að meira sé líkt með Brexit I og II en mann grunar við fyrstu sýn? Allir leikmenn enska liðsins spila í ensku úrvalsdeildinni. Einungis einn leikmanna talar erlent tungumál. Þeir eru með öðrum orðum heimalningar sem fá spikfeita launatékka nánast í vöggugjöf. Þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum. Í íslenska liðinu eru hins vegar menn sem þurft hafa að hleypa heimdraganum. Búa einir í framandi löndum og fóta sig í ólíkum menningarheimum. Það þarf kjark til að rífa sig upp með rótum. Er þetta ekki upplagt dæmi um að fólk og samfélög, svo ekki sé talað um samfélög eyjaskeggja, hafa ekki bara gott af því að kynnast öðru en eigin heimahögum, heldur er það beinlínis nauðsynlegt ef ætlunin er að ná árangri og skara fram úr. Íslensku leikmennirnir sönnuðu með öðrum orðum hvurslags vitleysa það er hjá Bretum að ætla sér að snúa baki við Evrópu. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í liðinni viku að segja sig úr Evrópusambandinu. Hinn svokallaði Brexit er því orðinn að veruleika. Nokkrum dögum síðar féllu Englendingar, stærsta þjóðin á Bretlandseyjum, út úr Evrópu í annað sinn á nokkrum dögum. Nú sjálfri Evrópukeppninni í knattspyrnu, og það gegn okkur Íslendingum. Vitaskuld var um að ræða stærsta íþróttaafrek í sögu okkar Íslendinga. Fyrir Englendinga var þetta hins vegar stærsta áfall í samanlagðri íþróttasögunni, í það minnsta ef eitthvað er að marka götupressuna þar í landi. Íslendingar voru því beinlínis valdir að öðrum kafla í Brexit ef svo mætti kalla. Óhætt er að segja að frá því að atkvæðagreiðslunni lauk hafi allt titrað í Bretlandi. Hlutabréf, sérstaklega í bönkunum, eru í frjálsu falli og sterlingspundið er í sögulegum lægðum. Fasteignaviðskipti hafa allt að því stöðvast og matsstofnanir hafa lækkað lánshæfiseinkunn breska ríkissjóðsins. Við þetta bætist svo að landið er allt að því stjórnlaust á pólitíska sviðinu. David Cameron tilkynnti um afsögn sína og allt logar stafnanna á milli hjá Verkamannaflokknum. Viðbrögð við sigri íslenska liðsins á því enska voru ekki síður ofsakennd. Hodgson landsliðseinvaldur tók samstundis pokann sinn. Fyrirsagnir blaðanna voru heldur engin skemmtilesning fyrir leikmenn enska liðsins. Eitt blaðanna gekk meira að segja svo langt að gefa öllum leikmönnum núll í einkunn. Getur verið að meira sé líkt með Brexit I og II en mann grunar við fyrstu sýn? Allir leikmenn enska liðsins spila í ensku úrvalsdeildinni. Einungis einn leikmanna talar erlent tungumál. Þeir eru með öðrum orðum heimalningar sem fá spikfeita launatékka nánast í vöggugjöf. Þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum. Í íslenska liðinu eru hins vegar menn sem þurft hafa að hleypa heimdraganum. Búa einir í framandi löndum og fóta sig í ólíkum menningarheimum. Það þarf kjark til að rífa sig upp með rótum. Er þetta ekki upplagt dæmi um að fólk og samfélög, svo ekki sé talað um samfélög eyjaskeggja, hafa ekki bara gott af því að kynnast öðru en eigin heimahögum, heldur er það beinlínis nauðsynlegt ef ætlunin er að ná árangri og skara fram úr. Íslensku leikmennirnir sönnuðu með öðrum orðum hvurslags vitleysa það er hjá Bretum að ætla sér að snúa baki við Evrópu.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira