Vöknum og veljum rétt Þóranna Jónsdóttir skrifar 24. júní 2016 13:35 Ég ætla að láta þetta verða síðustu greinina í nokkurskonar þríliðu. Í þessari grein, eins og hinum, ætla ég að setja fram ósk. Óskin er sú að við vöknum, opnum augun og sjáum það augljósa. Að við sjáum að ákvörðunin um val á forsetaefni er þegar allt kemur til alls ekki svo erfið. Hún liggur í augum uppi. Reynslumikil, hlý og kjarkmikil kona hefur boðið sig fram, það er augljóst að við veljum Höllu. „Gefið okkur val“ bað ég fyrstu grein minni sem birtist snemma í maí. Þar bað ég sitjandi forseta að gefa nýju fólki svigrúm. Hann gerði það. Í annarri greininni bað ég fólk „Í fúlustu alvöru“ að hætta að óttast Davíð og gefa reynslu Höllu gaum. Viti menn, tveim dögum síðar hefur fylgi Höllu tvöfaldast og fylgi Davíðs hrunið. Allt er þegar þrennt er. Ég heyrði Elísabetu Jökulsdóttur, sem reyndar hefur sett óvenjulegan og skemmtilegan blæ á þessa kosningabaráttu, koma með áhugavert innlegg í hátíðarræðu þann 19.júní. Hún sagði að einstaklingar sem yrðu fyrir erfiðri lífsreynslu, ofbeldi eða nauðgun, gripu gjarnan til þess ráðs að þykjast sofa til að losna við sársaukann, þættust jafnvel dauðir. Hún velti fram þeirri spurningu hvort Fjallkonan þættist vera dauð. Ég velti því fyrir mér hvort hún hafi ekki einmitt átt við að við höfum síðustu vikurnar, í kjölfarið á Panama rússíbananum í apríl, eða kannski bara alveg síðan 2008, verið hálf dofin, látist vera sofandi. Kannski er það þess vegna sem við höfum ekki gefið þessum kosningum sérstakan gaum, sofið og látið segja okkur fyrir verkum. Síðustu átta vikur hafa ýmsir spekúlantar verið fengnir til að tjá sig um forsetakosningar. „Spekúlasjónirnar“ hafa yfirleitt ekki náð út yfir síðustu skoðanakönnun. Hver á fætur öðrum hefur talið ómögulegt annað en að Guðni beri sigur úr bítum. Áttuðu sig ekki á því að fólk gæti vaknað, að allt gæti gerst. Nú vil ég halda því til haga að ég tel Guðna vera góðan og grandvaran mann, mér dytti ekki í hug að hallmæla honum á nokkurn hátt. Ég held að flestum sé sama hvað hann sagði um Icesave eða Þorskastríðið, nema kannski Davíð. Hann hefur örugglega gert mistök eins og aðrir og það er í góðu lagi, þeir sem aldrei gera mistök læra minna en við hin. Guðni er greindur maður og drengur góður, en fólki er að verða ljóst að hann er ekki eini kosturinn og kannski ekki sá besti. Ég er bjartsýn, kannski er það sumarið, kannski er það frábært gengi á EM, hver veit? En svo mikið er víst að fólk er að vakna af doðanum, vindáttin er að snúast. Ég óska þess að þegar við vöknum á sunnudagsmorgun verðum við dúndur ánægð með þann forseta sem við völdum. Að við vöknum til lífsins, höfum kjark og þor til að velja besta kostinn, að við veljum Höllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að láta þetta verða síðustu greinina í nokkurskonar þríliðu. Í þessari grein, eins og hinum, ætla ég að setja fram ósk. Óskin er sú að við vöknum, opnum augun og sjáum það augljósa. Að við sjáum að ákvörðunin um val á forsetaefni er þegar allt kemur til alls ekki svo erfið. Hún liggur í augum uppi. Reynslumikil, hlý og kjarkmikil kona hefur boðið sig fram, það er augljóst að við veljum Höllu. „Gefið okkur val“ bað ég fyrstu grein minni sem birtist snemma í maí. Þar bað ég sitjandi forseta að gefa nýju fólki svigrúm. Hann gerði það. Í annarri greininni bað ég fólk „Í fúlustu alvöru“ að hætta að óttast Davíð og gefa reynslu Höllu gaum. Viti menn, tveim dögum síðar hefur fylgi Höllu tvöfaldast og fylgi Davíðs hrunið. Allt er þegar þrennt er. Ég heyrði Elísabetu Jökulsdóttur, sem reyndar hefur sett óvenjulegan og skemmtilegan blæ á þessa kosningabaráttu, koma með áhugavert innlegg í hátíðarræðu þann 19.júní. Hún sagði að einstaklingar sem yrðu fyrir erfiðri lífsreynslu, ofbeldi eða nauðgun, gripu gjarnan til þess ráðs að þykjast sofa til að losna við sársaukann, þættust jafnvel dauðir. Hún velti fram þeirri spurningu hvort Fjallkonan þættist vera dauð. Ég velti því fyrir mér hvort hún hafi ekki einmitt átt við að við höfum síðustu vikurnar, í kjölfarið á Panama rússíbananum í apríl, eða kannski bara alveg síðan 2008, verið hálf dofin, látist vera sofandi. Kannski er það þess vegna sem við höfum ekki gefið þessum kosningum sérstakan gaum, sofið og látið segja okkur fyrir verkum. Síðustu átta vikur hafa ýmsir spekúlantar verið fengnir til að tjá sig um forsetakosningar. „Spekúlasjónirnar“ hafa yfirleitt ekki náð út yfir síðustu skoðanakönnun. Hver á fætur öðrum hefur talið ómögulegt annað en að Guðni beri sigur úr bítum. Áttuðu sig ekki á því að fólk gæti vaknað, að allt gæti gerst. Nú vil ég halda því til haga að ég tel Guðna vera góðan og grandvaran mann, mér dytti ekki í hug að hallmæla honum á nokkurn hátt. Ég held að flestum sé sama hvað hann sagði um Icesave eða Þorskastríðið, nema kannski Davíð. Hann hefur örugglega gert mistök eins og aðrir og það er í góðu lagi, þeir sem aldrei gera mistök læra minna en við hin. Guðni er greindur maður og drengur góður, en fólki er að verða ljóst að hann er ekki eini kosturinn og kannski ekki sá besti. Ég er bjartsýn, kannski er það sumarið, kannski er það frábært gengi á EM, hver veit? En svo mikið er víst að fólk er að vakna af doðanum, vindáttin er að snúast. Ég óska þess að þegar við vöknum á sunnudagsmorgun verðum við dúndur ánægð með þann forseta sem við völdum. Að við vöknum til lífsins, höfum kjark og þor til að velja besta kostinn, að við veljum Höllu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar