Betur má ef duga skal! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 24. júní 2016 07:00 Föstudaginn 10. júní sl. var langþráðum áfanga náð í fangelsismálum þegar nýtt fangelsi var tekið í notkun. Mun það leysa af hólmi Hegningarhúsið og Kvennafangelsið. Þetta nýja fangelsi er ekki eingöngu merkilegt fyrir góðan aðbúnað og hönnun heldur er það fyrsta fangelsið sem er byggt sem fangelsi síðan Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874! Þess merkilegri er svo sú staðreynd að fangelsismál hafa lengi verið í ólestri, en Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafði kjark og metnað til að berjast fyrir byggingu nýs fangelsis á árunum 2011-2013 þegar staða ríkissjóðs var alvarleg. Ber að hrósa og þakka Ögmundi fyrir hans baráttu sem og líka þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólöfu Nordal að hafa fylgt málinu eftir af fullum þunga og klárað með sæmd. Nýja fangelsið er vel tæknilega útbúið gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með sérstakri deild fyrir kvenfanga. Í fangelsinu eru alls 56 fangaklefar. Heildarkostnaður við byggingu fangelsisins er um þrír milljarðar króna. Hið nýja fangelsi er tekið í notkun á mikilvægum tíma þar sem skortur hefur verið á fangelsisrýmum og hefur boðunarlisti aðila til afplánunar lengst á undanförnum árum. Árið 2007 voru 105 aðilar á boðunarlista, árið 2009 voru þeir orðnir 213, árið 2012 voru þeir 366 og árið 2014 var fjöldi aðila á boðunarlista kominn í 437 eða um um 300% fleiri en árið 2007. Fjöldi fanga sem er í afplánun á hverju ári er um 150. Fjöldi fanga á afplánunarlista fangelsismála hefur hin síðari ár aukist og þrátt fyrir tilkomu hins nýja fangelsis mun það ekki leysa vandann. Margt hefur verið gert til að mæta fjölgun fanga á afplánunarlistanum, m.a. hefur föngum verið gefinn kostur á afplánun með samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti auk hins gamla úrræðis, reynslulausn. Fjölga þarf rýmum Þrátt fyrir hið nýja fangelsi á Hólmsheiði, þá þarf að fjölga rýmum og bæta þjónustu við fanga, eins og sálfræðiþjónustu og aðgengi að námi og léttri vinnu. Árið 2010 gerði Ríkisendurskoðun skýrslu um stöðu fangelsismála á Íslandi. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar ekki var búið að ákveða byggingu fangelsisins á Hólmsheiði og einnig voru miklu færri á boðunarlista til afplánunar. Að auki hafa fleiri þungir dómar fallið síðan þá, m.a. vegna fíkniefnainnflutnings, kynferðisbrota og vegna löggjafar Alþingis um hertar refsingar. Ríkisendurskoðun lagði til í skýrslu sinni nokkra möguleika um hvernig eigi að takast á við aðsteðjandi vanda, m.a. byggingu nýs fangelsis og tvo kosti varðandi stækkun á fangelsinu á Litla-Hrauni. Annar kosturinn kallaði á stækkun sem næmi 22 rýmum og kostaði um 450 milljónir (um 550 milljónir á núvirði) eða meiri stækkun sem næmi 44 rýmum og kostaði um einn milljarð (um 1.250 milljónir á núvirði). Með því að ráðast í stækkun á Litla-Hrauni er hægt að lækka rekstrarkostnað. Með því að fjölga rýmum í fangelsum er hægt að stytta boðunarlista til afplánunar, kalla aðila fyrr í afplánun og draga úr óvissu meðal fanga og aðstandenda sem er í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ábyrgð samfélagsins að gæta fanga, gera þeim kleift að takast á við afplánun af reisn og auðvelda þeim að koma aftur í samfélagið sem betri menn. Opnun fangelsisins á Hólmsheiði er stórt skref í þessa átt en betur má ef duga skal. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn 10. júní sl. var langþráðum áfanga náð í fangelsismálum þegar nýtt fangelsi var tekið í notkun. Mun það leysa af hólmi Hegningarhúsið og Kvennafangelsið. Þetta nýja fangelsi er ekki eingöngu merkilegt fyrir góðan aðbúnað og hönnun heldur er það fyrsta fangelsið sem er byggt sem fangelsi síðan Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874! Þess merkilegri er svo sú staðreynd að fangelsismál hafa lengi verið í ólestri, en Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafði kjark og metnað til að berjast fyrir byggingu nýs fangelsis á árunum 2011-2013 þegar staða ríkissjóðs var alvarleg. Ber að hrósa og þakka Ögmundi fyrir hans baráttu sem og líka þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólöfu Nordal að hafa fylgt málinu eftir af fullum þunga og klárað með sæmd. Nýja fangelsið er vel tæknilega útbúið gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með sérstakri deild fyrir kvenfanga. Í fangelsinu eru alls 56 fangaklefar. Heildarkostnaður við byggingu fangelsisins er um þrír milljarðar króna. Hið nýja fangelsi er tekið í notkun á mikilvægum tíma þar sem skortur hefur verið á fangelsisrýmum og hefur boðunarlisti aðila til afplánunar lengst á undanförnum árum. Árið 2007 voru 105 aðilar á boðunarlista, árið 2009 voru þeir orðnir 213, árið 2012 voru þeir 366 og árið 2014 var fjöldi aðila á boðunarlista kominn í 437 eða um um 300% fleiri en árið 2007. Fjöldi fanga sem er í afplánun á hverju ári er um 150. Fjöldi fanga á afplánunarlista fangelsismála hefur hin síðari ár aukist og þrátt fyrir tilkomu hins nýja fangelsis mun það ekki leysa vandann. Margt hefur verið gert til að mæta fjölgun fanga á afplánunarlistanum, m.a. hefur föngum verið gefinn kostur á afplánun með samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti auk hins gamla úrræðis, reynslulausn. Fjölga þarf rýmum Þrátt fyrir hið nýja fangelsi á Hólmsheiði, þá þarf að fjölga rýmum og bæta þjónustu við fanga, eins og sálfræðiþjónustu og aðgengi að námi og léttri vinnu. Árið 2010 gerði Ríkisendurskoðun skýrslu um stöðu fangelsismála á Íslandi. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar ekki var búið að ákveða byggingu fangelsisins á Hólmsheiði og einnig voru miklu færri á boðunarlista til afplánunar. Að auki hafa fleiri þungir dómar fallið síðan þá, m.a. vegna fíkniefnainnflutnings, kynferðisbrota og vegna löggjafar Alþingis um hertar refsingar. Ríkisendurskoðun lagði til í skýrslu sinni nokkra möguleika um hvernig eigi að takast á við aðsteðjandi vanda, m.a. byggingu nýs fangelsis og tvo kosti varðandi stækkun á fangelsinu á Litla-Hrauni. Annar kosturinn kallaði á stækkun sem næmi 22 rýmum og kostaði um 450 milljónir (um 550 milljónir á núvirði) eða meiri stækkun sem næmi 44 rýmum og kostaði um einn milljarð (um 1.250 milljónir á núvirði). Með því að ráðast í stækkun á Litla-Hrauni er hægt að lækka rekstrarkostnað. Með því að fjölga rýmum í fangelsum er hægt að stytta boðunarlista til afplánunar, kalla aðila fyrr í afplánun og draga úr óvissu meðal fanga og aðstandenda sem er í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ábyrgð samfélagsins að gæta fanga, gera þeim kleift að takast á við afplánun af reisn og auðvelda þeim að koma aftur í samfélagið sem betri menn. Opnun fangelsisins á Hólmsheiði er stórt skref í þessa átt en betur má ef duga skal. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun