Kjósum rétt Halla Tómasdóttir skrifar 24. júní 2016 07:00 Kæru Íslendingar Nú göngum við til kosninga og veljum næsta forseta lýðveldisins. Að kosningum loknum er mikilvægt að sátt og sameining ríki um þann einstakling sem verður fyrir valinu. Því vil ég hvetja kjósendur til að nýta rétt sinn og kynna sér vel það sem þeir frambjóðendur sem í boði eru hafa fram að færa. Það skiptir máli að ákvörðunin sé tekin á upplýstan hátt, þannig fáum við góðan forseta. Forseti getur gert heilmikið gagn fyrir land og þjóð. Forseti slær tóninn og er fyrirmynd, getur leitt samtal um jafnrétti, menntun og náttúruvernd, er fyrirmynd sem sýnir virðingu og heiðarleika í verki. Forseti getur skapað tækifæri fyrir Íslendinga, opnað dyr og stutt við íþróttafólk, listamenn, vísindamenn, tæknifólk og sprotafyrirtæki. Ég mun vera duglegur forseti sem þjóðin getur í senn nýtt til góðra verka og verið stolt af. Úrslitin eru ekki ráðin, þitt atkvæði skiptir máli. Ég hvet þig til að kjósa þann frambjóðanda sem þú telur besta kostinn. Það er engin ástæða til að velja þann næstbesta til þess að koma í veg fyrir að sá sem þú vilt ekki komist að. Valið stendur að mörgu leyti milli fortíðar, þess að standa í stað, eða að horfa til framtíðar. Ég heyri að fleiri og fleiri ætla að kjósa framtíðina og vilja forseta sem mun gera gagn. Það skiptir máli að taka þátt því þannig getum við haft áhrif. Ég vel framtíðina og býð þjóðinni að fylgja mér í þeirri vegferð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru Íslendingar Nú göngum við til kosninga og veljum næsta forseta lýðveldisins. Að kosningum loknum er mikilvægt að sátt og sameining ríki um þann einstakling sem verður fyrir valinu. Því vil ég hvetja kjósendur til að nýta rétt sinn og kynna sér vel það sem þeir frambjóðendur sem í boði eru hafa fram að færa. Það skiptir máli að ákvörðunin sé tekin á upplýstan hátt, þannig fáum við góðan forseta. Forseti getur gert heilmikið gagn fyrir land og þjóð. Forseti slær tóninn og er fyrirmynd, getur leitt samtal um jafnrétti, menntun og náttúruvernd, er fyrirmynd sem sýnir virðingu og heiðarleika í verki. Forseti getur skapað tækifæri fyrir Íslendinga, opnað dyr og stutt við íþróttafólk, listamenn, vísindamenn, tæknifólk og sprotafyrirtæki. Ég mun vera duglegur forseti sem þjóðin getur í senn nýtt til góðra verka og verið stolt af. Úrslitin eru ekki ráðin, þitt atkvæði skiptir máli. Ég hvet þig til að kjósa þann frambjóðanda sem þú telur besta kostinn. Það er engin ástæða til að velja þann næstbesta til þess að koma í veg fyrir að sá sem þú vilt ekki komist að. Valið stendur að mörgu leyti milli fortíðar, þess að standa í stað, eða að horfa til framtíðar. Ég heyri að fleiri og fleiri ætla að kjósa framtíðina og vilja forseta sem mun gera gagn. Það skiptir máli að taka þátt því þannig getum við haft áhrif. Ég vel framtíðina og býð þjóðinni að fylgja mér í þeirri vegferð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar