Þegar Vigdís forseti mætti Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 22. júní 2016 12:43 Sumarið 1996 kusu Íslendingar nýjan forseta eins og nú en tveimur dögum fyrir kjördag gerðist annað stórmerkilegt í Íslandssögunni. Lög um staðfesta samvist öðluðust gildi sem veittu sambúðarfólki af sama kyni grundvallarréttindi. Á þessum tíma voru engar gleðigöngur í ágúst og langt frá því að þjóðin væri einhuga í stuðningi sínum við réttindabaráttu hinsegin fólks enda var það alls ekki ávísun á pólitískan frama að taka sér þar stöðu. Forstöðumaður safnaðarins Betel sagði í DV daginn fyrir lögfestinguna um sorgardag að ræða og að „[s]taðfest samvist breytir því ekki að Guð hefur andstyggð á kynvillu. Staðfest samvist hreinsar engan frá synd villunnar. Staðfest samvist gerir Ísland sekt um yfirtroðslur og að hafna Guðs lögum.“ Í ræðustól Alþingis vitnaði þingmaðurinn Árni Johnsen í biblíuna og í sjálfri þjóðkirkjunni voru harðlæstar dyr þrátt fyrir velvilja einstaka presta sem fæstir þorðu að koma fram undir merkjum opinberlega. Ári síðar var reyndar kjörinn biskup sem hlustaði bæði á svartstakka og tók á móti hinsegin fólki en gerði svo ekkert markvert í málunum og var á þann veginn gagnslaus forystumaður og jafnvel verri en nokkur andstæðingur málsins, en það er önnur saga. Það var í þessu andrúmslofti sem forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, þáði boð um að gerast heiðursgestur á frelsishátíð Samtakanna ´78 í Borgarleikhúsinu þar sem lagasetningunni og þýðingu hennar var fagnað. Ekki kom hún þangað til að fella sleggjudóma eða til að gefa út hástemmdar yfirlýsingar sem hristu upp í flokkapólitíkinni. Hún bara mætti og það í sjálfu sér var rammpólitískt útspil. Með blíðu brosi stillti forseti Íslands sér upp fyrir blaðaljósmyndara með jaðarsettum og smáðum minnihlutahópi og engum gat dulist að Vigdís Finnbogadóttir var vinur hinsegin fólks. Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir homma og lesbíur inn á við og sendi út sterk skilaboð um að nýir og betri tímar væru handan við hornið. Þannig virkar áhrifamáttur forseta Íslands. Lög um staðfesta samvist og öll önnur seinni baráttumál Samtakanna ´78 urðu stjórnmálamenn á Alþingi að takast á um og samþykkja en þegar Vigdís forseti mætti á þennan vettvang mátti öllum vera ljóst að fullnaðarsigurinn yrði hinsegin fólks að lokum. Þannig hefur forsetinn áhrif og lyftir málum en Alþingi sjálf völdin. Skjáskot af vef timarit.is. Forseti Íslands á að standa fyrir það sem hún eða hann trúir á í hjarta sínu og fylgja eftir þeim gildum af sannfæringu. Forsetinn á að hafa kjark og þor til að hreyfa við þjóðinni í mikilvægum málum og vekja fólk til umhugsunar þegar hætt er við að það fljóti sofandi að feigðarósi. Aðeins þannig á forseti þess kost að vera þjóðinni fyrirmynd og verða minnst í sögunni fyrir að hafa gert það sem rétt var og satt. Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðandi sem skilur áhrifamátt forseta Íslands. Hann hefur sýnt að hann þorir að lyfta málum sem aðrir vilja ekki snerta á. Andri Snær og Margrét Sjöfn kona hans eiga hugsjónir og framtíðarsýn fyrir land og þjóð og eru til þjónustu reiðubúin. Þau geta miðlað nýjum gildum og betra Íslandi áfram til annarra þjóða með sóma og reisn og markað þannig þáttaskilin sem beðið hefur verið eftir. Til þess hafa þau minn stuðning því raunverulegra breytinga hér á landi er svo sannarlega þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 1996 kusu Íslendingar nýjan forseta eins og nú en tveimur dögum fyrir kjördag gerðist annað stórmerkilegt í Íslandssögunni. Lög um staðfesta samvist öðluðust gildi sem veittu sambúðarfólki af sama kyni grundvallarréttindi. Á þessum tíma voru engar gleðigöngur í ágúst og langt frá því að þjóðin væri einhuga í stuðningi sínum við réttindabaráttu hinsegin fólks enda var það alls ekki ávísun á pólitískan frama að taka sér þar stöðu. Forstöðumaður safnaðarins Betel sagði í DV daginn fyrir lögfestinguna um sorgardag að ræða og að „[s]taðfest samvist breytir því ekki að Guð hefur andstyggð á kynvillu. Staðfest samvist hreinsar engan frá synd villunnar. Staðfest samvist gerir Ísland sekt um yfirtroðslur og að hafna Guðs lögum.“ Í ræðustól Alþingis vitnaði þingmaðurinn Árni Johnsen í biblíuna og í sjálfri þjóðkirkjunni voru harðlæstar dyr þrátt fyrir velvilja einstaka presta sem fæstir þorðu að koma fram undir merkjum opinberlega. Ári síðar var reyndar kjörinn biskup sem hlustaði bæði á svartstakka og tók á móti hinsegin fólki en gerði svo ekkert markvert í málunum og var á þann veginn gagnslaus forystumaður og jafnvel verri en nokkur andstæðingur málsins, en það er önnur saga. Það var í þessu andrúmslofti sem forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, þáði boð um að gerast heiðursgestur á frelsishátíð Samtakanna ´78 í Borgarleikhúsinu þar sem lagasetningunni og þýðingu hennar var fagnað. Ekki kom hún þangað til að fella sleggjudóma eða til að gefa út hástemmdar yfirlýsingar sem hristu upp í flokkapólitíkinni. Hún bara mætti og það í sjálfu sér var rammpólitískt útspil. Með blíðu brosi stillti forseti Íslands sér upp fyrir blaðaljósmyndara með jaðarsettum og smáðum minnihlutahópi og engum gat dulist að Vigdís Finnbogadóttir var vinur hinsegin fólks. Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir homma og lesbíur inn á við og sendi út sterk skilaboð um að nýir og betri tímar væru handan við hornið. Þannig virkar áhrifamáttur forseta Íslands. Lög um staðfesta samvist og öll önnur seinni baráttumál Samtakanna ´78 urðu stjórnmálamenn á Alþingi að takast á um og samþykkja en þegar Vigdís forseti mætti á þennan vettvang mátti öllum vera ljóst að fullnaðarsigurinn yrði hinsegin fólks að lokum. Þannig hefur forsetinn áhrif og lyftir málum en Alþingi sjálf völdin. Skjáskot af vef timarit.is. Forseti Íslands á að standa fyrir það sem hún eða hann trúir á í hjarta sínu og fylgja eftir þeim gildum af sannfæringu. Forsetinn á að hafa kjark og þor til að hreyfa við þjóðinni í mikilvægum málum og vekja fólk til umhugsunar þegar hætt er við að það fljóti sofandi að feigðarósi. Aðeins þannig á forseti þess kost að vera þjóðinni fyrirmynd og verða minnst í sögunni fyrir að hafa gert það sem rétt var og satt. Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðandi sem skilur áhrifamátt forseta Íslands. Hann hefur sýnt að hann þorir að lyfta málum sem aðrir vilja ekki snerta á. Andri Snær og Margrét Sjöfn kona hans eiga hugsjónir og framtíðarsýn fyrir land og þjóð og eru til þjónustu reiðubúin. Þau geta miðlað nýjum gildum og betra Íslandi áfram til annarra þjóða með sóma og reisn og markað þannig þáttaskilin sem beðið hefur verið eftir. Til þess hafa þau minn stuðning því raunverulegra breytinga hér á landi er svo sannarlega þörf.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar