Fjölmiðlahreiður í Efstaleiti? Ögmundur Jónasson skrifar 22. júní 2016 07:00 Ég þykist vita að skipulagsferli Útvarpsreitsins í Efstaleiti í Reykjavík sé á síðustu metrum. Enn er þó auglýst eftir athugasemdum við skipulagið. Mín athugasemd birtist hér. Hún felur jafnframt í sér andmæli gegn vaxandi verktakaræði. Ef mig ekki misminnir þá var upphaflega gert ráð fyrir þremur stórum RÚV byggingum á reitnum, þ.e. fyrir Útvarpið og Sjónvarpið og síðan upptökusali. Aldrei voru þó byggðar fleiri byggingar en ein á reitnum, sem ég hygg að hafi teygt sig frá Bústaðavegi að Listabraut. Hugsunin var sú að byggja þyrfti yfir margvíslega þjónustu og menningarstarfsemi sem þessi fjölmiðill þjóðarinnar sinnti. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, sagði í ávarpi við opnun Útvarpshússins, fara vel á því að staðsetja menninguna við Efstaleiti þar sem sæi vítt yfir.Breytt umhverfi Frá þessum tíma hafa allar aðstæður breyst. Til sögunnar eru komnir fleiri fjölmiðlar og áherslur í framleiðslu ljósvakaefnis allt aðrar en þegar húsakosturinn var upphaflega hannaður. Í stað mikils rýmis fyrir starfsemina hefur á síðari árum verið talin meiri þörf á óstaðbundnum og hreyfanlegum tækjakosti. Að sama skapi hefur allur tækjabúnaður minnkað mjög í umfangi. Við þekkjum það frá tölvunum okkar, en hraðminnkandi tölvur eru hluti af þessari þróun. Samhliða þessu hafa fyrirtæki sem starfa við framleiðslu sjónvarpsefnis eflst, að ekki sé minnst á kvikmyndaiðnaðinn, sem hefur bókstaflega sprungið út. Þá má ekki gleyma því að menntun á ýmsum sviðum fjölmiðlunar og fjölmiðlatengd listsköpun hefur stóraukist. Hér er því að finna gróskumikið umhverfi þar sem einn þáttur styður annan. Þegar aðstæður fyrr og nú eru bornar saman, verður manni ljóst, að í reynd stóð til að byggja undir þaki Ríkisútvarpsins yfir alla þessa starfsemi. Innihaldið var að eðli til hið sama og nú. Starfsemin hefur með öðrum orðum vaxið og fundið sér margbreytilegri skipulagsform.Klasasvæði fjölmiðlunar Og nú leyfi ég mér að spyrja hvort Útvarpsreiturinn í Efstaleiti væri ekki ákjósanlegt fjölmiðlunarhreiður; að þar verði skipulögð eins konar klasabyggð fyrir alla þessa starfsemi, eins og alltaf var í kortunum, og væri hún í ætt við klasabyggð háskólastarfseminnar neðan Suðurgötu og talsvert þar austur úr. Þessi hugsun hefur oft leitað á huga minn en tilefnið til athugasemdar minnar til skipulagsyfirvalda nú, eru skrif íbúa á svæðinu, sem andæfa ákaft, en af veikum mætti, áformum um risastórar íbúðabyggingar á Útvarpsreitnum og vilja róttækar breytingar á núverandi skipulagi. Þykir þeim mörgum vera sýnt að verktakar ráði of miklu um þróun byggðar í Reykjavík og að þetta sé enn eitt dæmi þar um.Íbúar gegn verktakaræði Ég hef margoft varað við verktakaræðinu. Það verður þannig til að fjárvana sveitarfélög (eða stofnanir) selja land og vilja fá sem mest fyrir sinn snúð. Verktakar bjóða í landið og vilja sem mest byggingarmagn bæði til að greiða fyrir lóðirnar og hafa eitthvað sjálfir upp úr krafsinu. Í þessu tilviki eiga bæði Borgin og Ríkisútvarpið hagsmuna að gæta sem seljendur lands. Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, skrifar um Efstaleitið í nýlegri grein í Fréttablaðinu að „í staðinn fyrir fallegan, friðsælan reit fáum við nágrannarnir svo fyrirferðarmikið, hábyggt og þröngsett hverfi, að það verður sannkallað ferlíki. Því meira byggingarmagn, þeim mun meira fé … Á liðnu sumri …lagði (ég) til aðra nýtingu lóðarinnar. Ég stakk upp á, að borgin keypti hana og nýtti í þágu útivistar og afþreyingar fyrir þá sem búa þarna í kring.“Borgaryfirvöld vilja hlusta Stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa marglýst þeim ásetningi að vilja hlusta á íbúana og taka tillit til óska þeirra. Þvert á þá hugsun koma síðan byggingaverktakarnir. Stórvarasamt er hve þeir eru farnir að ráða miklu bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Þótt þessi grein sé innlegg í umræðu um skipulagsmál er hún jafnframt og ekki síður, hvatning til Reykjavíkurborgar um að losa íbúa sína úr klóm verktaka, sem sælast eftir skipulagsvaldi og eru því miður að hafa sitt fram í alltof ríkum mæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ég þykist vita að skipulagsferli Útvarpsreitsins í Efstaleiti í Reykjavík sé á síðustu metrum. Enn er þó auglýst eftir athugasemdum við skipulagið. Mín athugasemd birtist hér. Hún felur jafnframt í sér andmæli gegn vaxandi verktakaræði. Ef mig ekki misminnir þá var upphaflega gert ráð fyrir þremur stórum RÚV byggingum á reitnum, þ.e. fyrir Útvarpið og Sjónvarpið og síðan upptökusali. Aldrei voru þó byggðar fleiri byggingar en ein á reitnum, sem ég hygg að hafi teygt sig frá Bústaðavegi að Listabraut. Hugsunin var sú að byggja þyrfti yfir margvíslega þjónustu og menningarstarfsemi sem þessi fjölmiðill þjóðarinnar sinnti. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, sagði í ávarpi við opnun Útvarpshússins, fara vel á því að staðsetja menninguna við Efstaleiti þar sem sæi vítt yfir.Breytt umhverfi Frá þessum tíma hafa allar aðstæður breyst. Til sögunnar eru komnir fleiri fjölmiðlar og áherslur í framleiðslu ljósvakaefnis allt aðrar en þegar húsakosturinn var upphaflega hannaður. Í stað mikils rýmis fyrir starfsemina hefur á síðari árum verið talin meiri þörf á óstaðbundnum og hreyfanlegum tækjakosti. Að sama skapi hefur allur tækjabúnaður minnkað mjög í umfangi. Við þekkjum það frá tölvunum okkar, en hraðminnkandi tölvur eru hluti af þessari þróun. Samhliða þessu hafa fyrirtæki sem starfa við framleiðslu sjónvarpsefnis eflst, að ekki sé minnst á kvikmyndaiðnaðinn, sem hefur bókstaflega sprungið út. Þá má ekki gleyma því að menntun á ýmsum sviðum fjölmiðlunar og fjölmiðlatengd listsköpun hefur stóraukist. Hér er því að finna gróskumikið umhverfi þar sem einn þáttur styður annan. Þegar aðstæður fyrr og nú eru bornar saman, verður manni ljóst, að í reynd stóð til að byggja undir þaki Ríkisútvarpsins yfir alla þessa starfsemi. Innihaldið var að eðli til hið sama og nú. Starfsemin hefur með öðrum orðum vaxið og fundið sér margbreytilegri skipulagsform.Klasasvæði fjölmiðlunar Og nú leyfi ég mér að spyrja hvort Útvarpsreiturinn í Efstaleiti væri ekki ákjósanlegt fjölmiðlunarhreiður; að þar verði skipulögð eins konar klasabyggð fyrir alla þessa starfsemi, eins og alltaf var í kortunum, og væri hún í ætt við klasabyggð háskólastarfseminnar neðan Suðurgötu og talsvert þar austur úr. Þessi hugsun hefur oft leitað á huga minn en tilefnið til athugasemdar minnar til skipulagsyfirvalda nú, eru skrif íbúa á svæðinu, sem andæfa ákaft, en af veikum mætti, áformum um risastórar íbúðabyggingar á Útvarpsreitnum og vilja róttækar breytingar á núverandi skipulagi. Þykir þeim mörgum vera sýnt að verktakar ráði of miklu um þróun byggðar í Reykjavík og að þetta sé enn eitt dæmi þar um.Íbúar gegn verktakaræði Ég hef margoft varað við verktakaræðinu. Það verður þannig til að fjárvana sveitarfélög (eða stofnanir) selja land og vilja fá sem mest fyrir sinn snúð. Verktakar bjóða í landið og vilja sem mest byggingarmagn bæði til að greiða fyrir lóðirnar og hafa eitthvað sjálfir upp úr krafsinu. Í þessu tilviki eiga bæði Borgin og Ríkisútvarpið hagsmuna að gæta sem seljendur lands. Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, skrifar um Efstaleitið í nýlegri grein í Fréttablaðinu að „í staðinn fyrir fallegan, friðsælan reit fáum við nágrannarnir svo fyrirferðarmikið, hábyggt og þröngsett hverfi, að það verður sannkallað ferlíki. Því meira byggingarmagn, þeim mun meira fé … Á liðnu sumri …lagði (ég) til aðra nýtingu lóðarinnar. Ég stakk upp á, að borgin keypti hana og nýtti í þágu útivistar og afþreyingar fyrir þá sem búa þarna í kring.“Borgaryfirvöld vilja hlusta Stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa marglýst þeim ásetningi að vilja hlusta á íbúana og taka tillit til óska þeirra. Þvert á þá hugsun koma síðan byggingaverktakarnir. Stórvarasamt er hve þeir eru farnir að ráða miklu bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Þótt þessi grein sé innlegg í umræðu um skipulagsmál er hún jafnframt og ekki síður, hvatning til Reykjavíkurborgar um að losa íbúa sína úr klóm verktaka, sem sælast eftir skipulagsvaldi og eru því miður að hafa sitt fram í alltof ríkum mæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun