Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2016 17:29 Íslendingar fagna marki gegn Englandi á EM. Vísir/Getty Fréttastofa AP er með áhugavert viðtal við Ken Way, svokallaðan frammistöðusálfræðing [e. performance psychologist], um frammistöðu Íslands á EM í Frakklandi og margumræddan samanburð okkar manna við nýkrýnda Englandsmeistara Leicester, þar sem Way starfar. „Ekki láta ykkur dreyma. Því um leið og það gerist þá farið þið að velta fyrir ykkur afleiðingum úrslitanna,“ voru ráðleggingar Way til íslenska landsliðsins. Kannski að starfslið íslenska landsliðsins ætti að leggja við hlustir enda afrek Leicester eitt það magnaðasta í sögu knattspyrnunnar. „Ef maður lætur leiða sig í gönur með pælingar um að ef við vinnum þennan leik, þá komumst við í undanúrslit, svo í úrslit og verðum svo meistarar - þá mun það draga úr manni orku og einbeitingu.“Sjá einnig: Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á Stade de France á sunnudagskvöld. Þó svo að Frakkar séu mun sigurstranglegri aðilinn, sérstaklega á heimavelli, eru fáir sem afskrifa íslenska liðið.Leicester varð Englandsmeistari í vor.vísir/gettyLiðsandi íslenska liðsins líkur Leicester „Maður sér víkingaviðhorf Íslendinganna. Wes Morgan [fyriliði Leicester] talaði um það í fyrra að þeir væru bræðrasveit sem væri reiðubúin að deyja hverjir fyrir aðra á vellinum. Það er liðsandi [í íslenska liðinu] sem er mjög líkur okkar.“ „Það leit út fyrir að íslenska liðið væri að skemmta sér [í leiknum gegn Englandi], allt liðið,“ sagði Way og sagði að upplifun hans af enska liðinu væri allt önnur. „Viðbrögð þeirra snerust ekki aðeins um að tapa leiknum heldur hvaða þýðingu tapið hefði heima og hvernig gagnrýni þeir myndu fá á sig,“ sagði Way. Hann segir einnig að leikmenn íslenska liðsins ættu að gleyma öllum vangaveltum um að frammistaða þeirra á EM gætu opnað á nýja möguleika fyrir þá. „Ekki hugsa með ykkur að þið gætuð nú komist á samning hjá Leicester, Real Madrid eða Chelsea,“ sagði hann.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40 Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Hefur tilfinningu fyrir því að Ísland og England muni eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 22. júní 2016 11:30 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Ragnar Sigurðsson gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur eftir frammistöðuna á EM. 29. júní 2016 08:33 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Sjá meira
Fréttastofa AP er með áhugavert viðtal við Ken Way, svokallaðan frammistöðusálfræðing [e. performance psychologist], um frammistöðu Íslands á EM í Frakklandi og margumræddan samanburð okkar manna við nýkrýnda Englandsmeistara Leicester, þar sem Way starfar. „Ekki láta ykkur dreyma. Því um leið og það gerist þá farið þið að velta fyrir ykkur afleiðingum úrslitanna,“ voru ráðleggingar Way til íslenska landsliðsins. Kannski að starfslið íslenska landsliðsins ætti að leggja við hlustir enda afrek Leicester eitt það magnaðasta í sögu knattspyrnunnar. „Ef maður lætur leiða sig í gönur með pælingar um að ef við vinnum þennan leik, þá komumst við í undanúrslit, svo í úrslit og verðum svo meistarar - þá mun það draga úr manni orku og einbeitingu.“Sjá einnig: Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á Stade de France á sunnudagskvöld. Þó svo að Frakkar séu mun sigurstranglegri aðilinn, sérstaklega á heimavelli, eru fáir sem afskrifa íslenska liðið.Leicester varð Englandsmeistari í vor.vísir/gettyLiðsandi íslenska liðsins líkur Leicester „Maður sér víkingaviðhorf Íslendinganna. Wes Morgan [fyriliði Leicester] talaði um það í fyrra að þeir væru bræðrasveit sem væri reiðubúin að deyja hverjir fyrir aðra á vellinum. Það er liðsandi [í íslenska liðinu] sem er mjög líkur okkar.“ „Það leit út fyrir að íslenska liðið væri að skemmta sér [í leiknum gegn Englandi], allt liðið,“ sagði Way og sagði að upplifun hans af enska liðinu væri allt önnur. „Viðbrögð þeirra snerust ekki aðeins um að tapa leiknum heldur hvaða þýðingu tapið hefði heima og hvernig gagnrýni þeir myndu fá á sig,“ sagði Way. Hann segir einnig að leikmenn íslenska liðsins ættu að gleyma öllum vangaveltum um að frammistaða þeirra á EM gætu opnað á nýja möguleika fyrir þá. „Ekki hugsa með ykkur að þið gætuð nú komist á samning hjá Leicester, Real Madrid eða Chelsea,“ sagði hann.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40 Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Hefur tilfinningu fyrir því að Ísland og England muni eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 22. júní 2016 11:30 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Ragnar Sigurðsson gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur eftir frammistöðuna á EM. 29. júní 2016 08:33 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Sjá meira
Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40
Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Hefur tilfinningu fyrir því að Ísland og England muni eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 22. júní 2016 11:30
Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29
Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Ragnar Sigurðsson gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur eftir frammistöðuna á EM. 29. júní 2016 08:33
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann