Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júlí 2016 14:30 Vísir/Getty Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. Aldo var steinrotaður af Conor McGregor í desember í fyrra. Aldo hafði verið UFC meistari í rúm fjögur ár áður en hann tapaði beltinu og er ákveðinn í að ná beltinu aftur. Hann fær tækifæri til þess í kvöld þegar hann mætir Frankie Edgar um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Sigurvegarinn úr viðureign þeirra mun svo mæta Conor McGregor. Aldo var alltaf þekktur fyrir að vera með harða höku og var það talið ómögulegt verk að rota hann. Það er oft talað um að eftir fyrsta rothöggið eiga bardagamenn í meiri erfiðleikum með að taka við höggum en áður og að hakan þeirra veikist. Þetta sáum við með Chuck Liddell á sínum tíma. Chuck Liddell var alltaf tilbúinn að taka við einu höggi til að veita annað og treysti á getu sína til að taka við höggum. Eftir fyrsta tapið eftir rothögg snarminnkaði getan hans til að taka við höggum og voru hans þrjú síðustu töp á ferlinum öll eftir rothögg. Nú er spurning hvort það sama verði upp á teningnum hjá Jose Aldo. Mun hann geta staðið af sér högg Frankie Edgar líkt og hann gat áður? Þeir Aldo og Edgar mættust fyrst árið 2012. Þá var Aldo fjaðurvigtarmeistarinn og Frankie Edgar nýkominn niður í fjaðurvigt eftir að hafa tapað léttvigtarbeltinu. Bardaginn var hnífjafn þar sem Aldo sigraði eftir dómaraákvörðun. Nú, fjórum árum síðar, eru breyttar aðstæður. Aldo er ekki lengur fjaðurvigtarmeistari og telja margir að hann sé ekki jafn góður í dag og hann var þá. Að sama skapi hefur Frankie Edgar sennilega aldrei verið betri og hefur hann sigrað fimm bardaga í röð gegnum sterkum andstæðingum. Síðast sáum við hann rota Chad Mendes í fyrstu lotu en enginn hefur klárað Mendes jafn fljótt og Edgar gerði. Búist er við jöfnum og spennandi bardaga í kvöld. Edgar er örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum og verður gaman að sjá hvernig Aldo kemur til baka. Við höfum heyrt sömu gömlu góðu tugguna hjá Aldo fyrir þennan bardaga. Hann hefur aldrei verið jafn hungraður, aldrei æft jafn vel fyrir bardaga og að þetta tap hafi verið akkúrat það sem hann þurfti til að kveikja eldmóðinn aftur. Við vitum hins vegar ekki hvaða áhrif þetta tap mun hafa á hann fyrr en við sjáum hann í búrinu í kvöld. UFC 200 hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. Aldo var steinrotaður af Conor McGregor í desember í fyrra. Aldo hafði verið UFC meistari í rúm fjögur ár áður en hann tapaði beltinu og er ákveðinn í að ná beltinu aftur. Hann fær tækifæri til þess í kvöld þegar hann mætir Frankie Edgar um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Sigurvegarinn úr viðureign þeirra mun svo mæta Conor McGregor. Aldo var alltaf þekktur fyrir að vera með harða höku og var það talið ómögulegt verk að rota hann. Það er oft talað um að eftir fyrsta rothöggið eiga bardagamenn í meiri erfiðleikum með að taka við höggum en áður og að hakan þeirra veikist. Þetta sáum við með Chuck Liddell á sínum tíma. Chuck Liddell var alltaf tilbúinn að taka við einu höggi til að veita annað og treysti á getu sína til að taka við höggum. Eftir fyrsta tapið eftir rothögg snarminnkaði getan hans til að taka við höggum og voru hans þrjú síðustu töp á ferlinum öll eftir rothögg. Nú er spurning hvort það sama verði upp á teningnum hjá Jose Aldo. Mun hann geta staðið af sér högg Frankie Edgar líkt og hann gat áður? Þeir Aldo og Edgar mættust fyrst árið 2012. Þá var Aldo fjaðurvigtarmeistarinn og Frankie Edgar nýkominn niður í fjaðurvigt eftir að hafa tapað léttvigtarbeltinu. Bardaginn var hnífjafn þar sem Aldo sigraði eftir dómaraákvörðun. Nú, fjórum árum síðar, eru breyttar aðstæður. Aldo er ekki lengur fjaðurvigtarmeistari og telja margir að hann sé ekki jafn góður í dag og hann var þá. Að sama skapi hefur Frankie Edgar sennilega aldrei verið betri og hefur hann sigrað fimm bardaga í röð gegnum sterkum andstæðingum. Síðast sáum við hann rota Chad Mendes í fyrstu lotu en enginn hefur klárað Mendes jafn fljótt og Edgar gerði. Búist er við jöfnum og spennandi bardaga í kvöld. Edgar er örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum og verður gaman að sjá hvernig Aldo kemur til baka. Við höfum heyrt sömu gömlu góðu tugguna hjá Aldo fyrir þennan bardaga. Hann hefur aldrei verið jafn hungraður, aldrei æft jafn vel fyrir bardaga og að þetta tap hafi verið akkúrat það sem hann þurfti til að kveikja eldmóðinn aftur. Við vitum hins vegar ekki hvaða áhrif þetta tap mun hafa á hann fyrr en við sjáum hann í búrinu í kvöld. UFC 200 hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15
Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30
Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45