Fá bætur vegna flugsins sem endaði í Amsterdam Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 11:00 Farþegar sem ferðuðust á vegum Vita með beinu flugi til Parísar en enduðu í Amsterdam fá bætur vegna þeirra óþæginda sem þeir urðu fyrir. Vísir/Getty/Vilhelm Ferðaskrifstofan Vita mun greiða 400 evrur, um 54 þúsund krónur, til farþega vélarinnar sem á leið sinni til Parísar fyrir leik Íslands og Frakklands á EM lenti óvænt í Amsterdam. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Vita, skipuleggjandi ferðarinnar, sendi á farþega vélarinnar í gær. Er fjárhæðinni ætlað að bæta fyrir þau óþægindi sem farþegar hafi orðið fyrir.Segja má að farþegar vélarinnar hafi vaðið eld og brennistein til þess að komast á áætlunarstað, leik Íslands og Frakklands á EM í París.Sjá einnig: 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til ParísarEftir að vélinni seinkaði um þrjá tíma vegna rýmingar Leifsstöðvar kom í ljós að vélin hafði ekki lendingarleyfi á áætluðum lendingarstað um 150 kílómetrum utan við París. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT Farþegum var því tilkynnt að lenda þyrfti í Amsterdam og þaðan tók við átta tíma rútuferð til Parísar. Í tölvupóstinum til farþega kemur fram að vegna þeirrar seinkunar sem orðið hafi á brottför frá Keflavík hafi flugvélin misst lendingarleyfi sitt á þeim flugvelli sem áætlað var að lenda á.Vita hafi reynt að komast inn á aðra flugvelli í Norður-Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg án árangurs. Því hafi eini kosturinn í stöðunni verið að lenda í Amsterdam. Jafnframt segir í tölvupósti Vita til farþega að þrátt fyrir að erlendur flugrekandi hafi borið ábyrgð á fluginu frá Keflavík og að Vita hafi ekki haft stjórn á þeim aðstæðum sem urðu til þess að fluginu seinkaði hafi verið ákveðið að greiða farþegum fyrrgreinda upphæð til þess að bæta upp fyrir þau óþægindi sem þeir hafi orðið fyrir. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Ferðaskrifstofan Vita mun greiða 400 evrur, um 54 þúsund krónur, til farþega vélarinnar sem á leið sinni til Parísar fyrir leik Íslands og Frakklands á EM lenti óvænt í Amsterdam. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Vita, skipuleggjandi ferðarinnar, sendi á farþega vélarinnar í gær. Er fjárhæðinni ætlað að bæta fyrir þau óþægindi sem farþegar hafi orðið fyrir.Segja má að farþegar vélarinnar hafi vaðið eld og brennistein til þess að komast á áætlunarstað, leik Íslands og Frakklands á EM í París.Sjá einnig: 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til ParísarEftir að vélinni seinkaði um þrjá tíma vegna rýmingar Leifsstöðvar kom í ljós að vélin hafði ekki lendingarleyfi á áætluðum lendingarstað um 150 kílómetrum utan við París. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT Farþegum var því tilkynnt að lenda þyrfti í Amsterdam og þaðan tók við átta tíma rútuferð til Parísar. Í tölvupóstinum til farþega kemur fram að vegna þeirrar seinkunar sem orðið hafi á brottför frá Keflavík hafi flugvélin misst lendingarleyfi sitt á þeim flugvelli sem áætlað var að lenda á.Vita hafi reynt að komast inn á aðra flugvelli í Norður-Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg án árangurs. Því hafi eini kosturinn í stöðunni verið að lenda í Amsterdam. Jafnframt segir í tölvupósti Vita til farþega að þrátt fyrir að erlendur flugrekandi hafi borið ábyrgð á fluginu frá Keflavík og að Vita hafi ekki haft stjórn á þeim aðstæðum sem urðu til þess að fluginu seinkaði hafi verið ákveðið að greiða farþegum fyrrgreinda upphæð til þess að bæta upp fyrir þau óþægindi sem þeir hafi orðið fyrir.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32