Fataverð á niðurleið vegna hruns pundsins Sæunn Gísladóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Svava Johansen Lægra gengi sterlingspunds mun endurspeglast í lægra verði breskra vara á Íslandi. Fataverð gæti lækkað um allt að tíu prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu mældist 159,59 í gær og hefur ekki verið lægra í rúm sjö ár, eða síðan í mars 2009. Frá því að úrslit Brexit-kosninganna um áframhaldandi viðveru Breta í ESB lágu fyrir hefur gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu lækkað um 11,4 prósent, úr 180,13 í 159,59. Á síðastliðnu ári hefur gengið lækkað um 23 prósent. Elísabet Inga Marteinsdóttir, rekstrarstjóri Dorothy Perkins, Topshop, Warehouse og Karen Millen, sem allt eru breskar verslanir, segir að þessi lækkun á gengi pundsins muni klárlega endurspeglast í vöruverðinu á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með þetta að geta lækkað vöruverðið hjá okkur,“ segir Elísabet. Svava Johansen, eigandi NTC, segist einnig sjá fram á lækkanir. „Við sjáum alveg klárlega fram á lækkun. Við erum að taka inn ný bresk merki núna, meðal annars Paul Smith, og sjáum fram á um tíu prósenta lækkun. Við erum mjög spennt að geta lækkað bresku vörurnar og höfum einmitt verið að auka innkaup þaðan. Evran hefur líka lækkað um þrjú eða fjögur prósent. Það sem við tókum inn í apríl og núna hefur lækkað þó nokkuð.“ Líklegt er að margir íslenskir neytendur hafi nýtt sér tækifærið og verslað við breskar netverslanir, til dæmis Amazon UK og ASOS. Gengi hlutabréfa í ASOS hefur, ólíkt öðrum breskum fyrirtækjum, hækkað í kjölfar Brexit-kosninganna um tæplega fimm prósent. Gengi sterlingspunds hefur ekki einungis lækkað gagnvart íslenskri krónu heldur einnig gagnvart Bandaríkjadal og náði 31 árs lægð í gær þegar það nam 1,29 og hafði lækkað um fjórtán prósent frá Brexit-kosningunum. Erfitt er að spá um þróun pundsins þar sem mikil óvissa ríkir í bresku efnahagslífi. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs áætla þó að gengið gæti lækkað í allt að 1,2 á móti Bandaríkjadal á næstu þremur mánuðum. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Lægra gengi sterlingspunds mun endurspeglast í lægra verði breskra vara á Íslandi. Fataverð gæti lækkað um allt að tíu prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu mældist 159,59 í gær og hefur ekki verið lægra í rúm sjö ár, eða síðan í mars 2009. Frá því að úrslit Brexit-kosninganna um áframhaldandi viðveru Breta í ESB lágu fyrir hefur gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu lækkað um 11,4 prósent, úr 180,13 í 159,59. Á síðastliðnu ári hefur gengið lækkað um 23 prósent. Elísabet Inga Marteinsdóttir, rekstrarstjóri Dorothy Perkins, Topshop, Warehouse og Karen Millen, sem allt eru breskar verslanir, segir að þessi lækkun á gengi pundsins muni klárlega endurspeglast í vöruverðinu á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með þetta að geta lækkað vöruverðið hjá okkur,“ segir Elísabet. Svava Johansen, eigandi NTC, segist einnig sjá fram á lækkanir. „Við sjáum alveg klárlega fram á lækkun. Við erum að taka inn ný bresk merki núna, meðal annars Paul Smith, og sjáum fram á um tíu prósenta lækkun. Við erum mjög spennt að geta lækkað bresku vörurnar og höfum einmitt verið að auka innkaup þaðan. Evran hefur líka lækkað um þrjú eða fjögur prósent. Það sem við tókum inn í apríl og núna hefur lækkað þó nokkuð.“ Líklegt er að margir íslenskir neytendur hafi nýtt sér tækifærið og verslað við breskar netverslanir, til dæmis Amazon UK og ASOS. Gengi hlutabréfa í ASOS hefur, ólíkt öðrum breskum fyrirtækjum, hækkað í kjölfar Brexit-kosninganna um tæplega fimm prósent. Gengi sterlingspunds hefur ekki einungis lækkað gagnvart íslenskri krónu heldur einnig gagnvart Bandaríkjadal og náði 31 árs lægð í gær þegar það nam 1,29 og hafði lækkað um fjórtán prósent frá Brexit-kosningunum. Erfitt er að spá um þróun pundsins þar sem mikil óvissa ríkir í bresku efnahagslífi. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs áætla þó að gengið gæti lækkað í allt að 1,2 á móti Bandaríkjadal á næstu þremur mánuðum. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira