Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2016 23:30 Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem leggja leið sína um Melrakkasléttu. Enn vantar þó mikið upp á að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. Það gnæfir yfir Raufarhöfn en tólf ár eru liðin frá því byrjað var að reisa það á ásnum norðvestan við þorpið. Textahöfundurinn landskunni Jónas Friðrik er meðal þeirra sem fylgt hafa verkefninu frá upphafi. Hann segir ferðamennina þó misgáfulega sem heimsækja Heimskautsgerðið og er ekki hrifinn af þeim sem klifra upp á það, sem er illa séð.Hugmyndina átti Erlingur Thoroddsen hótelstjóri og fékk hann Hauk Halldórsson listamann til að teikna gerðið. Steinblokkirnar mynda sólúr við nyrstu strendur Íslands og eru í anda Stonehenge í Englandi. Og þótt hálfbyggt sé, er Heimskautsgerðið þegar orðið eitt helsta einkennistákn Raufarhafnar. Og til þess var leikurinn gerður, að fá ferðamenn til að beygja af hringveginum og heimsækja Raufarhöfn. „Það er alltaf straumur hér af fólki þannig að það er að virka. Maður er alltaf að sjá bíla fara hingað uppeftir,“ segir Jónas Friðrik.Í frétt Stöðvar 2 voru sýndar myndir af því hvernig Heimskautsgerðið mun líta út fullbyggt. Það er því mikið ógert. Mikla fjármuni þarf til að ljúka verkinu. „Svona 70-80 milljónir, eitthvað svoleiðis. Ég er ekki með það á mér, sko.“ -En þið eruð að minnsta kosti komnir þetta langt? „Já, en þetta er búið að taka tímann sinn. Við byrjuðum 2004 þannig að þetta smáþokast bara. En það er líka ágætt. Sígandi lukka, hún er góð.“ -En fullgert, þá verður þetta virkilega glæsilegt mannvirki? „Þetta ER glæsilegt mannvirki. En þegar það er fullgert verður það ennþá flottara, náttúrlega,“ svarar skáldið Jónas Friðrik Guðnason. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem leggja leið sína um Melrakkasléttu. Enn vantar þó mikið upp á að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. Það gnæfir yfir Raufarhöfn en tólf ár eru liðin frá því byrjað var að reisa það á ásnum norðvestan við þorpið. Textahöfundurinn landskunni Jónas Friðrik er meðal þeirra sem fylgt hafa verkefninu frá upphafi. Hann segir ferðamennina þó misgáfulega sem heimsækja Heimskautsgerðið og er ekki hrifinn af þeim sem klifra upp á það, sem er illa séð.Hugmyndina átti Erlingur Thoroddsen hótelstjóri og fékk hann Hauk Halldórsson listamann til að teikna gerðið. Steinblokkirnar mynda sólúr við nyrstu strendur Íslands og eru í anda Stonehenge í Englandi. Og þótt hálfbyggt sé, er Heimskautsgerðið þegar orðið eitt helsta einkennistákn Raufarhafnar. Og til þess var leikurinn gerður, að fá ferðamenn til að beygja af hringveginum og heimsækja Raufarhöfn. „Það er alltaf straumur hér af fólki þannig að það er að virka. Maður er alltaf að sjá bíla fara hingað uppeftir,“ segir Jónas Friðrik.Í frétt Stöðvar 2 voru sýndar myndir af því hvernig Heimskautsgerðið mun líta út fullbyggt. Það er því mikið ógert. Mikla fjármuni þarf til að ljúka verkinu. „Svona 70-80 milljónir, eitthvað svoleiðis. Ég er ekki með það á mér, sko.“ -En þið eruð að minnsta kosti komnir þetta langt? „Já, en þetta er búið að taka tímann sinn. Við byrjuðum 2004 þannig að þetta smáþokast bara. En það er líka ágætt. Sígandi lukka, hún er góð.“ -En fullgert, þá verður þetta virkilega glæsilegt mannvirki? „Þetta ER glæsilegt mannvirki. En þegar það er fullgert verður það ennþá flottara, náttúrlega,“ svarar skáldið Jónas Friðrik Guðnason.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28
Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34
Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00
Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00