Innlent

Féll að öllum líkindum 30-40 metra við Sólheimajökul

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sólheimajökull er skriðjökull sem gengur niður úr Mýrdalsjökli.
Sólheimajökull er skriðjökull sem gengur niður úr Mýrdalsjökli. mynd/loftmyndir.is
Talið er að erlendur ferðamaður sem björgunarsveitir komu til aðstoðar við Sólheimajökul nú síðdegis hafi fallið um 30-40 metra en þyrla Landhelgisgæslunnar er nú að flytja manninn á sjúkrahús í Reykjavík.

Ekki er vitað hversu alvarlega maðurinn er slasaður en hann var með meðvitund þegar björgunarsveitarmenn og sjúkralið komu á vettvang.  

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg var maðurinn ekki á jöklinum sjálfum heldur austanmegin við þar sem skriðjökullinn fellur. Fallið var ekki frjálst fall heldur virðist hann hafa runnið niður mjög bratta hlíð við skriðjökulinn.

Erfiðar aðstæður voru á vettvangi og þurfti að síga niður til þess að komast að þeim slasaða. Þegar búið var að koma honum á börur þurfti að bera hann þangað sem þyrlan lenti. Engir ferðafélagar voru með manninum en ekki er þó vitað hvort hann var einn á ferð eða hafi orðið viðskila við ferðafélaga.


Tengdar fréttir

Þrjú útköll hjá björgunarsveitunum nánast á sama tíma

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á frá Hellu að Vík ásamt undanförum af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan tvö í dag vegna einstaklings sem lenti í slysi á Sólheimajökli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×