Hlynur: Þjálfarinn fékk borgað þegar leikmennirnir voru þremur mánuðum á eftir í launum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 13. júlí 2016 11:00 Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er í leit að nýju liði eftir að Sundsvall Dragons, liðið sem hann spilaði með síðustu fimm árin, fór á hausinn og það með látum í vetur. Hlynur gerði fimm ára samning við Drekana eftir Evrópumótið í körfubolta síðasta sumar og var ætlað langtíma hlutverk hjá félaginu. Hann náði einum vetri áður en fjárhagsóreiðan varð ævintýraleg Sundsvall og það lognaðist út af. „Þessi síðasti samningur minn fór alveg með þá og þeir fóru á hausinn,“ sagði Hlynur léttum tóni í viðtali í Akraborginni á X977 í gær en þar fór landsliðsfyrirliðinn ítarlega yfir fjármálin hjá Sundsvall og hvernig þetta kom við hann og aðra leikmenn liðsins. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það var aldrei neitt borgað á réttum tíma og alltaf allt borgað á síðustu stundu. Allar greiðslur fóru í gegnum innheimtu áður en þeir borguðu þannig maður vissi hvað var í gangi þegar hver einn og einasti reikningur fór í innheimtu.“ „Það var alltaf sagt að maður fengi peningana á endanum og það stóðst þar til þetta hrundi. Að því leytinu til var þetta í lagi þar til þetta hrundi en þá varð maður stressaður og þá urðu hlutirnir ömurlegir. Í vetur fann maður að þetta gæti farið virkilega illa,“ sagði Hlynur.Rekið mjög illa Hlynur varð meistari með Drekunum á fyrsta ári 2011 en liðið var eitt það besta í Svíþjóð lengi vel. Eftir því sem fjárhagsvandræðin urðu meiri fækkaði í starfsliðinu og stjórninni og reksturinn varð erfiðari. „Þetta var ansi flott um tíma og rekið eins og alvöru félag en undir lokin voru þetta bara tveir menn sem réðu ekki neitt við neitt og ráku þetta mjög illa,“ sagði Hlynur en er grunur á að ólöglegir hlutir hafi verið í gangi í fjármálunum? „Það er grunur á því og lögreglurannsókn er í gangi út af þessu öllu saman. Ég hef ekki hugmynd um það sjálfur en mér er sagt að svo gæti farið að einhver þurfi að svara til saka fyrir þetta. Það kæmi mér ekki á óvart því sérstaklega í seinni tíð vissi maður að það var ekki allt eins og það ætti að vera.“ „Veturinn var erfiður því það var meira drama. Þjálfarinn fór í blöðin og hótaði að mæta ekki í leik nema hann fengi borgað. Við vissum ekkert hvort það yrði þjálfari en svo mætir hann og þá vissum við að hann hefði fengið borgað. Hann sagði okkur að hann hefði fengið sitt greitt en á sama tíma voru flestir leikmenn þremur mánuðum á eftir í launum,“ sagði Hlynur Bæringsson. Allt viðtalið við Hlyn má heyra í spilaranum hér að neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er í leit að nýju liði eftir að Sundsvall Dragons, liðið sem hann spilaði með síðustu fimm árin, fór á hausinn og það með látum í vetur. Hlynur gerði fimm ára samning við Drekana eftir Evrópumótið í körfubolta síðasta sumar og var ætlað langtíma hlutverk hjá félaginu. Hann náði einum vetri áður en fjárhagsóreiðan varð ævintýraleg Sundsvall og það lognaðist út af. „Þessi síðasti samningur minn fór alveg með þá og þeir fóru á hausinn,“ sagði Hlynur léttum tóni í viðtali í Akraborginni á X977 í gær en þar fór landsliðsfyrirliðinn ítarlega yfir fjármálin hjá Sundsvall og hvernig þetta kom við hann og aðra leikmenn liðsins. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það var aldrei neitt borgað á réttum tíma og alltaf allt borgað á síðustu stundu. Allar greiðslur fóru í gegnum innheimtu áður en þeir borguðu þannig maður vissi hvað var í gangi þegar hver einn og einasti reikningur fór í innheimtu.“ „Það var alltaf sagt að maður fengi peningana á endanum og það stóðst þar til þetta hrundi. Að því leytinu til var þetta í lagi þar til þetta hrundi en þá varð maður stressaður og þá urðu hlutirnir ömurlegir. Í vetur fann maður að þetta gæti farið virkilega illa,“ sagði Hlynur.Rekið mjög illa Hlynur varð meistari með Drekunum á fyrsta ári 2011 en liðið var eitt það besta í Svíþjóð lengi vel. Eftir því sem fjárhagsvandræðin urðu meiri fækkaði í starfsliðinu og stjórninni og reksturinn varð erfiðari. „Þetta var ansi flott um tíma og rekið eins og alvöru félag en undir lokin voru þetta bara tveir menn sem réðu ekki neitt við neitt og ráku þetta mjög illa,“ sagði Hlynur en er grunur á að ólöglegir hlutir hafi verið í gangi í fjármálunum? „Það er grunur á því og lögreglurannsókn er í gangi út af þessu öllu saman. Ég hef ekki hugmynd um það sjálfur en mér er sagt að svo gæti farið að einhver þurfi að svara til saka fyrir þetta. Það kæmi mér ekki á óvart því sérstaklega í seinni tíð vissi maður að það var ekki allt eins og það ætti að vera.“ „Veturinn var erfiður því það var meira drama. Þjálfarinn fór í blöðin og hótaði að mæta ekki í leik nema hann fengi borgað. Við vissum ekkert hvort það yrði þjálfari en svo mætir hann og þá vissum við að hann hefði fengið borgað. Hann sagði okkur að hann hefði fengið sitt greitt en á sama tíma voru flestir leikmenn þremur mánuðum á eftir í launum,“ sagði Hlynur Bæringsson. Allt viðtalið við Hlyn má heyra í spilaranum hér að neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira