Óvænt úrslit á UFC 200 Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. júlí 2016 11:30 Amanda Nunes gráti næst eftir sigurinn. Vísir/Getty UFC 200 fór fram í nótt og fengum við enn einu sinni nýjan bantamvigtarmeistara í kvennaflokki. Brock Lesnar sigraði í endurkomu sinni og Daniel Cormier sigraði Anderson Silva örugglega. UFC 200 var eitt stærsta bardagakvöld allra tíma og voru mörg stór nöfn sem kepptu í nótt. Amanda Nunes er nýr bantamvigtarmeistari kvenna eftir sigur á Mieshu Tate. Hún er núna þriðji meistarinn í flokknum en engum virðist takast að verja beltið eftir að Ronda Rousey tapaði. Sigurinn hjá Nunes þótti nokkuð óvæntur og mun hún sennilega mæta Rondu Rousey í sinni fyrstu titilvörn þegar Rousey snýr aftur. Tröllið Brock Lesnar minnti heldur betur á sig með sigri á Mark Hunt. Bardaginn var ekki sá glæsilegasti en Lesnar nýtti sér yfirburðar glímugetu sína til að sigra Mark Hunt á stigum. Þetta var fyrsti bardagi hans í rúm fjögur ár og spurning hvort hinn 38 ára gamli Lesnar haldi áfram í MMA eða ekki. Daniel Cormier átti ekki í miklum vandræðum með Anderson Silva og sigraði eftir dómaraákvörðun. Silva átti sína spretti en Cormier tókst að ná fellunni í hverri lotu og sigraði á stigum. Jose Aldo kom nokkuð sterkur til leiks eftir tapið gegn Conor McGregor og sigraði Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun. Margir töldu að dagar Aldo á toppnum væru liðnir en hann sannaði það með þessum sigri að hann á nóg eftir. Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez átti eina af bestu frammistöðum kvöldsins þegar hann kláraði Travis Browne í fyrstu lotu. Cain hefur verið mikið frá vegna meiðsla á undanförnum árum en minnti rækilega á sig með þessum sigri. Bardagakvöldið þótti fínasta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjá meira
UFC 200 fór fram í nótt og fengum við enn einu sinni nýjan bantamvigtarmeistara í kvennaflokki. Brock Lesnar sigraði í endurkomu sinni og Daniel Cormier sigraði Anderson Silva örugglega. UFC 200 var eitt stærsta bardagakvöld allra tíma og voru mörg stór nöfn sem kepptu í nótt. Amanda Nunes er nýr bantamvigtarmeistari kvenna eftir sigur á Mieshu Tate. Hún er núna þriðji meistarinn í flokknum en engum virðist takast að verja beltið eftir að Ronda Rousey tapaði. Sigurinn hjá Nunes þótti nokkuð óvæntur og mun hún sennilega mæta Rondu Rousey í sinni fyrstu titilvörn þegar Rousey snýr aftur. Tröllið Brock Lesnar minnti heldur betur á sig með sigri á Mark Hunt. Bardaginn var ekki sá glæsilegasti en Lesnar nýtti sér yfirburðar glímugetu sína til að sigra Mark Hunt á stigum. Þetta var fyrsti bardagi hans í rúm fjögur ár og spurning hvort hinn 38 ára gamli Lesnar haldi áfram í MMA eða ekki. Daniel Cormier átti ekki í miklum vandræðum með Anderson Silva og sigraði eftir dómaraákvörðun. Silva átti sína spretti en Cormier tókst að ná fellunni í hverri lotu og sigraði á stigum. Jose Aldo kom nokkuð sterkur til leiks eftir tapið gegn Conor McGregor og sigraði Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun. Margir töldu að dagar Aldo á toppnum væru liðnir en hann sannaði það með þessum sigri að hann á nóg eftir. Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez átti eina af bestu frammistöðum kvöldsins þegar hann kláraði Travis Browne í fyrstu lotu. Cain hefur verið mikið frá vegna meiðsla á undanförnum árum en minnti rækilega á sig með þessum sigri. Bardagakvöldið þótti fínasta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15
Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30
Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30
Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45
Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00