Lárus: Algjör bylting fyrir afreksíþróttir á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 11:24 Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, segir frá nýja samningnum í dag. Vísir/ÓskarÓ Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti í dag tímamótasamning á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. „Þetta verður algjör bylting fyrir okkur hjá ÍSÍ sem höfum haft úr allt of litlu að spila til að aðstoða sérsambönd ÍSÍ og þá afreksfólkið til að það geti helgað sig íþrótt sinni og náð sem bestum árangri,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ um samninginn í fréttatilkynningu frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands. „Margt afreksfólk hefur búið við það að meiri tími hefur farið í að fjármagna ferðir, þjálfarakostnað og uppihald heldur en að æfa og undirbúa sig fyrir keppnir. Við höfum eingöngu getað hjálpað þeim sem hafa náð miklum árangi, en umtalsverður kostnaður fylgir því að ferðast og keppa til að tryggja sér þátttökurétt á t.d. Ólympíuleikunum. Sá kostnaður lendir oft á tíðum að miklu leyti á keppandanum sjálfum,“ sagði Lárus. „Það er allt of algengt að íslenskt afreksíþróttafólk hætti of snemma og samkvæmt því sem við höfum kannað er það oftar en ekki vegna erfiðleika við fjármögnun eða vanlíðan vegna fjárhagsáhyggja. Vonandi mun þessi samningur koma í veg fyrir mikið brottfall af fjárhagslegum ástæðum,“ bætti Lárus við. Lárus telur samninginn mjög þýðingarmikinn fyrir íþróttastarf í landinu: „Hér er um algera byltingu fyrir afreksíþróttir að ræða og við þökkum ríkisvaldinu fyrir að hafa trú á því að árangur í íþróttum skipti þjóðina máli, og að það þurfi aukið fjármagn til að hann náist. Við erum nú komin mun nær því að geta byggt upp umgjörð fyrir afreksíþróttafólkið okkar í líkingu við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar, þó við náum líklega aldrei alveg jafn góðum aðbúnaði og þær mun fjölmennari þjóðir. Þessi niðurstaða er árangur samningaviðræðna okkar til nokkurra ára og í kjölfar ítarlegrar greiningar á fjárþörf afreksíþrótta á Íslandi. Það sýndi sig þegar KSÍ náði að laga til umgjörðina sína utan um landslið sín að árangurinn kom fljótt í ljós. Við vonum að þessi auknu framlög í Afrekssjóð ÍSÍ muni gera öðrum sérsamböndum kleift að bæta umgjörðina utan um sína afreksmenn.“ „Til að fagna þessu skrefi vildum við formlega undirrita samninginn milli ÍSÍ og ríkisins í Laugardalnum í morgun. Við fengum landsliðsfólk, þjálfara og forsvarsfólk frá sérsamböndum ÍSÍ til að fjölmenna og fagna þessum tímamótasamningi," sagði Lárus að lokum. Aðrar íþróttir Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti í dag tímamótasamning á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. „Þetta verður algjör bylting fyrir okkur hjá ÍSÍ sem höfum haft úr allt of litlu að spila til að aðstoða sérsambönd ÍSÍ og þá afreksfólkið til að það geti helgað sig íþrótt sinni og náð sem bestum árangri,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ um samninginn í fréttatilkynningu frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands. „Margt afreksfólk hefur búið við það að meiri tími hefur farið í að fjármagna ferðir, þjálfarakostnað og uppihald heldur en að æfa og undirbúa sig fyrir keppnir. Við höfum eingöngu getað hjálpað þeim sem hafa náð miklum árangi, en umtalsverður kostnaður fylgir því að ferðast og keppa til að tryggja sér þátttökurétt á t.d. Ólympíuleikunum. Sá kostnaður lendir oft á tíðum að miklu leyti á keppandanum sjálfum,“ sagði Lárus. „Það er allt of algengt að íslenskt afreksíþróttafólk hætti of snemma og samkvæmt því sem við höfum kannað er það oftar en ekki vegna erfiðleika við fjármögnun eða vanlíðan vegna fjárhagsáhyggja. Vonandi mun þessi samningur koma í veg fyrir mikið brottfall af fjárhagslegum ástæðum,“ bætti Lárus við. Lárus telur samninginn mjög þýðingarmikinn fyrir íþróttastarf í landinu: „Hér er um algera byltingu fyrir afreksíþróttir að ræða og við þökkum ríkisvaldinu fyrir að hafa trú á því að árangur í íþróttum skipti þjóðina máli, og að það þurfi aukið fjármagn til að hann náist. Við erum nú komin mun nær því að geta byggt upp umgjörð fyrir afreksíþróttafólkið okkar í líkingu við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar, þó við náum líklega aldrei alveg jafn góðum aðbúnaði og þær mun fjölmennari þjóðir. Þessi niðurstaða er árangur samningaviðræðna okkar til nokkurra ára og í kjölfar ítarlegrar greiningar á fjárþörf afreksíþrótta á Íslandi. Það sýndi sig þegar KSÍ náði að laga til umgjörðina sína utan um landslið sín að árangurinn kom fljótt í ljós. Við vonum að þessi auknu framlög í Afrekssjóð ÍSÍ muni gera öðrum sérsamböndum kleift að bæta umgjörðina utan um sína afreksmenn.“ „Til að fagna þessu skrefi vildum við formlega undirrita samninginn milli ÍSÍ og ríkisins í Laugardalnum í morgun. Við fengum landsliðsfólk, þjálfara og forsvarsfólk frá sérsamböndum ÍSÍ til að fjölmenna og fagna þessum tímamótasamningi," sagði Lárus að lokum.
Aðrar íþróttir Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti