Hraustasta kona heims vann líka strákana á heimsleikunum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Samsett Frammistaða Katrínar Tönju Davíðsdóttur í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu vakti mikla athygli hér á landi enda tryggði hún sér annað árið í röð titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja lyfti og lyfti, hljóp, stökk, synti, klifraði og gaf allt sitt í fimmtán gríðarlega erfiðar greinar í fimm daga keppni á heimsleikunum og það var magnað að sjá hana standast bæði erfiðleika greinanna og samkeppnina sem er ekki lítil. Hún gerði betur en allar þessar frábæru íþróttakonur og vann þar með heimsleikana annað árið í röð. Katrín Tanja fékk mörg stig fyrir flestar greinarnar en það var í einni grein sem hún var í algjörum sérflokki. Katrín Tanja vann ekki bara allar hinar stelpurnar sannfærandi heldur átti enginn karlanna svar við íslenska meistaranum. Hér erum við að tala um draumagrein fyrir gömlu fimleikastelpuna eða ganga á höndum. Þetta var ellefta grein keppninnar og sú fyrsta á lokadeginum. Það er óhætt að segja að Katrín Tanja hafi gefið þarna tóninn en hún fékk öll 50 stigin í boði sem kom henni upp í toppsætið. Það voru reyndar fjórar greinar eftir en þessi 50 stig áttu eftir að eiga mikinn þátt í því að Katrínu Tönju tókst að vinna annað í röð. Katrín Tanja fékk þarna 27 fleiri stig en Tia-Clair Toomey en að lokum munaði aðeins 11 stigum á þeim. Katrín Tanja var í öðrum riðli og það er hægt að sjá hana í essinu sínu í myndbandinu hér fyrir neðan. Keppnin í hennar riðli hefst eftir 7:50 mínútur í myndbandinu. Katrín Tanja kom í marki á 1:33.68 mínútum og það sem meira er að hún kláraði alla leiðina, 85 metra leið, í einum rykk og þurfti aldrei að byrja aftur. Þessu náði enginn annar, hvort sem við erum að tala um karla- eða kvennakeppnina. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Frammistaða Katrínar Tönju Davíðsdóttur í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu vakti mikla athygli hér á landi enda tryggði hún sér annað árið í röð titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja lyfti og lyfti, hljóp, stökk, synti, klifraði og gaf allt sitt í fimmtán gríðarlega erfiðar greinar í fimm daga keppni á heimsleikunum og það var magnað að sjá hana standast bæði erfiðleika greinanna og samkeppnina sem er ekki lítil. Hún gerði betur en allar þessar frábæru íþróttakonur og vann þar með heimsleikana annað árið í röð. Katrín Tanja fékk mörg stig fyrir flestar greinarnar en það var í einni grein sem hún var í algjörum sérflokki. Katrín Tanja vann ekki bara allar hinar stelpurnar sannfærandi heldur átti enginn karlanna svar við íslenska meistaranum. Hér erum við að tala um draumagrein fyrir gömlu fimleikastelpuna eða ganga á höndum. Þetta var ellefta grein keppninnar og sú fyrsta á lokadeginum. Það er óhætt að segja að Katrín Tanja hafi gefið þarna tóninn en hún fékk öll 50 stigin í boði sem kom henni upp í toppsætið. Það voru reyndar fjórar greinar eftir en þessi 50 stig áttu eftir að eiga mikinn þátt í því að Katrínu Tönju tókst að vinna annað í röð. Katrín Tanja fékk þarna 27 fleiri stig en Tia-Clair Toomey en að lokum munaði aðeins 11 stigum á þeim. Katrín Tanja var í öðrum riðli og það er hægt að sjá hana í essinu sínu í myndbandinu hér fyrir neðan. Keppnin í hennar riðli hefst eftir 7:50 mínútur í myndbandinu. Katrín Tanja kom í marki á 1:33.68 mínútum og það sem meira er að hún kláraði alla leiðina, 85 metra leið, í einum rykk og þurfti aldrei að byrja aftur. Þessu náði enginn annar, hvort sem við erum að tala um karla- eða kvennakeppnina.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54
Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30
Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45
Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36