Félagar Merkel snúast gegn henni Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. júlí 2016 07:00 Horst Seehofer, forsætisráðherra Bæjaralands, og Joachim Herrmann, innanríkisráðherra Bæjaralands. Fréttablaðið/EPA Áhrifamiklir ráðamenn í þýska CSU-flokknum, systurflokki stjórnarflokks Angelu Merkel kanslara sem heitir CDU, hafa nú í fyrsta sinn lagst harðlega gegn innflytjendastefnu kanslarans. Horst Seehofer, leiðtogi CSU, og Joachim Herrmann, sem er innanríkisráðherra í Bæjaralandi, segja gróf ofbeldisverk nokkurra innflytjenda undanfarnar vikur þýða að nú verði að endurmeta stefnuna. Seehofer segir að árásir síðustu dagana sýni að hryðjuverk séu farin að taka á sig alveg nýjar myndir. Yfirvöld í Bæjaralandi verði nú að grípa til mjög ákveðinna öryggisráðstafana. „Allir okkar spádómar hafa reynst réttir,“ er haft eftir honum á fréttavef vikuritsins Der Spiegel. „Þess vegna tek ég ekki mark á efasemdaröddum.“ Og Herrmann segir að stefna hinna opnu landamæra megi ekki vera ráðandi, og vísaði þar með á bug þeirri stefnu sem Merkel boðaði þegar flóttafólk tók að koma í stórum stíl frá Sýrlandi yfir til Evrópu. Hún sagði alla velkomna sem í nauðum væru staddir, en hefur sætt gagnrýni af hálfu þeirra sem óttast að í röðum flóttafólks sé að finna hættulega ofbeldismenn. Herrmann krefst þess nú að auðveldara verði að vísa flóttafólki úr landi, hafi þeir gerst brotlegir við lög: „Það má heldur ekki vera bannað að tala um að vísa fólki aftur þangað sem ástandið er erfitt.“ Merkel hefur til þessa ekki mætt harðri mótstöðu innan systurflokkanna CSU og CDU. Og það eru ekki bara raddir innan CSU sem nú snúast gegn Merkel, heldur vildi Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlínarborgar, greinilega kenna henni beint um ástandið: „Við höfum flutt inn gróft ofbeldisfólk.“ Fátt sameiginlegt með árásunumAðrir hafa þó viljað tala varlega og vara fólk við því að einfalda hlutina um of fyrir sér. „Vandamálin verða ekki leyst með því að kynda upp í æsingavélinni í hvert skipti sem eitthvað hræðilegt gerist,“ sagði Jan Korte, varaþingflokksformaður vinstriflokksins Die Linke. Fjórar árásir hafa verið gerðar í Þýskalandi á innan við viku, í Würzburg, München, Reutlingen og Ansbach, og samtals hafa þessar árásir kostað um tíu manns lífið og sent tugi manna á sjúkrahús, marga alvarlega særða og jafnvel í lífshættu. Ulrike Demmer, talskona þýsku ríkisstjórnarinnar, segir árásirnar ekkert tengdar innbyrðis. Ekki sé heldur að sjá að þær eigi mikið sameiginlegt. Þar að auki virðist ekki meiri líkur á því að hryðjuverkamenn komi úr röðum flóttafólks en úr röðum annarra íbúa landanna. „Fæstir þeirra hryðjuverkamanna sem hafa gert árásir í Evrópu undanfarna mánuði voru flóttamenn,“ sagði hún. Árásarmennirnir fjórir voru allir af erlendum uppruna og ungir að aldri. Tveir þeirra vildu tengja sig við Íslamska ríkið, einn var aðdáandi hins norska hryðjuverkamanns Anders Behring Breivik en einn virðist fyrst og fremst hafa ætlað að myrða vinkonu sína. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Áhrifamiklir ráðamenn í þýska CSU-flokknum, systurflokki stjórnarflokks Angelu Merkel kanslara sem heitir CDU, hafa nú í fyrsta sinn lagst harðlega gegn innflytjendastefnu kanslarans. Horst Seehofer, leiðtogi CSU, og Joachim Herrmann, sem er innanríkisráðherra í Bæjaralandi, segja gróf ofbeldisverk nokkurra innflytjenda undanfarnar vikur þýða að nú verði að endurmeta stefnuna. Seehofer segir að árásir síðustu dagana sýni að hryðjuverk séu farin að taka á sig alveg nýjar myndir. Yfirvöld í Bæjaralandi verði nú að grípa til mjög ákveðinna öryggisráðstafana. „Allir okkar spádómar hafa reynst réttir,“ er haft eftir honum á fréttavef vikuritsins Der Spiegel. „Þess vegna tek ég ekki mark á efasemdaröddum.“ Og Herrmann segir að stefna hinna opnu landamæra megi ekki vera ráðandi, og vísaði þar með á bug þeirri stefnu sem Merkel boðaði þegar flóttafólk tók að koma í stórum stíl frá Sýrlandi yfir til Evrópu. Hún sagði alla velkomna sem í nauðum væru staddir, en hefur sætt gagnrýni af hálfu þeirra sem óttast að í röðum flóttafólks sé að finna hættulega ofbeldismenn. Herrmann krefst þess nú að auðveldara verði að vísa flóttafólki úr landi, hafi þeir gerst brotlegir við lög: „Það má heldur ekki vera bannað að tala um að vísa fólki aftur þangað sem ástandið er erfitt.“ Merkel hefur til þessa ekki mætt harðri mótstöðu innan systurflokkanna CSU og CDU. Og það eru ekki bara raddir innan CSU sem nú snúast gegn Merkel, heldur vildi Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlínarborgar, greinilega kenna henni beint um ástandið: „Við höfum flutt inn gróft ofbeldisfólk.“ Fátt sameiginlegt með árásunumAðrir hafa þó viljað tala varlega og vara fólk við því að einfalda hlutina um of fyrir sér. „Vandamálin verða ekki leyst með því að kynda upp í æsingavélinni í hvert skipti sem eitthvað hræðilegt gerist,“ sagði Jan Korte, varaþingflokksformaður vinstriflokksins Die Linke. Fjórar árásir hafa verið gerðar í Þýskalandi á innan við viku, í Würzburg, München, Reutlingen og Ansbach, og samtals hafa þessar árásir kostað um tíu manns lífið og sent tugi manna á sjúkrahús, marga alvarlega særða og jafnvel í lífshættu. Ulrike Demmer, talskona þýsku ríkisstjórnarinnar, segir árásirnar ekkert tengdar innbyrðis. Ekki sé heldur að sjá að þær eigi mikið sameiginlegt. Þar að auki virðist ekki meiri líkur á því að hryðjuverkamenn komi úr röðum flóttafólks en úr röðum annarra íbúa landanna. „Fæstir þeirra hryðjuverkamanna sem hafa gert árásir í Evrópu undanfarna mánuði voru flóttamenn,“ sagði hún. Árásarmennirnir fjórir voru allir af erlendum uppruna og ungir að aldri. Tveir þeirra vildu tengja sig við Íslamska ríkið, einn var aðdáandi hins norska hryðjuverkamanns Anders Behring Breivik en einn virðist fyrst og fremst hafa ætlað að myrða vinkonu sína.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira