Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 23:54 Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún tryggir sér titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja er aðeins önnur konan sem nær að vinna þennan titil tvisvar sinnum en hin er landa hennar Annie Mist Þórisdóttir. Íslenskar crossfit-konur hafa því unnið þessar krefjandi keppni fjórum sinnum sem er frábær árangur. Það var mikil spenna í lok keppninnar enda munaði litlu á milli efstu kvenna. Katrín Tanja og Tia-Clair Toomey voru að berjast um efsta sætið en Katrín náði sér ekki alveg nógu vel á strik í lokagreininni. Hún var áhyggjufull eftir keppnina og það var ekki að sjá á henni að hún væri að fara að vinna. Mótshaldarar tóku sinn tíma í að reikna út lokastigin og á meðan þurfti stelpurnar að bíða og vona það besta. Katrín Tanja fór að gráta af gleði þegar sigurinn var í höfn. Katrín Tanja var með 23 stiga forskot fyrir lokagreinina og það dugði henni því hún vann á endanum með ellefu stiga mun. Katrín Tanja fékk 984 stig á meðan Tia-Clair Toomey fékk 973 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð síðan þriðja með 919 stig en þessar þrjár enduðu einmitt í sömu sætum í keppninni í fyrra. Katrín Tanja vann tvær greinar af fimmtán og var meðal sex efstu í sex greinum til viðbótar. Hún sýndi mikinn viljastyrk á lokadeginum og það er ljóst að þarna fer alvöru baráttukona. Annie Mist Þórisdóttir endaði í þrettánda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 19. sæti. Allar íslensku stelpurnar voru því inn á topp tuttugu og Ísland á því tuttugu prósent af tuttugu hraustustu konum heims. CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún tryggir sér titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja er aðeins önnur konan sem nær að vinna þennan titil tvisvar sinnum en hin er landa hennar Annie Mist Þórisdóttir. Íslenskar crossfit-konur hafa því unnið þessar krefjandi keppni fjórum sinnum sem er frábær árangur. Það var mikil spenna í lok keppninnar enda munaði litlu á milli efstu kvenna. Katrín Tanja og Tia-Clair Toomey voru að berjast um efsta sætið en Katrín náði sér ekki alveg nógu vel á strik í lokagreininni. Hún var áhyggjufull eftir keppnina og það var ekki að sjá á henni að hún væri að fara að vinna. Mótshaldarar tóku sinn tíma í að reikna út lokastigin og á meðan þurfti stelpurnar að bíða og vona það besta. Katrín Tanja fór að gráta af gleði þegar sigurinn var í höfn. Katrín Tanja var með 23 stiga forskot fyrir lokagreinina og það dugði henni því hún vann á endanum með ellefu stiga mun. Katrín Tanja fékk 984 stig á meðan Tia-Clair Toomey fékk 973 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð síðan þriðja með 919 stig en þessar þrjár enduðu einmitt í sömu sætum í keppninni í fyrra. Katrín Tanja vann tvær greinar af fimmtán og var meðal sex efstu í sex greinum til viðbótar. Hún sýndi mikinn viljastyrk á lokadeginum og það er ljóst að þarna fer alvöru baráttukona. Annie Mist Þórisdóttir endaði í þrettánda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 19. sæti. Allar íslensku stelpurnar voru því inn á topp tuttugu og Ísland á því tuttugu prósent af tuttugu hraustustu konum heims.
CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira