Ræða hertar skotvopnareglur Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. júlí 2016 07:00 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að verslunarmiðstöðinni í München, þar sem átján ára piltur myrti níu manns á föstudaginn, til að minnast hinna látnu. Nordicphotos/AFP Flestir þeirra níu, sem hinn átján ára gamli Ali Sonboly myrti í skotárás í München á föstudag, voru á aldrinu 13 til 19 ára. Einungis einn var þýskur að uppruna, hinir voru af tyrkneskum eða arabískum uppruna. Einn þeirra, grískur piltur að nafni Huseyin Dayicik, bjargaði tvíburasystur sinni með því að kasta sér fyrir hana, en féll sjálfur fyrir byssuskoti frá Sonboly. Í gær voru 27 manns enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla, þar af tíu í lífshættu. Árásarmaðurinn er sagður hafa undirbúið árásina í heilt ár, en í Þýskalandi er nú meðal annars spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að hann gæti útvegað sér vopn til árásarinnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarka aðgang fólks að vopnum og herða eftirlit,“ er í þarlendum fjölmiðlum haft eftir Sigmar Gabriel, varakanslara landsins, sem vill herða skotvopnalöggjöf landsins verulega. Sjálfur er Sonboly sagður hafa verið einrænn, þunglyndur og sætt einelti í skóla. Hann hafi haft einkennilegt göngulag og sérstæðan talanda, sem óspart var gert grín að honum fyrir. Nágrannar hans segjast hafa þekkt hann strax á göngulaginu á myndböndum, sem birtust af honum þar sem hann var að skjóta á fólk. Faðir hans þekkti hann einnig á myndbandinu og hafði þá strax samband við lögregluna. Hann var af írönskum uppruna en fæddur og uppalinn í München þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann er sagður hafa haft fjöldamorð á heilanum, þar á meðal hryðjuverk Anders Behrings Breivik í Noregi fyrir fimm árum. Hann hafi líka farið til bæjarins Winnenden til að skoða vettvang fjöldamorða í skóla, þar sem sautján ára piltur myrti 15 manns í skotárás árið 2009. Lögreglan segir að í tölvu hans hafi fundist einhvers konar yfirlýsing, en vildi ekki upplýsa nánar um innihald hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11 Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Flestir þeirra níu, sem hinn átján ára gamli Ali Sonboly myrti í skotárás í München á föstudag, voru á aldrinu 13 til 19 ára. Einungis einn var þýskur að uppruna, hinir voru af tyrkneskum eða arabískum uppruna. Einn þeirra, grískur piltur að nafni Huseyin Dayicik, bjargaði tvíburasystur sinni með því að kasta sér fyrir hana, en féll sjálfur fyrir byssuskoti frá Sonboly. Í gær voru 27 manns enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla, þar af tíu í lífshættu. Árásarmaðurinn er sagður hafa undirbúið árásina í heilt ár, en í Þýskalandi er nú meðal annars spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að hann gæti útvegað sér vopn til árásarinnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarka aðgang fólks að vopnum og herða eftirlit,“ er í þarlendum fjölmiðlum haft eftir Sigmar Gabriel, varakanslara landsins, sem vill herða skotvopnalöggjöf landsins verulega. Sjálfur er Sonboly sagður hafa verið einrænn, þunglyndur og sætt einelti í skóla. Hann hafi haft einkennilegt göngulag og sérstæðan talanda, sem óspart var gert grín að honum fyrir. Nágrannar hans segjast hafa þekkt hann strax á göngulaginu á myndböndum, sem birtust af honum þar sem hann var að skjóta á fólk. Faðir hans þekkti hann einnig á myndbandinu og hafði þá strax samband við lögregluna. Hann var af írönskum uppruna en fæddur og uppalinn í München þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann er sagður hafa haft fjöldamorð á heilanum, þar á meðal hryðjuverk Anders Behrings Breivik í Noregi fyrir fimm árum. Hann hafi líka farið til bæjarins Winnenden til að skoða vettvang fjöldamorða í skóla, þar sem sautján ára piltur myrti 15 manns í skotárás árið 2009. Lögreglan segir að í tölvu hans hafi fundist einhvers konar yfirlýsing, en vildi ekki upplýsa nánar um innihald hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11 Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11
Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35